fbpx

HÚÐLÆKNASTÖÐIN –

SAMSTARFUMFJÖLLUNÚTLIT
Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Ef það er eitthvað sem ég spái mikið í þá er það húðin á mér. Ég var mjög bólugrafinn þegar ég var yngri og hef farið á tvo húðkúra á þessari stuttu ævi minni (hehe young skiljiði) – og svo hef svo sannarlega farið til húðlæknis áður og í hvert skipti fannst mér alltaf mjög jákvæð upplifun fyrir mig því þá vissi ég að strákurinn var að fá aðstoð við eitthvað sem ég gjöööörsamlega var að bugast úr óöryggi með. 

Ég var kynntur fyrir Húðlæknastöðinni í fyrra (mér til mikillar ánægju) og þar fékk ég að kynnast henni Jennu Huld sem er húðlæknir. Ég spurði hana að sjálfssögðu rúmlega fimmtíu þúsund spurninga og hún svaraði þeim öllum og meira en það. Ég byrjaði á að fara í tattoo lazer hjá þeim, en þau eru með Rolls Royce (þó ég viti varla hvað Rolls Royce er) tattoo lazeranna. Ég hef aðeins farið eitt skipti en það tók alveg ótrúlega vel af flúrinu – 

Þar einnig fékk ég smá meðferð vegna þess að húðin mín undir augunum er einstaklega þunn, svo hún aðstoðaði mig með það og er bara svo mikill fagmaður að ég eiginlega bara smá bilast. 

Jenna stendur mjög mikið fyrir framtíðinni í húð og sérstaklega sprengjubylgjunni sem er í gangi í húð meðferðum. Eina sem skiptir mig máli er að eldast vel og gera það besta fyrir húðina og að sjálfssögðu bara vera eins náttúrulegur og ég get. Þetta hefur hún aðstoðað mig alveg ótrúlega mikið með. 

Fyrir þá sem hafa áhuga um meðferðir og húðmeðferðir þar sem húðlæknar ráða ríkjum. Þá get ég með engu móti mælt meira með Húðlæknastofunni – sérstaklega Jennu! Jeminn eini – 

Má einnig til með að mæla með Húðlæknastofunni á Instagram, en þar tildæmis er hægt að finna eldri stories með alveg ótrúlega miklum fróðleik.

Best in the biz!

BLUE LIGHT BLOCKING GLERAUGU -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sara

    5. August 2020

    Mikið er ég sammála þér! Jenna Huld er algjör snillingur ???