UNGFRÚ ÍSLAND, UPPLIFUNIN & KVÖLDIÐ

GLEÐIÍSLAND

Eins og í fyrra, þá sat ég í dómnefnd í Ungfrú Ísland með ótrúlega flottu fólki, Dísu & Bjössa í World Class, Sillu eiganda Reykjavík Make-Up School og Sigrúnu Bender flugstjóra og fyrrum Ungfrú Ísland.

Fólk hefur oft sett spurningamerki á mig afhverju þetta er eitthvað sem ég vil taka þátt í, og satt að segja, þá er þetta ekkert ólíkt því sem ég geri daglega uppí vinnu hjá Elite, sem fólk fattar ekki, því þar er unnið í tízku, sem okkur öllum finnst súper kúl. Í fyrra var ég ekki alveg vissum hvað ég væri að fara út í, og var upplifunin mjög óvænt ánægja. Ungfrú Ísland, eins og keppnin er í dag undir stjórn Dísu og co, er ekki keppni um hver er sætust, eða mjóust, eða annað, þær þurfa að vera svona og hinssegin. Ég er feministi í húð og hár, og ég var hræddur um að ég mundi þurfa tjá mig eða setja spurningamerki á eitt eða annað. Þetta dómaraferli, var ekkert nema jákvætt og ég undirstrika það.

Mitt fyrsta hlutverk sem dómari var að taka þátt í dómara viðtölum, þar sem ég horfði á stelpunar tala um hvað þetta hafi hjálpað til á líkama og sál, aukið sjálfstraust og frábær upplifun, sumar meira segja gátu ekki haldið aftur tárum vegna vissu þakklæti til skipuleggjenda keppnarinnar. Það þótti mér mjög skemmtilegt og sá þarna að þetta er ekki sama og þetta var í den, reglur, kröfur og annað.

Svo þegar kom að því að velja stelpurnar, fann ég að þetta var miklu meira eins og casting í bíómynd. Ég heyrði ekki að ein var sætari en önnur eða blalalala. Þetta var miklu meira; Hver passar í hlutverkið sem Ungfrú Ísland. Fólk ætti eflaust að vera mest reiðast við mig, þar sem ég valdi stelpuna til að vinna módelstelpuna, þar þurfti ég að horfa á hæðir og líkamsbyggingu, því þannig er módel bransinn.

Mér þykir allavega vænt um upplifun mína í fyrra sem og í ár. En ég eignaðist góðar vinkonur í starfi mínu sem dómari og ég get ekki sagt, að þetta hafi kallað fram á neitt nema jákvætt fyrir bæði mig og stelpurnar. Svo áður en þið setjist í spikfeitt dómarasæti og oj og vá glatað og blalala. Þá get ég staðfest það hér og nú, að þessi keppni er ekki slæm, það er enginn að pressa á neinn, keppnin breytist með tímanum, alveg eins og við upplifum okkur vitrari að svo mörgu leyti.

Ég mundi mæla með þessari keppni fyrir stelpur, já sem harðtrúaður feministi.

Nokkrar myndir frá kvöldinu sjálfu;

Brosmildur að vanda, með fullt af frábæru fólki.

Dísa súper beib

Hversu flottar mæðgur? Án djók samt.

Powerduo, Logi & Dóra Júlía

Donna mín

Jennifer okkar –

Og meðdómarar mínir, Silla & Sigrún Bender.

Voða sterkur, svoleiðis kastaði Birgittu uppá sviðið í myndatöku, Crossfittið krakkar. Djek

Hópurinn x

GLEÐI Á GEIRA SMART

GLEÐIÍSLANDMATUR

Ég lenti, ég man varla hvernig þetta fór fram, ég lenti á Keflavík, týndi piparnóakroppinu mínu, Tinna vinkona sótti mig og við sóttum fallegu stelpuna hennar, og keyrðu mig heim til Urðar systir og áður en ég vissi af þurfti ég að gera mig ready fyrir svaka teiti. En við bloggararnir á Trendnet, sem eru grínslaust svo ógeðslega pluckin’ skemmtilegt lið, þið fattið ekki, já vorum semsagt að hittast áður en haldið var lengra. Við hittumst á Geira Smart, þar sem okkur var boðið í heljarinnar veislu sem mér finnst absolút vert að segja frá.

Staðurinn er á Hverfisgötu og er ekkert smá stór og flottur. Þar hittumst við semsagt í alveg mikla mikla gleði og grenjuðum oft og oft úr hlátri. Þetta er svo skemmtilegt lið krakkar, án djóks. Þykir svo vænt um þau.

En við fengum öll saman kjúklingalærissalat sem ég hefði alveg eins getað tekið innum nefið, svo gott var það. Þessi staður var alveg fullkominn fyrir hópa og hér með þakka kærlega fyrir mig! Trendnet crew & Geiri Smart!

 

Einum of skemmtilegur hópur. Lítur allt út fyrir að Karen hafi andað salatið ofan í sig, þessi elska.

Tvær einum of sætar –

<3

Ég og Jennifer að öllum líkindum að ræða hvort átti að vera hvar og hver betri hliðin er osfrv

Þetta salat er feit tía –

H&M GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONALSTYLE

Það fór líklegast framhjá öllum að H&M er opnað í Smáralindinni. Samt ekki, en H&M hélt heljarinnar partý daginn fyrir opnunina, þar sem gleðin, var stjórnlaus. Hjá mér allavega. Ég var svo vandræðalega spenntur að komast heim og vera með Trendnet liðinu og svo smella nokkra feita á fullt af fólki sem maður þekkir úr ýmsum áttum sem mættu í þetta teiti. Tíminn allavega gjörsamlega flaug frá mér, ég missti af fullt af fólki en ég átti þó samtöl við nóg af þeim. En fjandinn anskot hvað var gaman. Ég var ein stór tikkandi hamingjusprengja þetta kvöld, veit að þetta er allt frekar dramatískt og mikið, en þetta var svona. Svo ef einhver sá mig hlaupandi þvert yfir búðina, eða heyrði í grameðluhlátrinum mínum, hvað svo sem það var, sorry not sorry.

Takk fyrir mig H&M & Döðlur, djöfull kunniði að halda gleði.

Í teitinu klæddist ég skyrtu frá Norse Projects, leðurjakka frá Acne Studios & buxurnar eru H&M, og skórnir frá Acne Studios, en enginn sér þá so, já.

María Guffa og Melkorkan okkar x

Harpa Kára lét sig ekki vanta

Smá in store shoot með elsku Sögu Sig x

Tveir Trendnet-dólgar, sem hittu Anne Sofie sem er listrænn stjórnandi H&M og fengu smá H&M túr.

.. oog grúppan sem hittust saman með skvísunni í smá spjall og klukkutíma chill eða svo.

Ég sé að það er nnnnnóg að gera hjá H&M, svo vonandi njótið þið vel kæru ízlendingar.

VERSLUNARMANNAHELGI ’17

66°NorðurGLEÐIÍSLANDOUTFIT

Vinir, ég var heima, og fékk svona “arg” kast, fussaði og sveiaði í hausnum á mér. Afhverju? Jú, hér erum við rúmlega í ágúst, og ég var hvorki brúnn, útúr djammaður eða búinn að gera neinn skapaðan hlut sem hægt var að setja spurningamerki bakvið. Þið vitið, eitthvað sem kryddar uppá tilveruna, gott eða slæmt. Svo ég fékk svona, fokkit. Settist fyrir framan tölvuna, hringdi í Ingileif vinkonu, hringdi í Palla líka, þrykkti í einn flugmiða með dags fyrirvara og áður en ég vissi af var ég mættur á Keflavíkurflugvöll að kaupa Tuborg classic handa Palla. Sorry, lífið varð bara svo brjálaðslega gott á akkúrat þessu augnabliki. Við Palli undirbjuggum okkur í þetta ævintýri á mettíma niðrí Skeifu, keyptum okkur hlýjan klæðnað, dýnu, tjald, svart Doritos, barbells, nocco, æ þið vitið, og héldum vestur, já VESTUR. Ég hef aldrei verið vestur. Þetta var allt mjög spennó!

Þarna blasti við okkur þetta voða fína fjall.

Og hey í plasti!

Allavega, þetta var myndin sem ég ætlaði að skrifa undir. Routið góða á Ísafjörð, eða réttara sagt, Flateyri. Jú, Flateyri. Þar beið okkur hópur af stórkostlegasta fólki landsins með opna arma og fullt af gleði. Það er reyndar frekar fyndið að þetta sikk sakk í lokinn tekur álíka jafn langan tíma og að keyra alla leiðina að sikk-sakkinu. Hentaði vel fyrir svona þolinmóðan mann eins og mig :) Kaldhæðni? Aldeilis.

Filterslaus fjörður, ekki bara einhver fjörður ..

.. heldur Seyðisfjörður! Jú gott fólk, Seyðisfjörður vestra. Seyðfirðingur á Seyðisfirði, þetta var allt frekar steikt fyrir mig og Palla líka.

Sólsetur kl 22:15 .. frekar magnað

Eftir að hafa dottið beint í gleði með KK þetta sama kvöld á Vagninum á Flateyri, var engum tíma eytt í eitthvað roð. En spikfeit sandkastalakeppni fór fram á Flateyri kl 13:00 þennan ágæta laugardag og við tókum að sjálfssögðu þátt. Ég, Palli, María, Ingileif, Þorgeir Atli, Habbý, Vigga og Einar!

Og til varð þessi dreki! Fjórða sætið var okkar. (Það var samt einhver samsæriskenning í gangi, svo .. já)

Það var stutt í næstu gleði – en eftir keppnina hittumst allir í sundlauginni á Flateyri. Einum of næs.

Ingileif mín, konan hennar María, barnið þeirra Þorgeir, mæður þeirra. Þetta fólk er heimsins mesta snilld. Það var án djóks hvorki leiðinleg né dauð stund í eina sekúndu alla þessa helgi. Ég mun, kæra fólk, lifa á þessari löngu helgi í marga mánuði. Ég er ekki að grínast.

Ég verð samt að segja. Ég vissi varla hvað Flateyri, hvað þá HVAR Flateyri er. En þessi staður er enginn smá hotspot, þarna var allt MORANDI í fólki sem mig grunaði aldrei að ég mundi hitta á Flateyri. Ég er ekki mikið fyrir að name-droppa, en ef ég væri týpan, þá yrðuði mjög impressed held ég. Bærinn er svo fallegur, tala nú ekki um umhverfið. Án djóks, Flateyri (og Seyðisfjörður eystri að sjálfssögðu) er the PLACE – TO – BE!

Þessi helgi var heimilisleg og fjölskyldutilfinning frá A-Ö, betra gat það ekki verið. Fiskisúpa þar sem fiskurinn var torgaður uppúr sjónum beint fyrir aftan staðinn.

Og súper hygge í sófanum hjá ömmu Maríu.

Versló sunnudagurinn var að sjálfssögðu rúsínan í pulsu endanum, punkturinn yfir i-ið, rjóminn á toppinn og .. já, kremið á kökuna, allt þetta. His highness Páll Óskar splæsti í GEEEGGJAÐASTA PALLABALL SEM ÉG HEF FARIÐ Á. Hvert einasta lag sem hann spilaði gjörsamlega gargaði ég með og dansaði eins og bavíani. Nei anskotinn hvað það var ógeðslega gaman. Ég er enn að jafna mig. Þar fann ég líka Úlf vin minn, er nokkuð vissum að hann sé á sömu blaðsíðu hvað þetta ball varðar. TAKK FYRIR MIG PÁLL ÓSKAR EF ÞÚ ERT AÐ LESA ÞETTA.

.. oooog eftir einn og hálfan tíma af svefni, héldum við heim til Reykjavíkur. Við vorum reyndar komin pínu seint af stað. Við vorum í Reykjavík kl 01:30, og vaknaður til að fara uppá flugvöll aftur kl 03:30 – getiði ímyndað ykkur ástandið þann morgun?

Ferðin heim var þó mögnuð og einstaklega falleg.

og já, þetta er einhver steinn gerður af náttúrunnar hendi.

Ísland, best í heimi. Ég er að segja ykkur það, fjandinn hafi það.

HÉR getiði séð flíkurnar sem ég klæddist:

Grái regnjakkinn frá 66°Norður

Bylur ullarpeysan í nýjum lit – hvít frá 66°Norður

CPHFW: 66°NORÐUR STÆKKAR ENN MEIRA

66°NorðurDANMÖRKÍSLANDSTYLE

Ég skrifa CPHFW – en ég er ekki mikill fasjon week maður, þetta árið, hingað til allavega er ég ekkert brjálaðslega ferskur, en ég fór alla leið um Verslunarmannahelgina, dansaði mikið, svaf lítið, lenti í gær, þið vitið. Svo í dag ákvað ég að taka Elite vaktina á meðan hinir agentarnir fóru á sýningarnar, og ég stefni ekkert sérstaklega á neinar sýningar, en við metum stöðuna næstu daga. Helgi ykkar er svo chillaður, mér finnst líka ótrúlega næs að eiga Elite skrifstofuna útaf fyrir mig. Meira og minna eru það stjórnendur sýningana “Hvar eru stelpurnar??” “Þær eru seinar!” “Call-time var fyrir klukkutíma!” – en eins og ég segi, það er lúmskt kósý. Það sem vakti þó áhuga minn í dag í þessari ágætu fasjon viku, er að beint á móti vinnunni minni er lúxus verslunarmiðstöðin Illum, en hún ber öll stærstu merki og hönnuði heimsins. Í dag opnaði þar ný búð, sem var engin önnur en okkar eigin: 66°Norður – 

Ég er hef sagt það áður, og segi það aftur. Mér finnst svo fáranlega gaman að fylgjast með þessu fyrirtæki. Merkið er vel komið á göturnar hér í Kaupmannahöfn, og sér maður flíkurnar útum allt. Mér finnst það svo geggjað. En það var tekið vel á móti mér í dag þegar ég mætti uppí Illum, ég mætti áður en traffíkin byrjaði svo ég fékk að smella nokkrum myndum af í næði. Fyrir ykkur sem ekki þekkið Illum, þá er þetta sambærilegt með Harrods í London held ég. Allavega, stórt og fallegt hús með fókus á lúxus verslanir og lúxus merki. Alveg ótrúlega flott og mæli hiklaust með að kíkja næst þegar þið eruð í bænum.

Þarna má einmitt sjá myndir frá nýju töku fyrirtækisins, ég var lengi að spá og spegúlera í þessari mynd. Hvert var módelið, hver myndaði, hvar. Æ þið vitið. Það kemur vonandi fljótt í ljós!

Ég komst ekki hjá því að máta jakkann sem ég hef haft auga á nokkuð lengi, Esja Gore-Tex regnjakkinn. Ég sá svona fáranlega nettan mann í þessum jakka röltandi niður Købmagergade fyrir ekki svo löngu og þá varð ég skotinn í honum aftur. Ekkert smá flottur –

Hann kom þó ekki með mér heim í þetta skiptið – en vonandi seinna þegar buddan leyfir!

ROADTRIP CHEEK

66°NorðurÍSLANDNIKEOUTFITPERSONAL

Fólk sem sér mig á flugvöllum eða flugvélum, eða í roadtrippi einhversstaðar eru seint impressed. En það eina sem ég hugsa um þegar ég er að ferðast er comfort. Mér finnst meira segja óþæginlegt að hugsa til þess að fara í flug í gallabuxum. Það liggur við að ég horfi hornauga á fólk í jakkafötum, eða í gallabuxum og súper fasjon á leiðinni í sex tíma flug. Aint gonna happend mín megin. Feitar hettupeysur og allt annað en gallabuxur. EN, persónulega þykir mér það súper cheek og súper kúl. Keyrslan mín frá Reykjavík heim til Seyðisfjarðar var engin undantekning. Ég keyrði með Guðnýju vinkonu minni og manninum hennar Skúla og við stoppuðum til að hrista dofið rassgat og fætur.

Peysa: 66°Norður
Buxur: Minimum
Skór: Nike

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars

ÍSLAND MAÍ 17

ÍSLANDPERSONAL

Betra er seint en aldrei, það er svo fyndið þegar maður missir úr of marga daga úr blogggleðinni og byrjar svo aftur, og hugsar maður, afhverju missti ég svona mikið út? Þetta er svo gaman. Svo núna er ég að reyna vinna þetta upp, þarf að girða mig í brók og þið vitið. Get more active!

Ég kom til Íslands í maí, fyrir tæpum mánuði, en ég kom til að kveðja æskuvin minn í hinsta sinn. Ég ákvað að taka nægan tíma fyrir sjálfan mig og að sjálfssögðu í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Það er svo best í heimi að vera í kringum systurdæturnar og hundana og fjölluna, það er án djóks ekkert betra. Tala ekki um þegar maður býr í öðru landi.

Dagný systir er án gríns besti æfingarfélagi í heimi, það er algjör synd að við búum ekki nær hvert öðru. Annars væri eitthvað svona more over Katrin Tanja and Bjorgvin Karl Gudmundson cuz we here, situation.

.. en án djóks, fátt skemmtilegra en æfingar með sys.

Ég skil term foreldra þegar þau tala um að börnin þeirra séu alltaf litlu börnin þeirra, þið vitið? Tíba mín er hvorki meira né minna en 10 ára. Pínu feitur ostur að kyngja, en hún er litla drottningin mín.

Ég lenti í svaka veðri, við erum að tala um 20° plús. Núna sit ég, í júní mánuði, á Íslandi og það er ein gráða. Nenniði ..

OG ÉG VAR Í ÞESSU OUTFITTI OG MÉR VAR MJÖG HEITT. Mother earth what’s good?

Litla englakrúttdúllan mín

Ég, Áslaug og Brynja gengum í Pieta göngunni þar sem við löbbuðum inní ljósið fyrir englana okkar uppá himninum sem féllu fyrir eigin hendi.

.. og þessi gaaaat ekki verið betri göngufélagi. Stefni á að hlaupa maraþon með henni því þetta var bara quick n’ easy með henni.

Fékk að hitta þessa korter í brottför til Kiev þar sem hún SSSSSLLLLAAAAAYED the stage!!

Sigrún sæta var bara brjálaðslega sæt og fyndin í fallegu íbúðinni hennar Hörpu vínkonu –

Nýi jakkinn frá Sautján –

Umkringdur hæfileikaríkufólki, heeere’s Natalie make up gúru! Og SORRY með smæsið, þetta var ekki smæs, heldur endurkast af sólinni á hvítan vegg ÉÉÉg lofa.

Þetta verkefni verður spennandi að segja frá þegar ég má! Shake the dice and steal the rice OOKrr.

<3

26 ÁRA GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONAL

Ég var nýorðinn tuttugu og eins árs þegar ég byrjaði á Trendnet. Í dag, er ég tuttugu og sex ára. Leyfum þessu aðeins að sinka inn. Ókei. Ég er semsagt nær þrítugu en tvítugu. Ég er samt góður, ég lofa. Ég fríkaði út þegar ég var 25, fannst ég vera fá hrukkur og allskonar meira skemmtilegt. En ég held ég ætli hér með bara að fagna hverju ári núna á komandi árum. Það eru ekki allir svona heppnir að fá að eldast heilbrigðir og með gott fólk í kringum sig.

Talandi um gott fólk í kringum mig, þá lenti afmælisdagurinn á laugardegi, og fallegasta og besta fólk í lífinu kom og fagnaði með mér. Þar var í boðinu ekkert nema gæðadrykkir og gæðafólk og ég er svo ótrúlega þakklátur.

Ég veit ekki hvort þið hafið smakkað þetta en þetta er án djóks brilliant, og þetta bókstaflega hvarf út kvöldið. Held að sumir hafi borðað flöskuna líka.

Ofur good stuff.

Palli, hann var director, pródúser, special effects og PA í þessari gleði –

Blanc bjórinn, hvarf líka, ekkert eftir.

Þessi bjór er að fara sigurför um Danmörku allavega, svo mér fannst geggjað að hafa svona í gleðinni. Lífrænn, léttur og drullugóður –

Ísmaðurinn reddaði mér ís, takk Ísmaður, þú rokkar!

Bestu mamma & pabbi x

Þessi stórkostlega shit –

Gleðin að hitta þessa var næstum því yfirgnæfandi!

Ef ég bara gæti deilt því með ykkur hvað Jóhanna vinkona kom með handa mér – það er svakalegt!

Þessi er mér ótrúlega mikilvægur – besti Palli minn!

Erna okkar sem við söknuð öll hér á Trendnet – er ekki kominn til að gera undirskriftalista og fá hana aftur?

<3

Samansafn af fallegasta fólki á Íslandi –

Dagbjört vinkona var svo frábær að taka allskonar polaroids og í lok kvöldsins gaf mér svo. Ég er enn hálf feiminn hvað þetta var fallega gert af henni.

<3

Hófí mín –

Þetta voru myndirnar í bili! Meira seinna x

Ég er alveg einstaklega þakklátur, takk fyrir mig!

Takk Erna Hrund fyrir hjálpina <3
Takk Palli!
Takk Donna!
Takk Dísa World Class fyrir allt!
Takk allir sem komuð <3 
Takk takk takk takk! 

TAKK FYRIR GÓÐAR VIÐTÖKUR!

ÍSLANDWORK

Það er búið að vera ákveðið upplevelse eftir að þættirnir Falleg Íslensk Heimili fóru í loftið. Mig grunaði aldrei að þetta mundi vekja svona mikla athygli eins og þetta er búið að gera.

Um daginn fengum við góðar fréttir varðandi áhorf sem hafa virkilega svona “made it worth while” – hvernig svosem ég get orðað það á íslensku. Ég vona innilega að þið sem hafið horft á þetta hafið notið vel. Ég er ekki búinn að sjá alla sem komna eru, en mér finnst það líka bara ágætt, ég eiginlega bara loka augunum og vona það besta þarna á Íslandinu. En ég kem tvisvar til Íslands á meðan þættirnir eru í loftinu svo ég líka að upplifa það, uppí sófa með familíunni að bíða eftir að ég segi eitthvað vandræðalegt eða eftir vinkli sem lætur mig líta út fyrir að vera með bumbu.

Annars er ég fólkinu bakvið þáttinn alveg einstaklega þakklátur, en um er að ræða hóp af stórkostlegasta fólki sem ég hef kynnst.

Inga Lind, yours truly, Gulla, Þóra & Sigríður Þóra  

Takk fyrir mig!

Í kvöld er fjórði þátturinn kl 20:40 –

Peace out

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

RAUÐHÓLAR – HOODIES FRÁ 66°NORÐUR

66°NorðurÍSLAND

Við kæró skelltum okkur til Íslands í örlítið frí þar sem ég gaf honum þyrluflug í jólagjöf og við höfum verið að plana ferðina síðan en hann elskar Ísland og ég er að falla meira og meira fyrir þessu stórkostlega landi okkar. Djöfull er það fallegt.

Ferðin var ótrúlega skrautleg og troðfull af ævintýrum, góðum og ekki svo góðum. En þyrlufluginu okkar var tildæmis aflýst og tveimur öðrum túrum vegna veðurs. Það voru þó alveg stútfullt af fallegum stundum líka.

Ég verð að segja að Rauðhólar – heitir það ekki annars pottþétt það? Það þykir mér örugglega fallegasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu, og aðeins þremur mínútum frá Reykjavík. Ég væri til í að bara fara þangað og gera ekki neitt, njóta, labba, þið vitið. Ég elska þennan stað.

Við smelltum örfáum myndum frá seinni heimsókninni á Rauðhólum, í geggjuðu verði, og í splúnkunýjum hettupeysum frá 66°Norður sem komu í búðir þennan sama dag, og við vorum svo heppnir að fá að gjöf í sitthvorum litnum.

is01 is02 is03 is04 is05 is06

is07

Þetta var geggjaður dagur – en síðasti dagurinn var svo einum of fallegur. Ég hef verið að berjast við hellings heimþrá, og svo Ísland sendi mig aftur til Kaupmannahafnar og skartaði sínu allra fallegasta. Fannst það mjög næs.

Ég – elska – Ísland