fbpx

FLOTTUSTU MERKIN Á ÚTSÖLU Í GK REYKJAVIK –

ÍSLANDMEN'S STYLEOUTFITSAMSTARFSTYLE
Samstarf

Útsölur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Unaður en einnig stórhætturlegt. Útsölur í GK Reykjavík, ennþá hættulegra! Ég er pínu “fokkit” týpan, örlítið minna eftir að ég varð einhleypur og þarf að borga hvern einasta reikning og allt þetta fullorðnis mambo jambo (don’t get me started) – tvær innkomur voru svo sannarlega sveigjanlegri en ein. Ég fór niðrí GK, var eiginlega búinn að vera vandræðalega spenntur fyrir útsölunni, en ég myndaði GK um jólin og ég var með auga á svona 58 flíkum. Hvað fer á útsölu, kannski þessi jakki, oh, kannski þetta. Þið vitið – var orðinn hálf geggjaður. Þessi útsala var svo betri en ég þorði að vona.

Ég hefði geta gripið allt á slánni en ég var þarna til lokunnar, en hér má sjá guðdómlegar vörur sem eru frá 40 – 50 % afslætti.

Þetta vesti frá Acne Studios –

Þessi peysa frá Acne Studios, svo falleg

Þessi jakki frá Helmut Lang, feitt want

Bolurinn frá Filippa K og ÞESSAR BUXUR, sem ég keypti. Ég á þær í dökkbláu og trúði varla að þær voru til í minni stærð í svörtu og á 40% afslætti. Frá Acne Studios –

Skórnir eru frá Acne Studios en því miður ekki á útsölunni –

Þessi jakki frá Tiger of Sweden, sem ég mun eflaust sjá eftir að eilífu. Fáranlega fallegur – ég rúmlega kláraði janúar budgettið mitt. Skal sýna ykkur hvað ég keypti líka –

Þessi Helmut Lang langermabolur á 50% – sjúklega næs

Á svo eftir að sjá eftir þessum jakka líka – frá Filippa K

Þessi jakki frá Acne Studios –

.. oooog sold! Keypti þessa líka – frá Acne Studios

Sé reyndar fáranlega eftir þessari líka – Helmut Lang

Buxurnar – oh buxurnar

.. OOOOG sold! Er eitthvað svo spenntur að hafa keypt þessi jakkaföt. Frá Tiger of Sweden og þau voru á 40% afslætti. Er eiginlega smá svona “oh næs” að ég hafi keypt þau.

Það er enn nóg til, mæli svo innilega með að stökkva niðureftir um helgina og skoða úrvalið –

Ást og friður –

@helgiomarsson

ÞÚ GETUR UNNIÐ 100.000 Í SMÁRALIND FYRIR SPARIDRESSIÐ ÞITT -

Skrifa Innlegg