MJÚK LENDING

ÍSLANDYNDISLEGT

Ég fer í Yoga í Reykjavík hjá Evu með silkimjúku röddina sem er með Mjúk Lending á Frakkastíg.

Ég er enn að læra og er virkilega að reyna liðka mig upp þar sem ég er að æfa Crossfit sem getur gert líkamann alveg sjúklega stífann ef ég rúlla ekki og teygji vel, plús mig langar virkilega að verða betri í Yoga. Ég er alltaf að skoða vídjó og myndir og fæ pínu svona “oooone day ..”

Ég mæli hiklaust með Evu, hún er einstaklega góður kennari og að öllu leyti stórkostleg manneskja, þið fáið það beint í æð þegar þið mætið. Hvet ykkur til að prufa ..

HÉR má finna grúppuna sem þið fáið allt info .. 

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with a9 preset

Insta: @helgiomarsson
Snap: helgiomars

HEIM AÐ VINNA – HÓTEL SELFOSS

ÍSLANDWORKYNDISLEGT

Ég flaug heim að vinna fyrir Hótel Selfoss, en ný og stórglæsileg síða verður bráðum sett upp, mjög spennó!

Ég vann verkefnið með honum pabba mínum sem er einn af eigendum hótelsins, svo þið getið kallað mig Paris Hilton of Selfoss ef þið viljið ..

Þetta var allavega sturlað skemmtilegt, þetta hótel er svo mikið top næs.

Processed with VSCOcam with a8 preset Processed with VSCOcam with a8 preset

Brjálaðslega fínt útúm rúðuna á leiðinni ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

.. morgunmaturinn er brjálað gúrm ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

.. og útsýnið í stíl

Processed with VSCOcam with b5 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Á hótelinu er svo veitingarstaðurinn Riverside og hann er eiginlega alveg svona bullandi advanced, hef ekki borðað svona góðan mat lengi.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Srsly fólk ..

Processed with VSCOcam with c2 preset

.. og mynda allan daginn ..

Processed with VSCOcam with x1 preset

.. ooooog enda daginn í spainu eftir langan vinnudag, þetta var top top.

INSTAGRAM: @helgiomarsson

SJÁUMST Í FEBRÚAR!!

YNDISLEGT

.. ÞVÍ ÉG ER AÐ FARA TIL TÆLANDS Í DAG!!

Ég er sjúklega peppaður í árið, og sjúklega til í gott blogg-ár!

Ég verð á Thailandi næstu tvær vikurnar og mun eflaust vera eins og bavíani á samfélagsmiðlunum –

Getið fylgst með á:

INSTAGRAM: @helgiomarsson

OG SNAPCHAT: helgiomars

tumblr_n0okyr8XWC1r2png1o1_500

Sjáumst í febrúar aftur á Trendnetinu!

Knús og kærleikur x

EITT ÁR ..

PERSONALYNDISLEGT

Í dag er nokkuð stór dagur í mínu lífi, ef ég pæli í því, þá er þetta dagur sem ég hélt ég mundi ekki upplifa. Ég er ekki týpan sem stend við það sem ég segi, ekki misskilja mig. Ég stend við loforð við vini og allt svoleiðis, en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hef oft sagt “Ég ætla hætta borða kjöt, nammi, sykur” allt þetta rugl. Ég hef líka oft sagt “Nú hætti ég að drekka” eftir næstum því hverja einustu helgi. Það eru kannski fleiri sem kannast við það?

Málið er það kæru vinir, að í dag er ár síðan ég ákvað að hætta að drekka – og stóð við það!

Það gerðist ekkert hellað, ég gerði engin mistök eða drakk of mikið. Ég drakk bara og sama sagan endurtók sig. Ég vaknaði í mínus. Vanlíðanin var yfirþyrmandi. Ég gat alveg brosið og svoleiðis, en inní mér var allt í maski. Ég drakk aldrei sérstaklega illa, ég lenti aldrei í blackout-um eða drakk of mikið (jú ókei það hefur gerst en þið vitið). Ég hafði alltaf vit fyrir því að fá mér vatnsglas ef ég drakk of mikið. Allt var þannig séð í góðu varðandi áfengið, gat alveg hegðað mér eins og vittleysingur eins og hver annar, en það var aldrei neitt kreisí.

Afhverju hætti ég að drekka? Ég vissi að ég gæti ekki orðið hamingjusamur svona. Þennan dag ákvað ég einfaldlega að bera nógu mikla virðingu fyrir tilfinningum mínum til að segja skilið við sopann. Það fyndna við þetta allt saman er að þetta hefur ekki verið nein kvöð, það var svolítið eins og heilinn minn og líkaminn hittust og ákváðu að standa saman. Mér finnst algjör snilld að vera laus við þetta úr lífinu mínu. Lífið var eitthvað miklu hreinna og betra eftir að ég hætti. Það að hætta drekka lagaði þó engin vandamál, en það hjálpaði mér að takast á við vandamálin á miklu skýrari og fallegri máta.

Ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir akkúrat ári síðan.

Kæru vinir, edrúlífið er án djóks snilld, og djammið er bara skemmtilegra ef eitthvað er. Ef þið eigið vandamál með áfengi eða eruð komin með alveg nóg af drykkjunni mæli ég eindregið með þessum lífstíl. Við eigum ekki að þurfa vímuefni til að leyfa okkur að dansa og hafa gaman, það á að koma náttúrulega til okkar sem manneskjur.

Ég ætla án djóks að fagna deginum í dag, ég er sjálfur himinlifandi með þetta og hlakka til halda áfram með litríkalífið án áfengis!

Ást og kærleikur

3júníSMALL

JÓLIN ÚR SÍMANUM

ÍSLANDPERSONALYNDISLEGT

Ég veit ekki með ykkur, en jólin mín hafa verið svona yfirþyrmandi næs að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við sjálfan mig.

Það er svo magnað að það sé kominn nýr meðlimur í fjölskylduna sem er bara besta og fallegasta litla stelpa í heiminum.

Þetta eru fyrstu jólin þar sem ég dett ekki flatur í einhverja sukk rútínu. Ég hef hingað til að halda ásættanlegri matarneyslu, nokkuð góðri svefnrútinu og búinn að vera lítið liggjandi á daginn. Ég er reyndar með gúmmisnuddu uppí trantinum á mér núna, hey .. svon’eru jólin.

 

sey1

 

sey7

Ég er dauðhræddur um að hún sé farin að fá alveg ógeð á mér. Ég þurfti meira segja að taka hana með mér í ræktina.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Jólaklippingin á eldhúsgólfi Palla, besta vinar míns, og spegillinn bakarofn. Elsk’etta!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Aðfangadagsrölt með hundana og útsýnið gjörsamlega magnað. Aðfangadagurinn var frekar magnaður, 100% jólasnjór og svo stjörnubjart og norðurljós um kvöldið, ó Ísland.

Processed with VSCOcam with x1 preset

iiiiiiimmmitt, júúú .. jú. En sjáiði hvað gymmið er krúttlegt! Eldgamall kjallari ..

Processed with VSCOcam with t1 preset

Þetta hús á systir mín, ég er grænn af öfund, eldgamalt, ótrúlega vel með farið og að öllu leyti fáranlega fallegt.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Röltin um göturnar hafa verið ófáar, enda geggjað að labba um hérna.


Processed with VSCOcam with f2 preset

ó ég er svo sniðugur, hjálpi mér.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Ég var alveg bilaðslega seinn á’ðí á aðfangadagskvöldið, þarna átti ég eftir að fara í jólabaðið og allskonar vesen.

Processed with VSCOcam with m3 preset

Ef þið horfið varlega, þá sjáiði smá norðurljós bakvið fjallið þarna.

Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Margrét Móeiður og besti vinur hennar, hann afi.

Þetta er svo næs, þetta er svo NÆÆÆÆÆÆÆS!!

Ég er búinn að fá þrjú skilaboð, tvö á helgi@trendnet.is mailinn og eitt á facebook um að gera bloggpóst um gjafirnar sem ég fékk – það hitti greinilega í mark í fyrra. Ég fer í málið x

STOLT ÍSLENDINGA – GAY PRIDE

GLEÐIYNDISLEGT

1939453_10152638860289700_7348307981390587313_nMynd eftir Öldu Lilju

Ég er loksins búinn að geta verið í tölvunni og skoða og lesa um hvað er að gerast á Íslandi, en tískuvikan hér í Kaupmannahöfn er búin að taka úr mér allan minn tíma og alla mína orku.

Ég fattaði bara um daginn að GayPride var gengið í garð á Íslandi og ég fann fyrir alveg einstaklega miklum söknuði í garð hátíðarinnar heima á Íslandi. Ég get ekki einu sinni útskýrt nógu vel hvað við Íslendingar megum vera stolt af þessari hátíð.

Lífið í Danmörku er aðeins öðruvísi, Danir eru alls ekki eins opnir og Íslendingar. Þeir eru langt afturúr þegar kemur að allskonar réttindarbaráttum, réttindarbaráttu samkynhneigðra, kvenna og lítið sem engin athygli eða umtal varðandi sexisma. Hlutirnir hér eru mikið settir í kassa og stimplaðir. Í Kaupmannahöfn eru aðrir trúarflokkar sem eru strangtrúaðir og hefur það því miður skeð alltof oft að tveir menn, hönd í hönd hafa verið hrækt á, öskrað á eftir, og meira segja lamdir. Ég hef átómatískt fundið því að ég held aftur að mér til að stundum passa inní hópinn, og brýtur sú tilhugsun svolítið á mér hjartað. Íslendingar eru komnir ótrúlega langt í þessum málum og er það einstaklega mikið til fyrirmyndar. Ég allavega gæti sprungið úr stolti, og þrái stundum fátt annað en að fá að þrífast í opnum hugum Íslendinga. Ég er, og sérstaklega í dag, þakklátur fyrir að vera frá Íslandi og fá að horfa á öll myndböndin, fréttirnar, snapchöttin, instagrömmin, frá GayPride hátíðinni í dag. Ég mun nýta daginn til að vera eins stoltur hommi og ég get mögulega verið, og á næsta ári mæti ég með regnboga-krans og öllu tilheyrandi, og ég hlakkar strax til.  ATH – Ég er ekki að alhæfa að allir Danir séu svona og allir Íslendingar hinseginn, þetta er áberandi og ríkjandi sem ég er að ræða.

Mér þykir mjög leitt að ég þurfi að missa af hátíðinni í ár. Ég vildi óska þess að ég væri á staðnum og að springa úr stolti og óska ykkur öllum sem mætið á svæðið mikillar skemmtunar og gleði.

Í dag er okkar dagur, okkur sem höfum kannski þurft að mæta fordómum eða hatri, okkur sem styðjum réttlæti og jafnrétti, okkur sem fögnum fjölbreytni og okkur sem styðjum ást í öllum myndum, stærðum og gerðum.

Fjandinn hafi það ég verð pínu ímósjonal að skrifa allt þetta. En jæja, ást og kærleikur til allra x

tumblr_m0bk4jmvss1qzx74yo1_500 tumblr_n9m42zQ4cM1smw1qbo1_500 tumblr_n9qhyqVsge1tcnhoko1_1280 tumblr_n9sxfnZSU21tvd7dvo1_500 tumblr_n9x50hMMEO1tvnu9ko1_500 tumblr_n23by2iPJu1skscblo1_500 tumblr_na0qr7oTYh1trc4owo1_500hkblackandwhiteSMALL

SUMARFRÍIÐ – VIA IPHONE

HOMEÍSLANDPERSONALSTYLEYNDISLEGT

Lífið á Seyðisfirði heldur áfram að vera yndislegt.

Leyfum myndum að tala, og ég að skrifa undir þær þið vitið.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Bláa Lóns fegurðin.

sey102

Vildi svo skemmtilega til að stór, loðinn, grimmur og jú algjörlega berrassaður labbaði framhjá okkur bókstaflega þremur sekúndum eftir að ég klikkaði á takkann. Dúllan hann.

sey103

Prófaði þessa vinsældarsprengju – ég skil vinsældina. Þetta var ekkert smá gott! Fékk mér Turkis pepper – mæli með’onum!

sey104

Fyrsta nóttin okkar á Seyðisfirði – hversu fallegt útsýni? Húsið hjá mömmu og pabba var fullt, svo við fengum hjólhýsi. Það var fáranlega næs.

sey3

Ég og Margrét Móeiður vorum eiginlega bara svona þegar við vorum að horfa á HM – þarna loka leikinn.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Ef ég hefði verið kvennmaður á þessari stundu hefðu eggjastokkarnir mínir þarna sprungið og fengið egglos og eflaust fengið lítra af mjólk í brjóstin mín. Nei ég veit það ekki, ég var allavega næstum því farinn að hringja í næstu ættleiðingarskrifstofu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ízlenska vatnið, ég er orðinn vatnaður og feitur og þrútinn eftir allt vatnið sem ég hef verið að inntaka.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Nike Roshe Run

SEYÐISFJÖRÐUR – DAGUR Í PARADÍS

HOMEÍSLANDOUTFITYNDISLEGT

Hvað get ég sagt, lífið er dásamlegt.

LungA er í gangi, ég er á Seyðisfirði, ég er í kringum allt besta fólkið mitt og með kæróinn með mér. Ég borða pipargrillsósu með skeið, óhóflegt magn af nóa síríus súkkulaðipoppi, osta í tugatali, hangikjöt, soðið brauð og er meira og minna með andlitið uppí loftið og trantinn upp við vaskinn og njóta íslenska vatnsins.

Æ í alvöru samt, þetta er dásamlegt.

1 2 3 4 5SMALL 6 7SMALL 9SMALL

OUTFIT:
PEYSA: H&M
HLÝRABOLUR: INKLAW CLOTHING
STUTTBUXUR: NIKE
SKÓR: NIKE

10

Random mynd af svona eggjum? Jú, það er bara afþví þau voru ógeðslega góð – ég er ógeðslega góður í að gera egg.

ROADTRIP/JYLLANDS TÚR

DANMÖRKNIKEPERSONALYNDISLEGT

Ég gerðist svo djarfur og bókaði eitt stykki lestarmiða til að geta eitt einum degi með kæróinum í Jylland í Danmörku. Þetta var lygilega næs, ég get svosem lítið verið að kvarta, ég elska langar lestarferðir. Þessi sem ég fór í tók góða þrjá tíma, en erum við eitthvað að grínast ég elska lestir? Ég finn alveg þvílíka ró og ég gæti verið í lest í heilan dag og ég mundi ekki kvarta.

Ég get ekki verið í flugvél í meira en þrjá tíma og þá er ég kominn með nóg, þá er ég farinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti reyna að brjóta upp plastrúðuna og fleygja mér út og svífa niður til jarðar.

Processed with VSCOcam with p5 preset

Hvað er roadtrip án bílaselfie? Ég spyr ..

Processed with VSCOcam with x1 preset

Kæróinn auðvitað sótdökkur eftir Möltu ferðina. It don’t matter if you’re black or white, díílelele leee le le leeeee ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Mættir á aðra strönd!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Það var ótrúlega gott að komast út fyrir Kaupmannahafnar mæranna því Danmörk er náttúruperla.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with g3 preset

Mættir í heimabæ Kasper þar sem tengdarliðið var heimsótt og skoðað allt bak og fyrir.

Processed with VSCOcam with g3 preset

Eftir að vera búinn að vera hænuskrefi frá því að taka hálsinn á mér úr lið til að reyna fá tan, þá fékk ég rautt nef.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Processed with VSCOcam with p5 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Mættir í sæta tjaldvagninn okkar, mjög sixtís og mjög skemmtilegur. Um nóttina rigndi ÞRISVAR eins og byssuskot á vagninn, vá hvað það var næs.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Þegar ég var búinn að hvetja manninn þá kom Hilma frænka og hitti mig í kaffi og einstaklega mikið af góðu spjalli, ogjú fitu og sykurlaust ískaffi, áfram hollusta!

Processed with VSCOcam with t1 preset

Kaup ferðarinnar! Yogi te alla leið, uppáhalds te-ið.

Outfit:

ÉG
Hlýrabolur: ASOS
Peysa: Nike
Stuttbuxur: Nike
Skór: Adidas

HANN
Hlýrabolur: ASOS
Bolur: H&M
Stuttbuxur: ASOS
Skór: Nike

SUMARFRÍIÐ MITT – HEIM

ÍSLANDYNDISLEGT

 

Ég mun eflaust vera hvítur allt þetta árið. Því hér í borg er mest lítið um sólríka daga. Það er oft sól, en á eftir rassgatinu á henni er dökkt þykkt þyngt ský. Þau skipti sem ég hef sest niður í garð til að fara í sólblað byrjaði að rigna eftir 12 mínútur.

Í fyrra fór ég til Egyptalands, Suður-Frakklands, Krítar og sumarið hér í Danmörku var snilld. Þessi tilbreyting er allt nema ánægjuleg.

Þetta sumarið fer ég til Seyðisfjarðar, þar sem ég ætla að fara á LungA, og fara í fjallgöngur, liggja ofan á vinum mínum, og knúsa alla fjölskylduna minnst 70 sinnum á dag. Ég hlakka mikið til og krossa svo sannarlega fingrum að veðrið verður gott!

Eru einhverjir sem ætla á LungA? SJÁUMST VIÐ Á SEYÐISFIRÐI?

sey sey2 sey3 sey4 sey5 sey6