fbpx

NOEL & KASPER

DANMÖRKNOELPERSONALYNDISLEGT

Fyrir ekki svo löngu hefði mig aldrei grunað að það væri svona geggjað að komast aftur heim til Danmerkur þar sem tveir strákar biðu mín. Ég lenti í Kaupmannahöfn þann 7 janúar þar sem Kasper og Noel tóku á móti mér og hjartað á mér án gríns pompaði niðrí maga. Mér fannst þetta svo góð tilfinning að ég á erfitt með að lýsa henni almennilega. Það er búið að vera algjör rússíbani að eignast Noel, frá því að hann kom fyrst og hvar við stöndum í dag. Ég vakna einu sinni til tvisvar á næturnar með honum til að pissa og eins og mér fannst tilhugsunin eitthvað glötuð áður fyrr þá er mér svosem slétt sama í dag. Ég hendi mér bara í Tind úlpuna sem er náttúrulega bara eins og dúnsæng og rölti niður stigan á brókinni og leyfi drengnum að pissa. Mér finnst þetta án djóks orðið skemmtilegt og gefandi og ég hlakka alltaf til að sjá hann og hitta hann í hvert skipti sem ég er á leiðinni heim. Ég hlakka til sumarsins. Ekki samt misskilja mig, þessi þriggja mánaða litli ormur er enn óþekkur og bítur og stjórnar kannski ekki alveg gleðinni ennþá, en ég finn mun á honum á hverjum degi. Fattar örlítið meira, veit aðeins meira, bítur aðeins minna, hlustar aðeins betur, skilur aðeins betur.

Ég er allavega gjörsamlega elska hann og mér finnst þetta gera eitthvað frekar fyndið og skemmtilegt fyrir sambandið mitt og Kaspers. Ég mæli hiklaust með þessu, ef einhver er í hvolpahugleiðingum. Þetta er ógeðslega erfitt, en vá hvað þetta er gaman.

Bestu strákarnir mínir –

Ég veit að manni finnst alltaf manns eigið barn fallegast, en mér finnst hann gjörsamlega fallegasti hundur í heimi.

Instagram: helgiomarsson

.. og æ já, hundurinn á líka Instagram: noelthespitz

NEW YEAR NEW SHOES

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Sif

    17. January 2019

    Jesús þessu hundur bræðir mig