NEW YEAR NEW SHOES

Ég er mjög aftur úr, en ég á alveg eftir að gera upp gamla árið hér inná og veit svosem ekki hvort ég eigi eftir að gera það. Jólahátíðarnar mínar voru yndislegar, og að komast heim til Seyðisfjarðar er bara svona algjört bliss. Það einhvernveginn óvart slökknaðist á mér, að öllu leyti nema vera með fjölskyldunni minni.

Ég er allavega kominn tilbaka og er búinn að sakna að vera hérna inná Trendnetinu.

Hlakka mikið til ársins 2019 og ég er bæði vongóður og jákvæður.

En talandi um titillinn, ég byrjaði árið með allskonar útsölu fjárfestingum eins og sjá má t.d í síðasta bloggi. En þegar ég kom tilbaka til Kaupmannahafnar fjárfesti ég í þessum einstaklega fallegu skóm frá Dior –

Nýtt ár, nýir skór. Skópörin eru reyndar orðin þrjú á þessu ári. En þetta eru nýjustu. Mjög ánægður.

ÚTSÖLU-TÚR Í SMÁRALIND -

Skrifa Innlegg