fbpx

ÚTSÖLU-TÚR Í SMÁRALIND –

Þessi færsla  er unnin í samstarfi við Smáralind
Vörur merktar * voru gjöf

Í samstarfi við Smáralind fékk ég að kíkja á útsölur sem hentaði alveg ótrúlega vel því ég elska útsölur, er í raun algjör útsöluperri. Ég semsagt tók yfir Instagrammi Smáralindar og sýndi þar allskonar. Þið getið fundið allan daginn í Highlights á Instagramminu þeirra, ásamt Elísubetar okkar og Soffíu hjá Skreytum Hús líka. Ég ákvað að fara með þeim huga að ég mundi skoða og finna eitthvað sem ég innilega fannst fallegt og geggjað og það sem ég gæti hugsað mér að kaupa á þessum útsölum. Ég var að sjoppa nýja fartölvu svo ég var ekki alveg í stöðu til þess, nema jú ég keypti mér jakka. Þetta heitir ekki útsala nema ég bæti við mig jakka. En þetta var ógeðslega gaman og búðirnar í Smáralind bjóða margar uppá alveg ógeðslega góða afslætti. Hér eru jú bara einlæg meðmæli en ég sýndi ekkert ég hefði sjálfur ekki viljað keypt mér –

Þetta byrjaði allt saman á Te & Kaffi og beyglugleðinni þar & shoutout á afgreiðslustelpuna sem var þar. Hún var yndisleg.

.. ooog uppáhalds, dirty chai latte!

Ef við byrjun í Levi’s þá er þetta það fyrsta sem ég sá og þetta var á 30% afslætti. Ég endaði með að kaupa mér hann og er alveg ógeðslega ánægður með hann.

Æðisleg dúnúlpa á útsölunni líka –

Æ Brokeback Mountain remake, nenniði að ráða mig?

Þessar buxur voru eiginlega geggjaðar og sé smá eftir þeim – en þær og bolurinn voru og ERU á útsölu –

Er ég að ýta bossakinninni út til að rassinn á mér sé extra hringlaga og fínn? Já.

The Body Shop líka með alveg mjög góða afslætti. Það er nokkuð gott hakk að það eru fullt af gjafaöskjum með vörum í sem eru ekki á afslætti. Það er líka minimum 40% afsláttur svo þetta var allt mjög grand hjá þeim.

Ég elska Le Creuset og í Líf&List voru slíkar vörur allar á 50% afslætti –

Gjöf en ekki gjald fyrir svona fallega könnu fyrir brunchinn –

Bilaðslega fallegt frá Georg Jensen á 50%!!

Jólaskraut á djók verði. Versla fyrir næsta ár? WHYYYY NOT

Næst er það Selected og þar var aaaalgjörlega almennileg útsala. Ég sé eiginlega sé geðveikt eftir að hafa ekki bara gripið þennan jakka með mér. Fáranlega fallegur rússkins jakki á 40% afslætti. Ég er líka í mjööög næs ullarrúllukragapeysu sem var á 60% –

Alveg max fallegur –

Þessir langermabolir á útsölu líka –

Ég á tvenn jakkaföt frá Selected og er alveg ógeðslega ánægður með þau. Þá sá ég þessi rauðu og fannst þau eitthvað geggjuð.

En það voru bæði jakkaföt á 40 & 60% afslætti og þau eru fyrir á trufluðu verði.

Mjög almennilegir afslættir þarna

Þennan leddara fann ég á 60% afslætti, helloo

Allar útsöluvörur í AIR á 30% afslætti og þar er helling fallegt að finna!

*** Hinn fullkomni æfingarbolur ..

*** Þessar stuttbuxur, hef aldrei séð þennan lit áður og á þessar sjálfur í svörtu. Ógeðslega flottur liturinn –

**** Ég er ekki enn að fatta að þessir voru á afslætti, alveg max of flottir ..

**Geggjaðar buxur frá Air Smáralind –

Möst fyrir mig og hárið mitt á æfingum –

**Ég fékk svo dásamlegt tækifæri frá Skechers á Íslandi að kaupa blikkskó handa systurdætur mínum en ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt þær tala um svoleiðis. Þær verða svooo glaðar, ég trúi því varla. Þeir voru á bæði geðveikt góðu verði og góðum afslætti.

*Svona blikk líka!

Ýmislegt á afsláttarborðinu hjá Dúka –

Penninn fannst mér eiginlega hitta svolítið í mark. Mjöööööög mikið af geggjuðum bókum á góðum afsláttum!

Og svo glæný bók meira segja á tilboðsverði! Ég keypti þessa, reyndar beint af Sölva en er mjööööög spenntur að lesa!!

Margt fallegt að finna í Gallerí17 líka –

Þar var allt á 40% afslætti, eins og þessi Calvin Klein Jeans peysa og buxurnar fyrir ofan.

Á neðri hæð Smáralindar er demantur að finna. En tvær riiisa stórar Zöru búðir bara með afsláttarvörum og útsöluvörum. Bókstaflega allt hægt að finna þarna á geggjuðu verði. Rakst meðal annars á þennan Sherling jakka –

Hann kostaði tæpar 8.000 kr –

Léttur og fallegur sumarjakki –

Takk fyrir mig Smáralind!! x

Instagram: helgiomarsson

AÐ EIGA HVOLP ..

Skrifa Innlegg