SHOWROOM HJÁ 66°NORTH Í CPH

66°NorðurDANMÖRKI LIKEI WANT

Eins og þið vonandi sáuð í fyrri færslu, þá vorum við Elísabet Gunnars okkar ástkæra saman í höfn kaupmanna þar sem við heimsóttum showroom, drukkum kaffi, hlógum helling, drukkum smoothie-a og svo heimsóttum við pressudag 66°Norður, en þar voru þau með showroom í heimskulega fallegu rými. Þar voru hinir ýmsu þekktu ritstjórar, bloggarar, stílistar og tízkumúngúlar sem staðsettir eru hér í Kaupmannahöfn að gramsa og skoða flíkurnar sem von er á í vetur. Ég er alltaf mjöög spenntur að sjá nýju flíkurnar þeirra, en það kemur alltaf einhverjar flík sem mig langar helst að sleikja.

Í þetta skipti var engin undantekning, en direct messages á Instagram og snappið mitt hefur aldrei sprungið eins áður. Á meðan ein flíkin boomerang-aði þessa 24 tíma á báðum miðlum var ég meira og minna að svara hvenær hún kæmi, hvaða stærð ég er í, og ÓMÆGAD GEÐVEIK. En kattarslagurinn er formlega hafinn, því ég mun vera sá fyrsti til að versla þessa úlpu, vitið bara til. Ég fæ alveg kitl í líkamann við tilhugsunina.

Þetta er umrædda úlpan;

Tindar úlpan í hvítu. Voila!

Þessi er einnig glæný og kemur í lok sumars, rugl flott!

 

Hvít Jökla!

Svört Tindar, sem kemur aftur, en er þó stútuppseld.

og er Unisex, mmmhm

Týr peysan kemur einnig í steingráu, sold. Og brúnu líka, aðeins neðar ..

Ekkert lítið flott rými –

ooog Týr í brúnu!

Melissa Bech ofur skotin í Hildi Yeoman kápunni –

Ofur gúrmei matur á boðstólnum

Fallegt fallegt fallegt –

Takk fyrir mig 66° you rock.

ÞESSIR FÍNU SNIÐUGU POO DROPAR

I LIKE

Já vinir, þið lásuð poo dropar. Þið áttið ykkur eflaust alveg á því hvað ég meina með poo, og já það er það sem þið haldið. Ég er að blogga um einhverju tengdu poo.

EN!! Vitiði, hún Guðný vinkona mín gaf mér þessa dropa í jólagjöf og ég er nokkuð vissum að þetta átti bara að vera grín gjöf, að vissu leyti, öllu, er ekki viss. Ég svosem hló bara og fannst þetta mjög fyndið og skemmtilegt. Pældi voða lítið í því hvort þessir dropar yrðu einhverntíman notaðir.

kukadropar

kukadropar2Sjáiði hvað þetta er nú fín flaska, fínir poo dropar.

LITTLE DID I KNOW ..

Þetta er bara MJÖÖÖÖG sniðugt, og á svo sannarlega heima á heimilum. Að mínu mati. Aesop er jú einstaklega fínt merki og boom! Örfáir dropar eftir athæfi OG BAM! Eins og ilmhús.

TALANDI UM ILMHÚS, þessir dropar voru keyptir í Madison Ilmhúsi.

Meira hafði ég ekki að segja í bili, ég er mjög ánægður með þessa færslu. Njótið vel og ég mæli eindregið með þessu!

Heyrumst!

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN .. PART 3

I LIKE

part3-1

1. Bolur frá Adidas – mjög solid –
2. Hátalari frá aMove – fæst á linan.s
3. Týr peysa frá 66°Norður –
4. Bakpoki bakpokanna frá Haglöfs – fann hann ekki á Íslandi, megið endilega láta mig vita ef hann fæst einhversstaðar – haglofs.com –
5. GoPro myndavél – fæst í Elko (á mínum óskalista)
6. PS4 – fæst í Elko (á mínum óskalista)
7. Rúllukragapeysa frá Húrra Reykjavík
8. Tindur dúnúlpa frá 66°Norður (á mínum óskalista)
9. Beoplay heyrnatól frá Ormsson
10. Hálsaskjól frá 66°Norður

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN 2016 .. PART 1

I LIKE

Ég er búinn að vera setja saman lista af ýmsum hugmyndum fyrir karlmennina í lífinu ykkar. Eða jú stelpur, þetta eru eflaust líka góðar hugmyndir fyrir stelpur þarna úti líka.

Ég ákvað að byggja þennan lista upp frá því hvað ég mundi gjarnan vilja fá í jólagjöf EÐA eitthvað sem ég á, sem ég hef verið rosalega ánægður með og nota mikið. Svo þessi listi kemur beint frá hjartanu kæru vinir .. og vona innilega að einhver þarna úti fái góða hugmynd. Responsið í fyrra var fáranlega gott, svo ég ákvað að endurtaka leikinn.

Ég tek það einnig fram að ekkert af þessum hugmyndum er spons að neinu leyti. Þykir óþolandi að þurfa alltaf að endurtaka þetta, en bara til að það sé engar vafasemdir.

part1

1. Glænýr ilmur frá Versace – Dylan Blue, er búinn að vera sniffa hann á flugvöllum síðan hann kom á markað. Mjög góð lykt, mæli hiklaust með honum. Fæst í Hagkaup. – (Á mínum óskalista)
2. Snæfell anorakkurinn frá 66°Norður. Hann er svo flottur og praktískur. – (Á mínum óskalista)
3. Nudd og dekur fyrir herrana – fann tilboð hjá Laugar Spa. Solid jólagjöf. –
4. Snilld sem aukagjöf, eða mini-gjöf til að hafa með. Þetta súkkulaði kallar hreinlega fram á stunur. Komin eru ný brögð sem væri líka hægt að smakka. – (Á mínum óskalista alltaf, hvenær sem er)
5. List. Í hinum ýmsu formum.Finnst það oft gleymast. Hafa samband við listamann og gera eitthvað persónulegt, eða bara velja úr safni. Þykir það geggjuð gjöf. Þessar myndir eru eftir Veru Hilmars t.d
6. Bollar frá Royal Copenhagen. Þeir eru bara ógeðslega næs. Ég elska mína, þeir gerir ljóta hillu súper fína. Fæst í Kúnígúnd í Kringlunni
7. Andlit Norðursins eftir Ragnar Axelsson – þetta er auðvitað bara meistaraverk. Stórkostleg bók með mögnuðum ljósmyndum, ásamt því að vera flott mubbla útaf fyrir sig. – Fæst í næstu bókabúð. – (Á mínum óskalista)
8. Vík hanskarnir frá 66°Norður. Ég ákvað að hafa þá með því ég fer ekki út á veturna án þeirra. Alltaf góð gjöf. –
9. Carhartt jakki frá Húrra Reykjavík. – (Á mínum óskalista)
10. Box frá By Lassen. Ég er búinn að vera kaupa nokkra svona box inná heimilið mitt. Þeir eru stílhreinir og fáranlega fallegir. Fást í Epal.
11. Salt líkamsskrúbb frá Laugar Spa – því ég dýrka minn, ekki flóknara en það. Fæst í næstu World Class stöð. 

Það munu koma fleiri hugmyndir næstu tvo til þrjá daga, fylgist með x

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars

WANT: SOULLAND X 66°NORTH

66°NorðurI LIKEI WANT

Ég elska jakka, ég held ég pæli í rauninni í fátt öðru en jakka þegar kemur að klæðnaði. Ef þið þekkið einhverja skósjúka, sko – sjúka -, þannig er ég með jakka.

En ég veit að það er búið að skrifa um þetta, en mér fannst vert að skrifa um þetta. Því þetta er líka sjúklega kúl. Ég elska Soulland og á fullt af flíkum frá þeim. Ég varð lúmskt starstruck þegar ég sá samstarf Soulland og 66°Norður. Ég er ekki enn búinn að fara og skoða jakkana, sem mér finnst eitthvað tilgangslaust því ég var að koma úr löngu ferðalagi og er pínu að finna fyrir því þennan mánuðinn.

En y’all, þessi jakki er geggjaður.

soulland

soulland2

soulland3

Screen Shot 2016-09-27 at 20.20.05  Screen Shot 2016-09-27 at 20.20.19

Detailarnir, bakhliðin, jakkinn in it’s galore, sturlaður.

Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.02 Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.16  Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.30

Geggjaður í þessum lit líka.

Ég er ekki viss hvort þeir séu til heima, en mér þykir það mjög líklegt!

LAUGARSPA SERUM & MASKI

ÉG MÆLI MEÐI LIKE

Ég var svo heppinn að fá að prufa LaugarSpa vörur og ég er ekki búinn að prófa það sem ég fékk nógu almennilega, ég er einn af þeim sem prufa vörurnar oftar en einu sinni til að geta sagt til um hversu næs þær eru EN! Ég er búinn að nota tvær vörur ansi mikið sem hitta í mark í mínum bókum:

 laugar1

Mud Mask Peeling maskinn er mjööög góður, það er magnað að finna húðina eftir á. Get virkilega mælt með honum .. (Kasper kærði sig ekki um að sjást á þessari mynd, ég varð að hafa hana með því ég er ógeðslega fokking sætur á henni, djek)

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a8 preset

Kæróinn minn er ekki mikill snyrtivöru maður, en honum finnst alveg mjög skemmtlegt að prófa, og þegar ég tek hann í eitthvað svona treatment þar sem hann er mesti nautnaseggur í heimi.

ALLAVEGA, serumið hitti gjörsamlega í mark hjá honum, og honum finnst hann vera extra fresh og notar þetta reglulega.

Það sem mér finnst best líka er að allar vörurnar eru laus við allt rusl og drasl eins og alkóhól, paraben-efni, litarefni og svoleiðis, og þær eru allar lífrænar.

Á eftir að prófa meir, mun keep y’all updated!

 

NEW IN: LOPAPEYSA Á ÖÐRU LEVELI – GRÍMSEY – 66°NORÐUR

66°NorðurI LIKEÍSLANDNEW INOUTFIT

Ég sá þessa fínu peysu fyrst fyrir löngu, þegar ég var á Revolver showinu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og vakti peysan áhuga minn fyrst þar. Ég var að vinna á vegum 66°Norður og þar fékk ég söguna á bakvið peysuna mér fannst mjög skemmtileg, og hef síðan þá verið extra skotinn í henni.

Hún er ekki þessi klassíska lopapeysa, hún er með víðara hálsmál og er aðeins update-aðari og meira kúl ef þið spurjið mig. Á endanum á ermunum er rautt og blátt garn en það er inspirerað af lopapeysu trommarans Of Monsters and Men þegar hann var í heimsókn hjá fyrirtækinu. Lopapeysan hans var byrjuð að rakna upp á ermunum svo amma hans bjargaði honum með einhverju garni sem hún átti og fyllti uppí með rauðu og bláu, mjög skemmtileg saga á bakvið! Ég talaði um það að mig langaði í svona peysu þegar ég sá hana og fyrir ekki svo löngu voru þau hjá 66°Norður svo einum of góð að gefa mér eina. Ég er himinn lifandi með hana, pínu advanced lopapeysa sem er algjörlega minn stíll, ég er ekki nógu hefðbundin týpa.

01

02

03  04

NEW IN: ECCO SNEAKS

I LIKENEW INSKÓR

Ég bloggaði um svo brjálaðslega fína skó frá Ecco sem ég rakst á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu sem ég slefaði örlítið yfir. Ég þá þegar ég lenti á Íslandi datt inní Smáralindina og fann þá ekki.

Seinna hafði skómarkaðsdrottningin fagra Brynja Dan samband við mig og var svo dýrleg að bjóða mér góðan (hún sagði góðan en hann var geggjaður, ef ég fæ að skjóta inní. Heppinn ég) díl á skónum ef mig langaði í þá. TURNS OUT, þeir voru til í allri sinni dýrð í Ecco búðinni í Kringlunni! Ég, eins og lítill krakki mætti sveittur í íþróttafötunum eftir spinning (sorry aftur Brynja ef þú ert að lesa) og keypti mér BÆÐI pörin, stóðst hreinlega ekki mátið.

Ég er á Seyðisfirði í snjóbyl svo ég tek almennilegri myndir við tækifæri, en hér eru þó pörin fínu:

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a8 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Ecco Intrinsic heita þessir og þeir eru þæginlegustu skór veraldar, á eftir þessum hérna fyrir neðan.

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Finnst enn svo hellað að ég eigi þá.

Þessir neðri eru enn til samkvæmt heimildum mínum, örfá pör en þau fengu mjög takmarkað magn af þeim. Ecco Kringlunni people, very good. Þeir rjúka út eins og heitar lummur

KLUKK Á MIG: EF ÉG VÆRI AÐ FERMAST MUNDI ÉG ÓSKA MÉR ..

I LIKEI WANT

Elsku besta Svana okkar er svo sniðug og hugmyndarík, hún klukkaði mig í blogginu sínu og ég tek svoleiðis fagnandi!

Þegar ég fermdist vissi ég EEEEEEEEKKERT. Ég vissi ekkert hvað væri flott, eða um hvernig herbergi áttu að vera flott eða hvaða föt væru flott og hvaða föt væru ljót. Ég flaut bara með straumnum og meira var það ekki. Í gær voru ELLEFU .. EEEEELLEFU FUDGING ÁR, síðan ég fermdist!! Mér finnst ótrúlegt að geta sagt þetta upp hátt. “Æ já fyrir ellefu árum” hættiði nú alveg.

Eina sem ég óskaði mér í fermingargjöf var tölva, sem ég fékk, og eftir það var ég meira og minna inní herbergi. En ég var alveg kreatívur ásamt því að vera fastur við msn-ið og folk.is ef ég man rétt. Ég fékk græjur, sem ég augljóslega notaði aldrei þar sem ég fékk tölvu, örlítið vanhugsað hjá henni mömmu minni sem gaf frændfólki mínu þá hugmynd. Ég man svo ekki mikið annað, fékk fullt af pening, DVD myndir sem var ennþá geggjað að fá sem gjafir ásamt sængurveri og eitthvað fleira skemmtilegt.

En EEEEF ég væri að fermast núna, hefði mér fundist geggjað að fá;

klukk2

 

1. Bylur peysa frá 66°Norður – stylish, praktísk & hlý

2. Philips 32′ sjónvarp úr Elko

3. 66° Norður húfa – Or Type X

4. Silfur Ananas frá Modern.is

5. iMac tölva frá Epli.is

6. BeoPlay A2 Hátalari – Ormsson

7. Völuspa úr Maia Laugarvegi – Lichen & Vetiver, langbesta lyktin.

 

klukk3

 

1. Teikniborð – Epli.is

2. Intrinsic skór, bestu skór fyrir fæturna –  Ecco Kringlunni

3. Finnsdottir Big Foot Lampi – Snuran.is

4. Logn peysa – 66°Norður

5. Philips Vekjaraklukka – ofursniðugt, róandi hljóð, dagsljós fyrir geðvondan fermingarkrakka á gelgjunni (ef þetta hefði verið til á mínum tíma, I’m telling you) – Heimilistæki ht.is

6. Pyropet kerti – Snuran.is

Ég yrði afar hamingjusamur ef ég fengi eitthvað svona í fermingargjöf!

RAKAKREMIÐ: BLUE LAGOON

ÉG MÆLI MEÐI LIKE

Ég fékk að prófa Bláa Lóns vörurnar sem ég svosem vissi 100% að mundi ekki bregðast mér, enda alltaf sáttur með þær vörur sem ég hef prófað í fortíðinni. Ég verð þó að segja rakakremið þeirra Rich Nourishing Cream er eiginlega að blása mig í burtu (blow me away, æ þið vitið, allavega)

Ég hef yfirleitt verið nokkuð háður rakakremum, þannig að mér finnst eins og húðin á mér sé að skrælna eftir sturtur, en þetta krem er búið að hjálpa mér að koma jafnvægi á húðina, svo ég er ekki eins háður lengur. Það er alveg frekar mikil snilld.

Mæli hiklaust með því ef einhver er í sama veseni, eða vill bara sjúklega gott stöff framan í sig.

Processed with VSCOcam with a7 preset