fbpx

SEXY JÓLAPAKKAR – LE LABO

I LIKESNYRTIVÖRUR

samstarf

Án djóks, Le Labo er óneitanlega eitt mest sexy merki sem kom á íslenskan markað á árinu. Ég hef þekkt þetta merki lengi en maður er varla maður með manni ef maður er ekki ilmandi af Santal 33 eða Noir 29 eða Bergamote 22 eða Another 13, æ þið vitið. Ég hafði enga reynslu á húðvörunum þeirra og kom svo seinna í ljós að húðlínan er frekar ný á nálinni. Ég hef verið að nota þessar vörur í nokkra mánuði og eru þær orðnar klárt uppáhalds. Le Labo eru sérfræðingar í ilm og mér persónulega finnst þetta bara  vera svo ógeðslega sexy ilmir. Vörurnar komu skemmtilega á óvart með brjálaðslega góða virkni og hefur Face Lotion-ið verið lykil leikmaður að halda skraufþurru vetrarandlitinu mínu. Það sem kom aðallega á óvart hversu ógeeeeðslega gott verð er á þessari vörulínu og þess vegna hugsaði ég, hversu pörfekt í jólapakkann. Mest sexy merki OG á góðu verði – lessgo –

Face Lotion & deodorant combo –

Deo

Þetta kombo extra fallet inná baði –

Face Cleansing olían er gjörsamlega geggjuð –

Bergamote 22 sturtusápan – ilmurinn er upplifun útaf fyrir sig

Noir 29 ilmurinn í Body Lotion-i –

Þetta er Face Lotion-ið sem ég hef verið að nota síðustu mánuði, get mælt með 150%

Sexy handaáburður –

Þessi lína er gjörsamlega á geggjuðu verði –

Þetta kombo

Þessi lína fuuullkominn fyrir hann og hán – og jú hana svosem líka! Shaving creamið ekkert eðlilega sexy –

Allar vörurnar fást í Mikado á Hverfisgötu

@helgiomarsson

SJÓÐANDI HEITT: STÁL ELDHÚS

Skrifa Innlegg