ADIDAS SUPERSTAR – SUMAR VERSÍON!!

SKÓRSTYLE

Það er ágæt hefð að kaupa sér sumarskó, það er næs, praktískt og bara skemmtilegt.

En ég féll fyrir sumar útgáfunni af Adidas superstar, og ég er mikill superstar unnandi.

adidas adidas2 adidas3

Fínir inte?? Ég er allavega sjúklega ánægður með þá. Ég elska þessa knit tækni á skóm, very good!

Ég er búinn að gera smá research og lítur allt út fyrir að þeir séu ekki til á Íslandi.

NEW IN: REEBOK

SKÓRSPORT

Reebok.dk bara ALLTÍEINU setti allar vörur á 25% afslátt. Hvað gera menn þá? Demba sér í feitan mínus og splæsir í tvö skópör!

Ég fór reyndar ekki í mínus, en sparnaðarreikningurinn fór í smá fokk, ég er að fara helling til útlanda á þessu ári svo já, mátti ekkert við því.

EN .. mikið er ég ánægður með þessi kaup, shet.

reebok1

Póstmaðurinn byrjaði á að færa mér svona fallegan pakka ..

reebok2

Svooo þessi pakki, svo extra flottur eitthvað ..

reebok03

Crossfit Nano skórnir, sem eru búnir að vera á óskalistanum AAAALLTOF lengi ..

reebok4

oooog þessir, Lifter. Ég elska þessa skó. Ég er búinn að snatcha úr mér vitið í þessum babies.

NEW IN: ECCO SNEAKS

I LIKENEW INSKÓR

Ég bloggaði um svo brjálaðslega fína skó frá Ecco sem ég rakst á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu sem ég slefaði örlítið yfir. Ég þá þegar ég lenti á Íslandi datt inní Smáralindina og fann þá ekki.

Seinna hafði skómarkaðsdrottningin fagra Brynja Dan samband við mig og var svo dýrleg að bjóða mér góðan (hún sagði góðan en hann var geggjaður, ef ég fæ að skjóta inní. Heppinn ég) díl á skónum ef mig langaði í þá. TURNS OUT, þeir voru til í allri sinni dýrð í Ecco búðinni í Kringlunni! Ég, eins og lítill krakki mætti sveittur í íþróttafötunum eftir spinning (sorry aftur Brynja ef þú ert að lesa) og keypti mér BÆÐI pörin, stóðst hreinlega ekki mátið.

Ég er á Seyðisfirði í snjóbyl svo ég tek almennilegri myndir við tækifæri, en hér eru þó pörin fínu:

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a8 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Ecco Intrinsic heita þessir og þeir eru þæginlegustu skór veraldar, á eftir þessum hérna fyrir neðan.

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Finnst enn svo hellað að ég eigi þá.

Þessir neðri eru enn til samkvæmt heimildum mínum, örfá pör en þau fengu mjög takmarkað magn af þeim. Ecco Kringlunni people, very good. Þeir rjúka út eins og heitar lummur

NÝI STÍLL ECCO –

I LIKEI WANTSKÓRSTYLE

Ég var á Kastrup flugvellinum og rakst á þessa:

Processed with VSCOcam with a8 preset

.. og ég hugsaði með mér, damn!

Ecco er greinilega að taka nýja og meira kúl stefnu, en þeir hafa meira minna verið að selja klassíka og praktíska hönnun, sem þeir halda eflaust áfram með, nema með smá meira kúli blandað við.

Ég kíkti uppá gamnið í Ecco búðina í Smáralind og sá að þeir voru ekki komnir þangað, en þið getið fylgst með, þau hljóta að fá þá bráðum.

En hér eru þeir á síðunni:

Screenshot 2016-03-10 16.04.10 Screenshot 2016-03-10 21.52.18

og þessir nokkuð nice líka!

Seriously, prrretttttí nice.

INSTAGRAM: @helgiomarsson

VETRARGÍRINN MINN 2015?

66°NorðurMEN'S STYLESKÓRSTYLE

Ég er búinn að vera mikill sumar-Scrooge eða sumar-Grinch, þið ráðið. Þegar maður vinnur á skrifstofu allan daginn alla daga á meðan sólin skín og fólk er að gera sumar-eitthvað, þá er smá möguleiki að maður verði smá bitur. Það gerðist smá fyrir mig. Ég er allavega feginn að haustið sé að koma og veðrið er að kólna, plús að ég er vonandi að koma til Íslands allavega þrisvar á næstu 4 mánuðum .. SVO! Ég er að pæla hvað ég á að versla mér fyrir veturinn, ég er ekki kominn langt eeeeen:

vetur

Dr.Martens vetrarskór?

vetur2

Eða svarta Timberland?

ooooog ..

vetur3
31

Þessi jakki er nýji vetrarjakkinn minn! Glænýr frá 66°Norður sem heitir Hofsjökull PrimaDown jakkinn, ég er að bíða og bíða eftir því að hann komi í búðina, en ég myndaði event fyrir 66° og vann mér hann inn, einum of góð vinna. Þetta er passlegur jakki fyrir danskt haust og vetur. Ég er brjáálaðslega spenntur ..

En ég ætla í vetrarskómission næstu helgi, Dr. Martens eða Timberland?

HÚRRA REYKJAVÍK

HOMEÍSLANDNIKESKÓRSTYLE

LOKSINS! Loksins fór ég í Húrra Reykjavík – sem er að öllu leyti lang flottasta búð fyrir karlmennina í Íslandi. Merki eins og Han Kjøbenhavn, Libertine Libertine, Norse Project svo eitthvað sem nefnt.

Í búðinni er líka gínormus sneaker úrval. Sneakers sem ég hef ekki einu sinni séð og sneakers sem ég hef verið að leita af. Name it.

Ég var mjög impressed.

Annars fór ég sérstaklega til að kaupa Bob bol – meeeega sáttur.

Processed with VSCOcam with p5 preset

 

SOOOOOORRRRY með sólgleraugun! In my defense þá setti ég þau bara þessar 30 sekúndur sem Elísabet var að taka myndina. Ég var að eiga skelfilegan dag hvað varðar útlit, þið afsakið. Ég geng ekki inní húsum með sólgleraugu.

Yfir í annað, þarna er meistari Sindri og bolurinn minn.

Processed with VSCOcam with g3 preset

 

Ég var nokkuð vissum að brosandi myndin yrði nógu slæm til að loka mig bakvið rimla, svo ein alvarleg líka, bamsa!

Processed with VSCOcam with t1 preset

Hversu .. FÍNIR??!!

Processed with VSCOcam with p5 preset

Ef ykkur vantar skó fariði í Húrra ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Sólgleraugun frá Han Kjøbenhavn eru svo brjálaðslega næs.

Húrra fyrir Húrra Reykjavík!

Ekkert spons hér kæru vinir

PANTAÐIR! NIKE SOCFLY

NIKESKÓR

Ég ætla að vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér, og vona að þið fyrirgefið mér þetta ömurlega bloggleysi!

Þegar maður er að æfa, vinna, elda, og sinna vinum og verkefnum endalaust, þá gleymir maður stundum að blogga, jújú.

Allavega! Ég datt á ASOS þegar ég átti að vera vinna, augljóslega, auðvitað, immitt. Og rakst á þessa fínu skó!

socfly1 socfly2

socfly3

Í fyrstu var ég örlítið óviss, svo ég kannaði snapchattið og sumir sögðu nei, aðrir sögðu oj nei, sumir spurði hvort ég væri að fara vinna í sundlaug .. AÐRIR sögðu já! Og ójá! Og uuuuu já .. og ég sagði líka já, og BAM! I buy

Þessir fínir skór eru á leiðinni til London til mín, ví!

NEW IN: NIKE PEGASUS & FLYKNIT

ÍSLANDNEW INNIKESKÓRSPORT

 

Nike hefur verið fyrir valinu uppá síðkastið. Förum aðeins yfir þetta.

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég átti gamla ljósbláa Adidas ræktarskó, þeir voru orðnir lúmskt slitnir og 5 ára gamlir. Svo það var tími til að update-a þá aðeins. Ég tala nú ekki um þegar Sportsmaster er með 25% af öllu. Þá get ég varla ekki farið þangað og þrykkt í smá kaup, er það nokkuð?

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. já og þessir! Þessa keypti ég reyndar ekki á afslætti, ég keypti þessa á laugardegi og svo á sunnudeginum tilkynnti Sportsmaster að það var 25% af öllu. Svo ég fór með þessa, og bara claimaði 25% afslátt sem virkaði! Kæró gerði það samt, en hey, 25% afslátturinn var minn. Ég VARÐ að kaupa mér hlaupaskó, því að hlaupa í Nike Free er bara rugl. Nú er að hlýna og BAM! Ég ætla finna hlaupagarpinn í mér í sumar. Ætla ætla ..

nikeverslun2

Þennan bol keypti ég síðast þegar ég var á Íslandi. Bilaðslega næs.

nikeverslun1

Þessi jakki var næs – en bolur og ný ræktarföt voru í forgang!

Við elskum’etta Nike.

 

 

NEW IN: NIKE ROSHE RUN

NEW INNIKESKÓR

Mikið sem ég er ánægður með þessa nýju sneaks. Hinir fullkomnu sumarskór.

Ég leyfi mér að segja þetta eru einir þæginlegustu af þeim Nike skóm sem ég á, anda vel og botninn á þeim eru heavy nice.

Fást HÉR

roshe1 roshe2