fbpx

BEIGE, LÍFIÐ & OUTFIT

ACNE STUDIOSOUTFITSKÓRSTYLE

Ég sit hér með hor í nefinu, undir áhrifum Panodil Zapp og með hellað smyrsl undir nefinu eftir að hafa snýtt mér átján hundruð þúsund sinnum síðustu 24 tímana. Ekki misskilja mig, er ekki að væla, ekkert þannig. Ég fagna þessari inflúensu, því betra núna en þegar ég er tildæmis kominn til Tælands, en ferðin er eftir tvær vikur sléttar.

Ég semsagt missti af Fashion Week þetta skipti og var í vinnuferð í Reykjavík sem var að sjálfssögðu unaður og mikil keyrsla. Líkaminn hefur refsað mér fyrir að drekka aðeins Nocco milli funda og gleyma að borða eftir podcast upptökur, algjörlega fair.  Ég er svo ótrúlega ánægður að fá að geta komið heim og unnið, það er algjör dásemd.

Svo ég er kominn aftur, tilbúinn í þennan febrúar mánuð og enda hann svo á eyjunni minni yndislegu sem við Kasper erum að fara á í ÞRIÐJA skiptið. Svo yndisleg er hún.

Outfit:
Jakki yfir: Uniqlo
Jakki undir: H&M Studio (2014 eða eitthvað)
Buxur: Acne Studios
Skór: Dr. Martens Japan Only edition

Instagram: @helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast & Spotify

FÖSTUDAGSLISTINN -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    5. February 2020

    Lang flottastur! x