SIGURVEGARAR FUDGE URBAN LEIKNUM

HAIR

HÉR ERU SIGURVEGARARNIR Í FUDGE URBAN LEIKNUM!

Þetta var allt fair og kassi (square, get it) því ég gerði þetta allt í story á Snapchat (addið núna merci, helgiomars)

Það sem þið þurfið að gera er að koma við í Artica uppí Kópavogi, Hlíðarsmára 9 til að vera nákvæmur og þar bíður ykkur pokinn á ykkar nafni!

Peace

instagram: helgiomarsson
snap: helgiomars

GJAFALEIKUR: STÚTFULLIR POKAR AF FUDGE URBAN VÖRUM

HAIR

Ég ætlaði að gefa fullt af vörum frá Fudge Urban, eins og ég sagði frá um daginn, og ég ELSKA að gefa. Allir sem þekkja mig vita það, ég ætti kannski að gera það meira hér á blogginu. Kem mér vonandi í þann gír á næstunni!

f02

En mig langar að gefa TVOOOO gjafapoka! 

Einn höfðar örlítið meira til kvenna, og hinn til stráka, EN .. þið þekkið mig, mér þykir flest voða kynlaust.

Einn er pakkfullur af hinum ýmsu spreyjum, volume, salt, hita, hárspreyjum og sjampóum og næringum fyrir hárin ykkar.

Hinn er smekkfullur af öllum vöxunum sem línan geymir, gelum, hárpúðri, spreyi og allskonar falleg.
Það sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

Smella like-á þetta;

Fudge Urban á Íslandi á Facebook

&
Helgi Ómars Blog á Facebook –

Látið vita í kommentum þegar þið eruð búin og hvaða poka þið viljið og ég dreg út á næstu dögum!

Peace

x

f07

 

FUDGE URBAN HÁRVÖRURNAR

HAIR

Ég var að mynda uppí MOOD fyrir hreint ekki svo löngu og ég mætti fyrsta daginn með rakt og tuskulegt eftir sturtu og ætlaði bara að fá að stela einhverjum hárvörum af förðunarfræðingunum sem þar voru að verki. NEEEMA hvað, að þegar ég kom var borðið þar sem geymdar eru ýmsar vörur fyrir nemendurna, pakkfullt með vörum frá Fudge Urban, svo ég greip það og ég stælaði hárið mitt svo GEÐVEIKT FLOTT og fékk bara svona .. “damn” svo ég spurðist um hvaðan þessar vörur voru. Ég kannaði málið og vitið vinir, ég fékk fullt af vörum til að prufa.

Ég ákvað þó að nota þær í smá tíma áður að ég mundi skrifa almennilega um þær, og get ég nú formlega og hreinskilnislega sagt hvað ég er fáranlega ánægður með þær. Ég hef yfirleitt verið nokkuð einfaldur þegar kemur að hárvörum, og nota yfirleitt bara það sem færst niðrí Nettó hjá mér, og oft fel brúskinn bara undir derhúfu. Það er fáranlega gaman að eiga næs hárvörur og nota þær og vera fokking kjút.

Hér er smá af góssinu sem ég fékk að prufa;

f01

Sjávarsalt spreyið hef ég nánast notað daglega, og finnst það fáranlega gott. Hef bæði bara skellt því í hárið og líka notað það sem beis fyrir vax og hársprey, gerir geðveikan fítus þannig.

f02

Hárspreyin klikka akke neitt. Lykta stórkostlega, Coconut er að eins meira notað.

f03

Hef ekki enn prófað þetta! Er þó mjög spenntur fyrir því, mig vantar eitthvað tilefni til að vera flippaður með power hóld gel!

f05

Þetta eru semsagt bullandi sigurvegararnir mínir, hef bæði verið að worka dú með púðrinu og svo seasalt.

f06

Þetta eru semsagt vöxin tvö, til vinstri er semsagt Rocker Wax og er svona allsherjar vax með góðu haldi og svo er hitt svona meira edgý bókstaflegur vax fýlingur sem ég fýla sjálfur. Reyndar er Texture Junk fullkomnleg lýsing, en vaxið heitir það líka!

f07

 Og þetta tvennt kom sérlega á óvart og eru í aðal uppáhaldi.

Stælum brúskinn:

f08

Þetta er raunverulegt ástand þegar ekkert í hárinu, eins og sneiðar af hangandi skinku, og lít í rauninni alltaf frekar heimskulega út að mínu mati, haha.

f09

Salt spreyið –

f10

Rocker Wax og Vanilu hárspreyið ..

f11

og BOOM! Haggast varla, sem hentar mér einstaklega vel.

Fylgist með blogginu, því ég ætla í samvinnu við Fudge Urban að gefa brjálaðslega veglega gjafapakka frá þessu merki, en meira um það eftir helgi! Ég ætla heim til Íslands í smá frí með kæró fyrst.

Peace og kærleikur

HÁRIÐ ER GONE

HAIRPERSONAL

Þið sem hafið skoðað þetta blogg vitið ótrúlega vel að ég er mikið með derhúfu. Er hárið mitt að þynnast? Er ég að verða sköllóttur? Er ég með flösu? Veita derhúfur mér einhversskonar ánægju? Finnst mér hárliturinn minn vera rosalega ljótur? Er ég að fela eitthvað?

Svarið er nei, allt að ofanverðu. Ég hef samt fengið flösu, en það var alveg mörgum árum síðan. Frekar traumatík reynsla, gleymi henni seint.

Sannleikurinn er mjög einfaldur, ég er of latur til að nenna gera eitthvað við hárið á mér. Hárið mitt segir algjörlega til um það hvort það ætli að vera ótrúlega fínt og peint þegar ég fer að mjaka allskonar eiturefnum í það eða hvort það hreinlega henti ekki og ég enda með píkuskiptingu og hárklumpa sem standa uppí loftið.

Þá er derhúfa svarið!

Ég ákvað að flýja vandamál mitt eins og ég á til með að gera .. og raka af mér hárið.

mai1 maí2 mai4

Korter í duckface á þessari mynd, sorrí með mig. Stundum ræð ég ekki við vöðva andlitsins og þeir bara ganga hílt amokk.

HÁR GONE

En já, fokkken næææææssss! Ég hef eytt vandræðalega miklum tíma að strjúka á mér hausinn og fá hroll niður hrygginn. Voða gott.

KLIPPING.

DANMÖRKHAIRPERSONALTHOUGHTS

LOKSINS! Fyndið að ég sé að skella tveimur hár póstum eiginlega upp við rassgatið á hver öðrum. En það er þó ágætlega viðeigandi þar sem ég settist í stól klippikonu í gær. Hár á hliðunum er minn versti óvinur, hann bætur 2, 3 kílóum á andlitið á mér og ég í rauninni lít út eins og smekklaus hálviti. Svo ég gladdist mikið þegar hún fór að nudda rakvélinni bakvið eyrað á mér og skera hárið af hausnum á mér.

Þetta er í rauninni það mest spennandi sem er búið að koma fyrir mig síðustu daga, algjörlega bloggvert.

Ég sit í ágætum biturleika hérna heima með skál af ananas sem er að éta upp á mér tunguna, því mikið væri ég til í að vera á RFF. Æðislegt að fá að fylgjast svona vel með hér á blogginu og Instagram, VERY NIIIICE!!!

xx

klipping4 klipping5

KARLAR MEÐ SNÚÐ.

HAIRINSPERATIONALMEN'S STYLESTYLE

Það er kúl – það er nice. Ég vildi óska þess að ég væri með andlitslag og þolinmæði til að safna í svona.

Eins og ég mundi segja á góðri dönsku; det er fandme frækt!

b bb bbb bbbb bbbbb bbbbbb bbbbbbbb

Kannski ég prófa að safna? mmeeaaauuuhhh eeehh ..

HÁRTÍSKA KARLA 2014.

HAIRMEN'S STYLESTYLE

Undercut er búúúið – bara svo það sé alveg ljóst. Maður á eiginlega ekki að vera með undercut lengur. Ég mun þó sakna þess mikið, mjög einföld og kúl klipping, og eiginlega fór hún mér alveg ógeðslega vel. Nú þarf ég bara að skarta aðeins þykkara andliti (jú því hárið á hliðunum mínum gerir andlitið mitt chubby, very true story).

Þó hægt er að hugga sig við það að klassísku klippingarnar fara aldrei úr tísku – að mínu mati.

Þessar hérna;

cut
Nokkuð nálægt undercuttinu, sem er ástæðan fyrir því að ég vil að hárið mitt sé svona, nema greitt afturá bak en ekki upp eins og þessi herramaður er með það.

Ef við mörkum þær klippingar sem sáust á pöllum tískuvikanna, þá er þetta hártísku spáin 2014;

2014hairEfst: Burberry Prorsum – Miðju: Christopher Kane & Duckie Brown – Neðst: Topman design – allt S/S 2014

Fleiri dæmi:

2014hairlb

Skemmtilegt! Njótiði vel menn ..