fbpx

FUDGE URBAN HÁRVÖRURNAR

HAIR

Ég var að mynda uppí MOOD fyrir hreint ekki svo löngu og ég mætti fyrsta daginn með rakt og tuskulegt eftir sturtu og ætlaði bara að fá að stela einhverjum hárvörum af förðunarfræðingunum sem þar voru að verki. NEEEMA hvað, að þegar ég kom var borðið þar sem geymdar eru ýmsar vörur fyrir nemendurna, pakkfullt með vörum frá Fudge Urban, svo ég greip það og ég stælaði hárið mitt svo GEÐVEIKT FLOTT og fékk bara svona .. “damn” svo ég spurðist um hvaðan þessar vörur voru. Ég kannaði málið og vitið vinir, ég fékk fullt af vörum til að prufa.

Ég ákvað þó að nota þær í smá tíma áður að ég mundi skrifa almennilega um þær, og get ég nú formlega og hreinskilnislega sagt hvað ég er fáranlega ánægður með þær. Ég hef yfirleitt verið nokkuð einfaldur þegar kemur að hárvörum, og nota yfirleitt bara það sem færst niðrí Nettó hjá mér, og oft fel brúskinn bara undir derhúfu. Það er fáranlega gaman að eiga næs hárvörur og nota þær og vera fokking kjút.

Hér er smá af góssinu sem ég fékk að prufa;

f01

Sjávarsalt spreyið hef ég nánast notað daglega, og finnst það fáranlega gott. Hef bæði bara skellt því í hárið og líka notað það sem beis fyrir vax og hársprey, gerir geðveikan fítus þannig.

f02

Hárspreyin klikka akke neitt. Lykta stórkostlega, Coconut er að eins meira notað.

f03

Hef ekki enn prófað þetta! Er þó mjög spenntur fyrir því, mig vantar eitthvað tilefni til að vera flippaður með power hóld gel!

f05

Þetta eru semsagt bullandi sigurvegararnir mínir, hef bæði verið að worka dú með púðrinu og svo seasalt.

f06

Þetta eru semsagt vöxin tvö, til vinstri er semsagt Rocker Wax og er svona allsherjar vax með góðu haldi og svo er hitt svona meira edgý bókstaflegur vax fýlingur sem ég fýla sjálfur. Reyndar er Texture Junk fullkomnleg lýsing, en vaxið heitir það líka!

f07

 Og þetta tvennt kom sérlega á óvart og eru í aðal uppáhaldi.

Stælum brúskinn:

f08

Þetta er raunverulegt ástand þegar ekkert í hárinu, eins og sneiðar af hangandi skinku, og lít í rauninni alltaf frekar heimskulega út að mínu mati, haha.

f09

Salt spreyið –

f10

Rocker Wax og Vanilu hárspreyið ..

f11

og BOOM! Haggast varla, sem hentar mér einstaklega vel.

Fylgist með blogginu, því ég ætla í samvinnu við Fudge Urban að gefa brjálaðslega veglega gjafapakka frá þessu merki, en meira um það eftir helgi! Ég ætla heim til Íslands í smá frí með kæró fyrst.

Peace og kærleikur

FALLEG ÍSLENSK HEIMILI - Í KVÖLD!

Skrifa Innlegg