fbpx

NÝR FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR –

DANMÖRKNOELYNDISLEGT

Ég kynni með stolti, litla sæta snjóboltann minn, Noel Helgason Kramer. 

Noel er japanskur spitz hvolpur sem við Kasper fengum okkur fyrir rúmlega viku síðan. Við Kasper erum báðir miklir hundamenn og höfum alltaf talað um það að eiga búgarð með 12 hundum og vinna við að knúsa þá allan daginn. Þegar við keyptum íbúðina okkar þá vissum við að þetta væri tækifæri til að eignast hund enda er íbúðin okkar “ejer” íbúð sem þýðir að hún er öll okkar, en “andel” þýðir eitthvað annað, þar sem við eignumst bara hlut í henni eða eitthvað. Æ þið vitið, hvað veit ég um svona mál. Eftir að við fluttum þá fór ég strax að horfa á eftir hvolpum og var svosem búinn að spá í þessu sem svona árs verkefni. NEEEEMA HVAÐ! Ég bæði fann hvolpa og hunda sem ég gat ættleitt af götunni í Grikklandi, en það var aðeins meira en ég gat tekið að mér akkúrat núna, þeir sem ég vildi taka að mér voru með mikil andleg vandamál sem ég hefði þurft að taka mér frí til að sinna og íbúðin mín kannski er ekki nógu stór fyrir slíkan hund. ALLAVEGA!

Ég hef átt Chihuahua hunda sem ég elska meira en allt en ég var alveg tilbúinn að prófa örlítið stærri tegund. Ég elska hvíta hunda, ég veit ekki afhverju. Finnst þeir eitthvað svo stórkostlegir. Ég semsagt rekst á þessa tegund, Japanese Spitz. Stærðin var fullkomin, snjóhvítir, fallegir og ótrúlega góðir íbúðarhundar. Ching ching! Þarna er hundurinn minn –

Svo fer ég eitthvað að skoða status á tegundinni hér í Kaupmannahöfn, þegar ég fæ Facebook skilaboð frá stelpu sem heitir Astrid, sem segir mér að það eru hvolpar bráðlega tilbúnir að flytja út og hér í Kaupmannahöfn! Ég varð ekkert smá hissa. Þarna voru hvolpar, í Kaupmannahöfn (allir aðrir hvolpar voru lengst útá landi) .. ég var nokkuð vissum að örlögin voru að leika við mig!

Við fórum og heimsóttum hvolpana, og þessi litli prins tók á móti okkur ásamt fjórum systkinum sínum:

Hann valdi okkur gjörsamlega, hann var sá eini sem stóð upp og sá eini sem vildi hoppa upp til okkar um leið og við settum hann niður. Þetta var þá greinilega bara ákveðið!

Þessar myndir voru teknar um helgina þegar við tókum hann út að skoða heiminn í fyrsta skipti. Hann var búinn að vera í bakgarðinum hjá okkur að hlaupa og dýfa sér ofan í plöntur.

Þetta ferli er búið að vera SVOOOO krefjandi, meira krefjandi en mig hefði grunað! Ég er meira segja búinn að fara skæla í öllu þessu prósessi. Við vöknum með hann á hverri nóttu, hann pissar EEEEEEENDAAAALAUST og kann öll trickin til að gera okkur lúmskt gráhærða. Þetta er þó þess virði og við elskum hann rosalega mikið.

Elsku drengurinn minn –

Mér finnst hann svo sætur og ég gæti mögulega bilast. Það svo fyndið að kúra með honum, því hann er alveg nokkrum númerum of cute.

Hann sko ELSKAR Kasper, örugglega því Kasper er örlítið harðari en ég. Ég er of mjúkur fyrir hann. Hann ber svona aðeins meiri virðingu fyrir honum og hlustar aðeins meira á hann.

Svo gaman að vera til!

TVEIR NÝIR LITIR Á TINDUR ÚLPUNNI -

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Dagný sys

  11. December 2018

  Nei í alvöru talað hann er svo SÆÆÆÆÆTUR !!! Velkomnir í foreldrahlutverkið, það er mest krefjandi í heimi en það yndislegasta þannig að svefnlausu næturnar eru þess virði, lofa <3

 2. Hildur Sif

  11. December 2018

  Ji minn hvað hann er dýrmætur!

 3. Anna J.

  11. December 2018

  Besta trendnetfærsla ever! <3

 4. Ragga

  11. December 2018

  Jimundur eini! hann er dásamlegur – mynd nr2 er bilaðslega falleg, það er bara eins og hann stari inn í sálina á manni
  Til lukku með hann!

 5. Halla

  12. December 2018

  Til hamingju með Noel Helgason Kramer. Hann er nú meira krúttið. Gangi ykkur vel.