fbpx

BALI FYRIR SÁLINA –

PERSONALTHOUGHTSTRAVELYNDISLEGT

Ég er núna búinn að vera í tíu daga á Bali og á tólf daga á eftir. Þessir tíu dagar hafa verið svolítið mediteraðir, semsagt að við erum ekki búnir að vera á neinum túrum, eða fara langar keyrslur að sjá eitthvað eða neitt svoleiðis. Þessir dagar hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkir og svona fullur af allskonar sem ég hef getað nýtt mér til góðs. Við búum í þorpi inní Ubud sem heitir Penistanan, og ég fattaði það í rauninni fyrir stuttu, ég hélt þetta væri bara Ubud og það er hér sem töfrarnir gerast. Inní alveg ótrúlega þröngum stígum fullt með musterum, litlum yoga stúdíóum og hugleiðslu gúruum. Þorpið er mjög þétt og hér búa fjölskyldurnar kynslóð eftir kynslóð.

Það er bara svo fyndið að óvart mjakast útúr vananum sínum sem maður þekkir, berjast við sykur, fósturstellingar útaf kvíða, berjast við lúxus vandamálin, berja mig niður útaf smáhlutum, og eiga ekki pening fyrir Prada töskunni og ég gæti haldið áfram. Án þess að hafa tekið ákvörðun um það er allt þetta sem ég þekki heima í Kaupmannahöfn flogið útum gluggann og hausinn á mér er tómur en samt svo miklu fyllri en áður, ef það meikar sense. Við erum búnir að hitta svo magnað fólk og hlusta á svo margar sögur. Ég veit eins og þetta hljómar eins og feitasta Bali klisja sem þið hafið heyrt, en svona er þetta. Ég hef alltaf sagt það. Við erum heppnir með húsið sem við erum í og fólkið á bakvið það og fá að vera í þessu þorpi. Núna þarf ég að leggja mig allan fram til að halda fast í þessar tilfinningar og þessa sálarplöntu sem er að vaxa innra með og taka þetta með mér til Köben aftur.

Sorry klisjuna, en þær eru klisjur af ástæðu guys!

Nóg að gera hér: @helgiomarsson á Instagram

HOW TO: EKKI FLAGNA & HALDA TANI

Skrifa Innlegg