fbpx

NÝTT, ÍSLENSKT OG EIGINLEGA STÓRKOSTLEGT: FISCHER

ÍSLANDUMFJÖLLUN
Færslan inniheldur gjafir

Fyrir ekki svo löngu fór ég í Rammagerðina á Skólavörðustíg sem hefur verið að taka stórmögnuðum breytingum og er farinn að vinna aðeins með þeim, sem ég er gríðarlega ánægður með. Það sem tók á móti mér þegar ég labbaði inn var ótrúlega sjarmerandi, og eiginlega mjög Helgalegur veggur sem gjörsamlega sogaði mig til sín. Ég þurfti að bíða aðeins eftir að ég labbaði inn og ég var búinn að sniffa allt hátt og lágt og eiginlega féll flatur fyrir semsagt Fischer, sem er al íslenskt og eiginlega stórkostlegt eins og kemur fram í titil bloggsins.

Þau eru með ilmvötn, þrjá mismunandi, allir fáranlega einstakir og góðir, þau eru með ilmkrem, reykelsi, te, púða, teppi, bolla, og ég er gjörsamlega veikur. Allir sjá að þetta er allt mjöööög Helgalegt – en ég get eiginlega ekki sagt ykkur hvað sjón er sögu ríkari. Í kjölfarið að ég póstaði í story buðu þau mér meira segja að heimsækja þau í búðina og ég er alveg svona feiminn-spenntur fyrir því. Snilldarkonurnar á bakvið Rammagerðina sáu mig froðufellandi og í einhverjum trans yfir þessum og leyfðu mér að prufa vörurnar frá þeim og er rosalega þakklátur fyrir það. Þetta er gjööööörsamlega stórkostlegt dæmi, vonandi fæ ég að hitta fólkið á bakvið þetta og þá fá aðeins meiri upplýsingar um hugarheiminn þeirra og framleiðslu.

Þau komu nýlega með jólakerti sem á eftir að sniffa, en kertin þeirra hin eru algjörlega geggjuð.

Mæli með að skoða Fischer eða Fischersund.com – og munum að styðja íslenska hönnun og frumkvöðla í bæði Covid og um jólin –

Takk fyrir mig Rammagerðin x

Ilmurinn númer 23 kom semsagt með mér heim, aaaaalveg ruglaður –

Svo er í boði þessi Ilmkrem einnig með ilmunum þeirra, svo ég valdi hinn ilminn sem mér fannst alveg gjörsamlega stórkostlegur –

.. og te, gríðarlega sexy te

@helgiomarsson

HERRAR OG HÚÐ: HREINSIR

Skrifa Innlegg