fbpx

LISTAVERK EÐA SJÓNVARP? FRAME TV-

INTERIORÍSLAND
Samstarf með Elko 

Að flytja heim og svona “byrja uppá nýtt” er skrautlegt ferli. Svolítið skrýtið að hugsa til þess að ég átti heila búslóð í Danmörku en núna er ég að reyna velja vel og hægt og rólega safna mér í gott bú hérna á Íslandi. Ég vissi að mig vantaði nauðsynlega eftirfarandi, eldhúsborð, sjónvarp og sófa – í nýju íbúðinni var borð sem er mjög fallegt sem ég get fengið að nota þangað til að ég kaupi mitt eigið, sófinn – kemur vonandi bráðum.

En eitt var ég alveg 120% vissum, ég þyrfti að fá mér FRAME sjónvarpið sem fæst í Elko, án efa lang fallegasta sjónvarpið á markaðnum núna. Ég vildi minimalístískt look á íbúðinni og ekki hafa það of busy. Svo ég ákvað að einnig kaupa fætur á sjónvarpið, sá það í villu í Hellerup í Kaupmannahöfn einu sinni og hef ekki hætt að hugsa um það síðan. Ég er gjörsamlega í skýjunum yfir nýja sjónvarpinu. Það sem er þó svo magnað við Frame er að hægt er að hengja það á vegginn og svo velja mismunandi myndir á sjónvarpið svo það einfaldlega líti út eins og myndarammi. Ég er næstum því smá obsessed –

Ég gerði þetta svona hjá mér:

Ég valdi svona light oak ramma. Ég hætti ekki að skoða japanska innanhúshönnun þessa dagana svo mér fannst það koma fáranlega fallega út.

Ef þið eruð í sjónvarpshugleiðingum mæli ég innilega með –

@helgiomarsson

ANDLEGT OFBELDI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Rut

    20. October 2021

    Váá, fallegt!

  2. Elísabet Gunnars

    20. October 2021

    Svoo fallegt tv !!!