fbpx

SÓLARVÖRNIN Á BALI – DAVINES

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTRAVELÚTLIT

Þessi færsla er í samstarfi við Davines –

Þegar ég fór til Bali ætlaði ég að fara í massívt tan mission. Ég elska tan, ég ætla ekki að ljúga að ykkur að ég elska að vera tanaður. Ég fer lítið sem ekkert í ljós (aðeins ef það er neyðaratvik) og mundi aldrei mæla með því. Ég hef ekki verið enn prófað brúnkukrúnkukrems lausnina. Það er á döfinni að prófa. Þegar ég fór til Bali þá ætlaði ég bara að gera hlutina rétt, og vel. Þið vitið. Skrúbba, aftersun og bara passa uppá að ég komi ekki heim og skipti um húðleður eins og snákur. Það tókst svo vel þetta skiptið og ég er brúnn, og extra sætur (no shame) og með hvítari tennur og ég kann að meta að taka selfies aftur. Var kominn á algjör eftirlaun hvað selfies málin varða.

Þetta gerði ég með hjálp fagmannanna á bakvið Davines sem er merki sem ég er mikið að gæla við þessa dagana eftir að ég las mig til um sögu þess. Meira um það seinna og meira um tanið. Ég ákvað að skrifa þessa færslu þegar ég var búinn að fara í gegnum allt prósessið og hvort ég gæti gefið þessu öll saman fullt hús stiga. Sem ég get gert í fullri hreinskilni.

Þessar vörur eru gerðar úr bestu mögulegu hráefnum og er með sjálfbærni í algjöru leiðarljósi þegar kemur að framleiðslu.

Förum yfir góssið –

Það kom mér skemmtilega á óvart en ég kláraði næstum þessa flösku. Hármjólk er ekki eitthvað sem ég hef áður hugsað mér að nota, en ég notaði hana daglega og þetta er einnig vörn fyrir hárið í sólinni. Fannst þetta geggjuð vara og gæti alveg hugsað mér að nota meira –

Sólarvörnin sjálf – lyktar unaðslega og entist alla ferðina. Ég veit ekki hvort ég eigi að þakka Bali sólinni eða kreminu hvað tanið mitt kom geðveikislega vel út eftir þessa ferð.

En ég held að þetta eigi líka mjög stóran þátt, en ég notaði þetta á – hverjum degi – stundum tvisvar á dag. Ég var með tvær dollur fyrir mig og hubby og við náðum ekki einu sinni að klára. Held að þetta sé mjög krúsjal þáttur í taninu – aftersun. Þetta fær rúmlega fullt hús stiga.

Þetta bar ég á mig bæði áður en ég fór og á meðan ég var þarna. En þetta krem semsagt undirbýr húðina fyrir sólina – svo grípur tan maximizer bara. Það tók allavega ekki langan tíma að selja mér þetta.

Nota bene, ég er svo miklu tanaðari en þarna, ji þið munuð varla trúa .. fer í málið

Og til að hugsa sér að þarna hélt ég að ég væri brúnn!

Takk fyrir aðstoðina Davines! Er yfir mig ánægður x

Hér getiði séð sölustaði – 

Instagram: helgiomarsson

 

RITUAL MEÐ YUDA - ÞAKKLÆTI

Skrifa Innlegg