fbpx

RITUAL MEÐ YUDA – ÞAKKLÆTI

Yuda er yndisleg kona sem tók á móti okkur í einu af húsinu okkar á Bali. Hún var hjálpsöm og brosmild og það var auðvelt að þykja vænt um hana. Sem forvitni fjandinn sem ég er þá langaði mig að vita meira um Bali og hefðir þeirra. Ég er búinn að lesa um Canang Sari sem eru gjafir til guðana þeirra. Mig langaði þó frekar að heyra það frá henni og hvað þetta þýddi. Hún sagði mér að þetta þýddi þakklæti. Fyrir að eiga þak yfir höfði, föt, mat og drykk. Mér fannst þetta svo frábært því ég er alltaf að reyna læra meira inná þakklæti og tileinka mér þakklæti. Hún talaði um að hún nýtti þetta sem daglega hugleiðslu og þetta er partur af trúnni þeirra, Hindu.

Ég gjörsamlega elskaði tilhugsunina, að þau sem regla hugleiða þakklæti daglega. Yuda sem gjörsamlega ætlaði að neyta peningunum sem ég gaf henni í tips því henni fannst það of mikið þakkar á hverjum degi fyrir allt sem hún á. Æ þið vitið hvert ég er að fara með þetta. Þetta er allavega eitthvað sem ég ætla að reyna að tileinka mér í lífinu, því ég held að það skapast helling af lífsgæði að þakka fyrir allt saman á hverjum degi.

Þetta var mitt innlegg í dag –

Hver fjölskylda í Bali á sitt eigið “temple” eða musteri og þetta er gert daglega, nema þegar það er dauði í fjölskyldunni.

Ég tók þátt í þessu með henni á hverjum degi henni og fannst það mjög kósý. Við sögðum lítið sem ekkert á meðan þessu stóð, nema hún sagði mér aðeins frá.

Áfram þakklætið!

MARGRÉTARVILLAN Í PENESTANAN -

Skrifa Innlegg