fbpx

MÍN EIGIN SKARTGRIPALÍNA – 1104 BY MAR

MEN'S STYLESKARTÚTLIT

2020 er aaaallskonar – eitt sem stendur þokkalega uppúr er hafa hitt hana Dagmar Mýrdal. Sem byrjaði sem umboðskonan mín, sem varð fljótt buisness partnerinn minn og í lokin, gjööörsamlega frábær vinkona. Núna er hún allt blandað saman og er ég mjög þakklátur að hafa fengið hana inní lífið. Við erum fáranlega ólík, hún er mesti do-er sem ég hef hitt, og ég er maður með 15.000 hugmyndir á dag og kem engu í verk –

Saman erum við sterk og fyrsta verkefnið okkar fæddist á dögunum, sem er skartgripalínan 1104 by MAR. Línan er fyrir öll kyn og með fallegum sterkum gripum. Stærri statement keðjur, perlur, létti og nett. Við erum gríðarlega stolt af þessu og erum bæði ósofin eftir að hafa bombað í þetta verkefni. Skartið fæst á heimasíðu 1104 by MAR og í Maia Reykjavik, þar sem þið getið farið og skoðað og prófað.

Sigríður okkar besta mælir einnig með keðjum á óskalistunum sínum í ár, var mjög stoltur af því!

Akkúrat núna er möguleiki vinna hvern einasta grip í línunni á Instagramminu mínu @helgiomarsson

 

<3

 

 

NÝTT, ÍSLENSKT OG EIGINLEGA STÓRKOSTLEGT: FISCHER

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    18. December 2020

    Til hamingju með línuna – hlakka til að eignast eitthvað fallegt By Helgi einn daginn ✨ áfram þú !

  2. Halla

    25. December 2020

    Til hamingju Helgi.🌹