fbpx

NOKKRAR UPPÁHALDS FRÁ LAUGARSPA –

ÉG MÆLI MEÐI LIKESNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég hef markvist notað vörurnar frá LaugarSpa síðustu mánuði. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þá var ég fenginn til að vera andlit fyrir vörurnar sem var mér mikill heiður, og að hafa fengið með fólkinu á bakvið þessar vörur búið að vera algjör draumur. En eins og ég hef áður skrifað, þá er ég ekki týpan sem prufa vörur einu sinni og svo mæli með og smelli á bloggið, og í þessu tilviki tók ég þessu mjög alvarlega, enda er andlitið mitt á auglýsingum fyrir vörurnar.

Ég hef aðeins notað þessar vörur síðustu mánuði og hafa vörurnar aldeilis passað vel uppá mig og mína. Ég get með hreinskilni sagt að þessar vörur eru ekkert nema geggjaðar og henta mér alveg ótrúlega vel. Það er búinn að vera algjör lúxus að hafa þær við höndina og geta dekrað við sig í rauninni oft á viku. Ég ákvað að fara yfir nokkrar með ykkur.

  • Þessar tvær eru glænýjar hjá línunni og ég er lemongrass perri dauðans, ef lemongrass mundi vaxa hér í Danmörku mundi ég eflaust velta mér uppúr því eins og hundur. Þessi sprey nota ég eins mikið á heimilið mitt og á sjálfan mig. Allt lyktar vel í kringum mig eftir að ég fékk þessi sprey. Amber lyktin er ótrúlega góð, en það er eitthvað að Lemongrass lyktin er eitthvað svona lightly spicy.

  • Rakakremin hafa hentar mér alveg ótrúlega vel. Ég er með óþolandi húð og öll krem sem ég nota verða að balancera húðina eins mikið og mögulegt. Eftir að ég kom heim frá Bali fór húðin í smá fokk og fékk þurrkubletti og ég notaði rakakremið markvisst daglega og húðin var ekki lengi að jafna sig. Kremið er líka létt og gefur fáranlega góðan raka á sama tíma, lyktin er unaður og ég gef þessu fimm feitar stjörnur.
  • Líkamsolían – þarna má sjá á myndinni líkamsolíuna og ég mundi segja að olíurnar almennt frá LaugarSpa eru algjörar stjörnur. Þá er ég að tala t.d. líkamsskrúbbinn og showerolíukremið. En á mínu heimili er nudd mjög algengt og ég hef notað þessa olíu sem lúxus nuddolíu. Lemongrass ilmurinn virkilega lætur mann líða eins og maður sé í eeennuddstofu.

  • Sturtuolían er einnig splúnkunýtt í línunni. Hún er semsagt blanda af kremi og olíu. Ég yfirleitt nota ekkert rosalega mikið í sturtunni, smá showergel og ég er góður, en eftir að ég fékk þessa olíu þá get ég hlýlega mælt með henni. Hún er svona algjör lúxus og maður verður fljótt frekar húkt á henni. Mæli virkilega með þessari.
  • Saltskrúbbinn er algjört uppáhald og ég veit ekki einu sinni hversu marga dúnka ég hef farið í gegnum. Kæróinn sem er einmitt mjög einfaldur hvað allt svona varðar, hann fær ekki nóg af honum. Eftir notkun er geggjuð áferð á húðinni. Ég sé ekki fram á að ég eigi eftir að skipta honum út, ef ég ætti að velja uppáhald úr línunni væri hann á feitu plássi í top 3.
  • Gel Cleanserinn sem sést þarna líka, en hann er drullu góður. Ég þarf að æfa mig meira í að nota svona andlitshreinsi sem ég mun hér með byrja á en mamma notar hann endalaust og hún er MJÖG picky á svona. Hún vill helst bara eina vörulínu frá Grikklandi, en hún féll fyrir þessum andlitshreinsi, þá vitum við að hann er góður. If ma mama said so.

Ég geri að sjálfssögðu gott við ykkur, en um jólin ætla ég að gefa mjööööög veglegan gjafapakka frá LaugarSpa fyrir vel heppna, svo þrykkið ykkur í snemmt jólaskap því ég byrjaði fyrir löngu og ÉÉÉÉG ER STOLTUR AF ÞVÍ!!

Það verða upplýsingar hér á blogginu en enn meira á Snapchat – helgiomars

EEEEIIIINNIG getiði keypt allar vörurnar á 20% afslætti ef þið notið afsláttarkóðann helgiomars 

Ef það eru einhverjar spurningar þá getiði sent mér í gegnum snapchattið.

x

Þessi færsla er ekki kostuð

H&M X ERDEM PARTÝIÐ Í ALLRI SINNI DÝRÐ ..

Skrifa Innlegg