fbpx

EINFALT OG SOLID RÁÐ FYRIR SKARPARA SKEGG

MEN'S STYLESNYRTIVÖRURÚTLIT

Þessi færsla er í samvinnu við The Body Shop – 

Ég ætla alveg að leyfa mér að segja að ég er nokkuð ánægður með hvernig skeggið mitt vex, það er frekar þykkt og vex bara svona nokkuð vel í þær áttir sem það á að vaxa. Held ég! Kannski er ég að gefa mér of mikið kredit, haha!

Annars er ég maður sem skammast mín ekkert fyrir að nota förðunarvörur, smá hyljara, smá face&body og svo á góðum stundum smá sólarpúður, en hef masterað að láta það sjást sem minnst því þannig vil ég persónulega hafa það. Ég er algjörlega til í að fara nánar útí þetta seinna, absolút en mig langaði að sýna ykkur eitt trix sem ég hef gert leeeeeengi, reyndar alltaf með sólarpúðri sem er kannski ekki alveg rétta varan útaf litinum á skegginu á mér. Ég hef fundið hvað hentar alveg fáranlega vel í þetta mál og það fann ég í The Body Shop heima. Alltíeinu sá ég þetta, augabrúnalitur, augabrúnirnar mínar hljóta nú að vera svona allavega í svipuðum lit og skeggið. Svo ég tók þetta með mér og þetta virkar svo fáranlega vel á mér. Þetta gerir hellings mun fyrir andlitið, þetta er jú bara eins einskonar “kontour” fyrir andlitsbygginguna og ég elska þetta alveg max. Ég hef notað þessa aðferð á flestum myndum sem ég hef tekið af mér, en núna lítur þetta bara náttúrulegra og í raun miklu betra út.

Ég ætla sýna ykkur:

Þetta kostar rúmlega 2000 kjell og ég sé framá að eiga þetta í mjög langan tíma þar sem ég nota ekki mikið á hverju sinni. Hér fæst varan fyrir áhugasama

Aðferðin er einföld, sorry grettuna, það var annaðhvort þetta eða MASSÍVT pós og ég ákvað að vera ekkert að gera ykkur það. Hjálp.

Ég allavega set bara á puttana, passa ekki of mikið í einu og dreg hægt og rólega yfir skegglínuna, og maður sér strax hvað maður er að gera. Bara passa að hafa þetta eins náttúrulegt og hægt er og ekki klessa of mikið á húðina, meira í skeggið og daufa línu á húðina. Liturinn helst ótrúlega vel og þetta er í raun alveg ógeðslega gott trix. 

Einnig er hægt að setja meðfram kjálkabeininu, en þá er hægt að nota sömu aðferð eða lítinn bursta.

Ég nota ljósari týpuna en hún hentar minni húð betur.

Þeir sem eru með sterka skegglínu þá gerir þetta alveg rosalega mikið fyrir andlitsfall og mundi ég segja að þetta sé SÚPER easy og næs kontour fyrir strákana.

Voila!

Vonandi getur einhver nýtt sér þessi ráð!

Instagram: helgiomarsson

Helgaspjallið á Apple Podcast appinu – 

NOEL & KASPER

Skrifa Innlegg