fbpx

NÝTT RÚM – TOM DIXON X IKEA

HOMEINTERIOR

Nýtt rúm er búið að vera á óskalistanum SVOOO lengi og ég veit ekki afhverju við keyptum ekki fyrr. Kasper var reyndar áður ekkert sammála mér að eignast nýtt rúm. Ég er nokkuð nægjusamur svo ég ákvað bara að fljóta með  straumnum, sem ég er svolítið dýnamíkin hjá mér og Kasper. Hann fær hugmyndir og þá ÞARF HANN AÐ FRAMKVÆMA ÞÆR STRAX, á meðan ég fæ 15.000 hugmyndir á dag og svo framkvæmi ég bara þegar tíminn eða réttur eða framkvæmi ekki neitt, haha. Ég þarf svolítið með honum ásamt því að svona “heey, róum okkur smá” – þið vitið. Núna er hann með þá hugmynd að kaupa sófa fyrir hálfa milljón og við erum ekki með hálfa milljón til að nota í sófa. En sjáum til hvað hann gerir, hann er frekar fyndinn stundum.

Allavega – loksins kom rúm hugmyndin en planið var aldrei að kaupa okkur rúm í IKEA, ég er algjörlega á því að ég vil eyða peningum í fjárfestingar, eitthvað sem maður á eftir að eiga lengi og tala nú ekki um þegar við eyðum tæplega helminginn af lífinu okkar uppí rúminu okkar. Ég er ekki meina að rúmin séu slæm í IKEA, ég hefði viljað alveg hátæknigæði, þið vitið.

En ég er ánægður með þessa ákvörðun, við völdum dýnu sem hentaði okkur rosalega vel, og ég ætla að kaupa yfirdýnu seinna, sem ég er agalega spenntur fyrir.

Svona lítur þetta út hjá okkur. Ég var svo bilaðslega skotinn í rúmgaflinum, það var í rauninni það sem seldi þetta allt saman.

Svo er hægt að breyta og gera það öðruvísi. Bæta við borðum til dæmis og mismunandi gafla.

Mjög sniðugt og við erum mega ánægðir!

@helgiomarsson á Instagram
Podcast: Helgaspjallið

ACAI Á ANDLITIÐ -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1