fbpx

E35 – TÖKUM ÍBÚÐ Í HLÍÐUNUM Í GEGN

E35INTERIOR

Hann Jón Þór, elsku yndislegi vinur minn keypti íbúð í Hlíðunum og höfum við eytt hellings tíma að vera innblástrast (það er nýtt orð) og við sameinuðum kraftana okkar og ætlum að gjörbreyta þessari fínu íbúð í skínandi demant.

Íbúðin er staðsett í, að okkar mati, einu skemmtilegasta hverfi Reykjavíkur, Hlíðunum. Í íbúðinni eru 3-4 herbergi (tvö svefnherbergi og tvær stofur). Það hefur ekki mikið verið dekrað við íbúðina í gegnum árin en það er í rauninni allt í íbúðinni (innréttingar, skápar og fleira) upprunalegt, húsið var byggt árið 1956 svo þetta er heldur betur farið að láta á sjá. Áður hefur verið skipt um gólfefni að hluta, og það gert í pörtum, svo það eru fjögur mismunandi gólfefni á íbúðinni (það er mögulega stíll út af fyrir sig?). Það er því heldur betur kominn tími til að taka íbúðina í nefið! Hugmyndin er að sópa öllu út úr íbúðinni og byrja með alveg blank canvas, draumurinn er að “byggja hana upp” og gera hana frekar bjarta, hlýja og sjarmerandi.

Eldhúsið er í minni kantinum og það er vægt til orða tekið að segja að það sé sérstök lögun á því! Það er smá útskot í því þar sem gert er ráð fyrir borðkrók með fallegum, frekar stórum, frönskum glugga með útsýni út í garð. Ætlunin er að koma fyrir innréttingu í “L” (svipað þeirri sem er núna) sem og að setja tækja/búrskáp á stærsta vegginn í eldhúsinu. Í staðinn fyrir að troða borði inn í lítið eldhús er hugmyndin að koma fyrir borðplötu undir franska glugganum með tveimur barstólum og búa þannig til kósý “morgunverðarhorn” þar sem hægt er að horfa út í garð á meðan maður nýtur þess að sötra fyrsta bolla dagsins.

Eins og eldhúsið, þá er baðherbergið í minni kantinum. Eins og er þá eru á veggjunum gamlar mósaíkflísar sem eru margar hverjar byrjaðar að hrynja af, sem er ekki beint vel séð svona þar sem þetta er votrými. Stefnan er að skipta baðkarinu út fyrir sturtu, setja innbyggð blöndunartæki í sturtuna og svissa á klósettinu og vaskinum, þ.e. setja klósettið upp við sturtuglerið og vaskinn við hurðaropið, og þannig nýta rýmið betur.

Svefnherbergin í íbúðinni eru svo tvö, hjónaherbergi og barnaherbergi. Í báðum herbergjum eru upprunalegir innbyggðir skápar sem eru allir frekar illa skipulagðir og verða því rifnir út (no surprise there). Á milli fataskápanna tveggja er sameiginlegur veggur sem er byggður á ská (hvorugur skápurinn er semsagt hornréttur). Það er frekar erfitt að lýsa þessu en þetta er allt saman mjög sérstakt. Þar sem skáparnir eru ekki hornréttir verður líklegast eitthvað mas að finna út úr því hvernig best er að tækla þá (því miður er ekki hægt að leita til elsku besta IKEA).

Allir ofnarnir í íbúðinni eru gamlir pottofnar á fótum sem eru sjúklega sjarmerandi og því er stefnan að halda þeim, það eru þó allar líkur á að það þurfi að losa þá frá veggjunum til að þrífa og lakka/mála þá og svo það sé hægt að mála vegina á bakvið þá (það virðist vera löngu kominn tími á það þegar maður horfir í gegnum ofnana)! Annað sem er svona frekar einstakt við íbúðina er boginn sem skiptir ganginum í tvennt, very much in þessa dagana, og það er spurning hvort hann fái að halda sér eða ekki.

Í íbúðinni eru svo tvær samliggjandi stofur, með frekar stórum gluggum, sem eru einstaklega bjartar og skemmtilegar.

Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er rétt að fara af stað. Stay tuned – Extreme makeover home edition coming your way!

Gengið inní íbúðina – mig langar sjúklega að halda boganum, eða stækka hann! Elska tilhugsunina –

Stofan, ég skeit smá en er ekki með mynd þar sem stofan sést hinum megin frá, því það er smá “stjarnan” í íbúðinni, það er mjööög stór gluggi báðum megin. Sem er brjálaðslega fallegt –

Eldhúsið –

Hornið fína með allskonar möguleikum!

Noel, sérlegur aðstoðarmaður –

Baðherbergið ..

Svefnherbergið

Séð hinum megin frá –

Hitt herbergið sem verður breytt í fataherbergi – if you can, you should!

Hinum megin –

Íbúðin séð hinum megin –

Fylgist með ferlinu kæru vinir!

@helgiomarsson

LISTAVERK EÐA SJÓNVARP? FRAME TV-

Skrifa Innlegg