fbpx

STOFAN – NÝTT LJÓS

HOMEINTERIORPERSONAL

Jú, það er alveg rétt. Ég bloggaði um loftljósið mitt heima, nýtt, mjög ánægður með það. Alveg hreint. Ef þið lásuð síðustu færslur þar sem ég skrifa aðeins um hvernig þetta virkar heima hjá mér. Það er að segja, hvernig maðurinn minn virkar. Við elskum báðir Gubi, og erum með Gubi ljós inná baði, lampa frammi í stofu og svo hangandi loftljósið umrædda. Svo sá ég færslu hjá Svönu minni elskulegu, ljósin frá Flos og við báðir einhvernvegin uppgvötuðum nokkur ljós frá því merki, búnir að vera dáleiddir af Gubi síðustu ár.

En já, einn daginn mætir minn maður heim, alveg brjálaður í eitthvað nýtt ljós og ég meira segja eiginlega hundsaði hann. Annað ljós? Nej tak.

Fyrst mætti hann með eitt ljós, það var of lítið og ég sagði pass, takk samt. Ég elska okkar ljós okr. Svo áður en ég vissi af var hann mættur með gínormus kassa á hausnum, en eitt ljósið.

Svo um helgina var ljósið sett upp, frá Flos, sem er alveg mega flott. Mér fannst það ekki virka inní stofu með fallega loftljósinu okkar, SEM VAR EEEEEKKERT Á LEIÐINNI ÚT.

Svona endaði þetta:

Hér er ljósið og jú, fallega loftljósið er selt, og farið.

Ég er mjög ánægður með það samt. Ég lofa.

Svo bættum við einum maur, þeir eru svo sætir.

Og já, við þurfum aðeins að mála neðst. Ég þori því ekki á meðan hundurinn heldur að nei þýðir “já algjörlega, gerðu það sem þú vilt” –

Instagram: @helgiomarsson

NÝTT RÚM - TOM DIXON X IKEA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    4. March 2019

    GORDJÖSS! Kemur ótrúlega vel hjá ykkur þið miklu smekkmenn <3

  2. Hildur Sif Hauksdóttir

    5. March 2019

    Þetta ljós er guðdómlegt!