fbpx

STYLE – TIMOTHÉE CHALAMET EINU SKREFI Á UNDAN

CELEBSMEN'S STYLESTYLE

Það fór ekki framhjá neinum að Óskarsverðlunin voru haldin hátíðlega og ÍSLENSK KONA VANN ÓSKARSVERÐLAUN!!!!!! Sem ekki heldur hefur farið framhjá neinum, hjartanlega til hamingju Hildur Guðnadóttir. Ræðan hennar var svo einlæg og yndisleg og skilaboðin í lokin algjörlega mögnuð. Ég er orðinn vandræðaleg A týpa svo ég hélt mér ekki vakandi, en þetta var geggjuð leið að vakna. Eins og alltaf finnst mér gaman að sjá í hverju stjörnurnar klæddust og fór eitthvað að skoða þá var þetta að sjálfssögðu bara tuxedoar og slaufur.

Nema ..

Timothée Chalamet sem er gjörsamlega skrefinu á undan þegar kemur að stíl. Hann ákvað að hundsa reglurnar og klæddist Prada, bomberjakka og buxum og setti punktinn yfir i-ið með Cartier nælu sem sjá má hér:

Mér finnst þetta bara SVOOOO FLOTT!!!! Og finnst hann bara eitthvað svo brjálaðslega flottur. Vogue hefur headline-að hann sem quote “The most influencial man in fashion” sem eru svo sannarlega stór orð en eiginlega alveg sönn. Hann beygir reglurnar og er aðeins á undan. Hann á einnig góða vini á borð við Virgil Abloh, Haider Ackermann, Alexander McQueen, Gucci, Berluti og fleiri sem eru með í að skapa þennan stjörnudreng. Förum yfir nokkur look sem voru og eru mögnuð –

Haider Ackermann

Einnig Haider Ackermann í vægast sagt geggjuðum bláum lit –

Stella McCartney

Prada –

All white á Óskarsverðlaununum 2018 í Berluti –

Baksviðs Louis Vuitton F/W 2020 með góðvini sínum Virgil Abloh, en hann var front row þar og hefur Louis Vuitton klætt hann mikið, eins og þetta ógleymanlega augnablik frá Golden Globes:

.. sem vakti gríðarlega athygli og er vægast sagt, eiginlega stórmagnað –

Einnig Louis Vuitton ..

 

Alexander McQueen, en hann hefur í ófá skipti klæðst printuðum jakkafötum frá Alexander McQueen, og það er svo fáranlega fallegt. Um leið og ég á efni á því (jú ef) – þá væri ég svo sannarlega til í að eignast svona –

@helgiomarsson á Instagram

Helgaspjallið á Apple Podcasts & Spotify

BEIGE, LÍFIÐ & OUTFIT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    10. February 2020

    Svo flottur!!

  2. Margrét Urður

    11. February 2020

    Skvísan á Smartlandi er greinilega ekki með puttann á púlsinum því þessi gæi var á listanum yfir verst klæddu stjörnurnar. Mér finnst hann mjög flottur og jakkafötin á Óskarnum mjög töff