fbpx

NETTUSTU MENNIRNIR Á MET GALA – MEÐ KOMMENTUM

CELEBSMEN'S STYLESTYLE

Mér finnst Met Gala mjög skemmtilegt að fylgjast með –

Þemað í ár var Camp og mér finnst það vera lúmskt áhugavert þema en finnst hægt að túlka það á svo alltof margan hátt. Camp fyrir mér er out of the box, litir, glingur, glamour, gay og allt svona “out of the ordinary” – næstum því club-kid nema bara meira glam.

Allavega, það voru allskonar túlkanir og ég valdi nokkra gæja sem mér fannst standa uppúr –

Mér fannst Harry Styles og Gucci mastermind Alessandro Michele æði. Báðir í Gucci, persónulega finnst mér Harry einhvernveginn negla þetta svo vel með fullkomnu jafnvægi af maskúlín og feminín –

Ezra Miller finnst mér gjörsamlega negla ‘ Camp ‘ í Burberry –

Ég hef alltaf sagt það, en mér finnst Jared Leto vera verst klæddi maður í Hollywood og mjög tacky. En finnst outfittið henta vel þemanu og finnst frekar skemmtilegt að hann nýtti sama og Gucci gerði í sýningunni sinni FW 18/19 á síðasta ári þar sem fyrirsæturnar héldu á eigin höfði í sýningunni.

Kylie í Versace og Travis Scott í Dior eftir Kim Jones. Ég fýla bæði – finnst þetta mjög glam og hann er næstum svona “Action Man” outfit sem er smá í anda eins og Kacey Musgraves, sem mætti 100% eins og Barbie dúkka í Moschino.

Frank Ocean, bókstaflega ekkert í anda þemans. Í Prada en hann fær samt mynd því ég elska hann.

Bella Hadid og Jeremy Scott í Moschino. Moschino er mjög campy brand og finnst þau negla þetta bæði tvö. Finnst grillið setja punktinn yfir i-ið .. (og Ray Ban gleraugun taka punktinn á i-inu aftur tilbaka, detaaails)

French Montana, ég tók þessa með því mér fannst athyglisvert að hann tók mjög þjóðlegan klæðnað og gerði camp útúr honum. French er fæddur og uppalinn í Morokkó svo – veit ekki hvort mér finnst þetta geðveikt – en fannst þetta samt athyglisvert.

Shawn Mendes í Saint Laurent, gullið í hárinu er attention to detaaaaails. Elska lookin og elska hann.

 

Aquaria í Margiela –

Darren Criss, mér finnst þetta svo mikil blanda af campy & mega flott og pínu léleg útfæring – miðað við það experta þá er þetta negla. Ég ætla að vera báðum megin –

Dwayne Wade og Gabrielle Union fannst mér mega flott saman – ég hef ekki enn fundið hvaðan dressin eru, nema bara custom made. En – elegant og kúl!

RuPaul – þessi kann campy. Ætla ekki að segja að mér finnist þetta flott outfit en hann kann þetta. Hann er alltaf í jakkafötum sem passa hann ekki og engin undantekning hér.

Rami Malek – skórnir og skyrtan skemmtileg!

Joe Jonas og Sophie Turner í Louis Vuitton – mér finnst vanta smá á hann en annars er dúó-ið geggjað.

Michael B Jordan í sérhönnuðu Coach outfitti. Er mjög ánægður með hann að taka bling á þetta.

Charles Melton og Camila Mendes, ég horfi reyndar ekki á Riverdale svo ég er ekki alveg viss þannig hver þau eru. En mér finnst hans outfit – göööögggjað –

BRÚÐKAUPS FÍNIR -

Skrifa Innlegg