fbpx

BRÚÐKAUPS FÍNIR –

ACNE STUDIOSDANMÖRKPERSONALSTYLE

Ég fór í mitt fyrsta brúðkaup með Kasper núna um helgina, og mig hefur í rauninni oft langað til að fara í danskt brúðkaup. Þetta var líka ágætlega stórt skref þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti stórfjölskylduna hans Kaspers og fyrsta brúðkaup sem ég og Kasper förum í saman á okkar rúmlega sex árum sem við höfum verið saman. Það gekk allt gríðarlega vel og dagurinn var að öllu leyti frábær. Þau sem þekkja mig vita að ég get verið algjört munnræpugerpi svo ég kveikti bara svolítið á því og þá náði ég einhvernveginn að spjalla mig í gegnum þennan fagnað.

Við Kasper erum þannig par að við gerum mjög mikið saman og líka mjög mikið í sitthvoru lagi og það hefur hentað okkur vel, svo ég hef farið í flest brúðkaup einn og bara með vinum mínum, oftast með Palla besta vini mínum, en mér finnst það yndislegur máti til dæmis að eyða tíma með honum. En mér fannst eiginlega geggjað að fá að vera með Kasper í þetta skipti. Ég dreg hann með mér í brúðkaupið hennar Helgu frænku í sumar!

Jakkasettið mitt er frá Filippa K
Bolurinn sem ég er í frá Acne Studios
og skórnir frá Valentino – 

Jakkasettið & skyrtan hans Kaspers er frá Tiger of Sweden
Skórnir eru frá Eytys – 

@helgiomarsson á Instagram – 

.. ENN MEIRI KÖKULÆTI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1