.. ENN MEIRI KÖKULÆTI

Ég kláraði nýlega námsskeiðið mitt hjá Bake My Day hérna í Kaupmannahöfn, þar sem ég lærði allt frá því að gera fígúrur, setja tvær kökur saman, bollakökur, fontant, smjörkrem trix og trikk. Þetta var svo ÓGEEEEÐSLEGA GAMAN, ég væri til í að gera kökur á hverjum degi. Ég hef ekki enn gert þetta heima hjá mér, því mig vantar svona grind í ofninn minn. Ég á bara plötur. Ég kannski kaupi svoleiðis í dag svei mér þá.

Allavega! Ég ætla aldeilis að halda áfram að æfa mig, málið er að þetta er mjög tímafrekt, og þetta er líka mjög svona spiritúalískt, þið vitið. Ekki að hugsa um hvað þú átt eftir að gera eða hvaða myndir þú átt eftir að taka, heldur bara gera kökuna, skiluru, að hún heppnist, allt er mjúkt, allt er gott. Og svo undirbúa smjörkrem og allt þetta húllumhæ. Þetta er alveg nokkra tíma læti ef þú spyrð mig. Varðandi tímafrekt þá líður mér alltaf eins og ég eigi að vera gera eitthvað, sem er stressandi en þá er svo gott að eiga sér áhugamál til að slappa af. Þetta er á prógramminu –

Við áttum að gera tveggja turna köku, en mig langaði svo geðveikislega mikið að experímenta þetta er útkoman:

Hér er svona drottningblátt marmara fontant, en blómið á toppinum gerði Telma vinkona (ég komst ekki þann dag) en inni er bara silkimjúk súkkulaðikaka með smörkremi. Fontant kom skemmtilega á óvart, fannst það auðveldara en mig grunaði og það er GEGGJAÐ að leika sér með liti og svoleiðis –

Aðalkakan varð svo Panda í umhverfinu sínu, við áttum að gera svona venjulega bangsa, en ég hef alltaf óþolandi þörf til að gera eitthvað allt annað. Hún á að vera með höndina á maganum því hún er búin með allan bambusinn þið vitið –

Þessi kaka meira segja seldist á Instagram. Sem hentaði ágætlega því ég fór til Íslands fljótlega eftir þetta –

Helgarkökur væntanlegt guys!

@helgiomarsson

WIFI Í ROADTRIPPIÐ -

Skrifa Innlegg