fbpx

DIOR DRAUMUR

MEN'S STYLESTYLETRAVEL

Ég var staddur í Bangkok og bjó á algjörlega frábæru hóteli rétt við hliðin á lúxus verslunarmiðstöðinni Emporium sem hýsir öll stóru fallegu merkin. Ég varð að kíkja inní DIOR og láta mig dreyma. Konan sem tók á móti mér vildi endilega að ég mundi máta allt og sýna mér og sem ég tók bara nokkuð vel í. Einn partur af mér var aaalveg vissum að ég mundi gera mér glaðan dag og kannski fjárfesta í smááá svona kannski smá. Kemur í ljós að þessi Dior búð var dýrari en ég bjóst við. Skórnir kostuðu rúmar 140.000 kr og ég ætla ekki einu sinni að ræða töskuna. Ég leyfi mér af og til, en mér fannst þetta smá silly. Þó að ég mundi synda í seðlum mundi ég ekki kaupa mér hvíta skó sem verða skítugir á svona pening. Frekar henda 100 kjellinum í Unicef og kannski leyfa mér djúsí skó fyrir 40.000 krónurnar.

ALLAVEGA, svo ég var þarna inni bara eins og ég væri inná safni. Skoða og njóta. Snerta og úú og aa-a .. þið vitið –

Fallegir eru þeir þó!

Hjálp –

@helgiomarsson á Instagram
Helgaspjallið á Apple Podcast og Spotify

PAKKA FYRIR TÆLAND -

Skrifa Innlegg