fbpx

ELSKU HAUSINN MINN, HVAÐ ER TIL RÁÐA

PERSONALTHOUGHTSTRAVEL

Ég flaug alla fokking leið til hvers? Jú, gott að þið spurðuð.

Heima á Íslandi er ég alltaf einhvernveginn í endalausu basli að finna jafnvægi, samhljóm, frið kannski jafnvel. Það skiptir mig rosalega miklu máli. Ástæðan fyrir því að ég kom er margþætt.

  • Endurheimta eyjuna mína, Koh Lipe, sem hausinn á mér var búinn að niðurgangskúka yfir vegna þess eins að ég hafi verið hérna með fyrrverandi. Gamla lífið mitt með honum hefur jú þokkalega litað lífið mitt með allskonar angst og andlegri disfunktíún en það var einmitt þegar ég, ÉG .. svaraði hausnum í mér og sagði einfaldlega, nokkuð yfirvegaður “fffokkkkk oooffffff”. Sem er einnig semi þráðurinn í þessari grein. Ég ætla ekki að gefa einhverri fretleðjuhugsun vægi sem gefur fyrrverandi vald þrátt fyrir skilnað og tvö ár. Ef þið spyrjið mig, þá er að fara allskonar kraftmikil orka í að endurprógramma gamla lífið mitt þar sem ÉG fæ að ráða hvaða hugsanir fá að lita lífið mitt sem ég lifi í dag. Er það erfitt? Er algebra erfið og óþörf og eiginlega óþolandi í skóla og ætti að vera valfag? Svarið er já. Hefur þessi algebru líking eitthvað með þetta blogg að gera. Svarið er nei.

 

  • Fara í heilalíkamsrækt. Og listinn er nokkuð langur. Ég er farinn að sjá heilann á mér bókstaflega eins og vöðva, og hann verður að vera sterkur. Afþví allir hinir vöðvarnir mínir eru svo ógeðslega stórir og sterkir, jam. Það er búið að vera svo þæginleg myndlíking, að í hvert skipti sem ég geri eitthvað, sem ég veit að verður gott fyrir andlegu heilsuna, þá fæ ég svipað dópamín rúsh og þegar ég er búinn að vera á góðri líkamsræktaræfingu. Ég þarf svo að skoða afhverju ég á slæma vana, afhverju ég fylgi ekki hlutum eftir, afhverju – ég – á svo oft til með að vera undirgefinn ræfill gagnvart hausnum á mér. Í staðinn fyrir að taka stjórn. Ég veit líka að þessi tegund af heilarækt er endalaus og hættir aldrei, svo ég var að reyna að gefa mér gott kickstart til að taka með mér heim.

 

  • Borða. 

 

  • Lesa, sem tengist svo sannarlega hausnum. Ég elska að lesa. Ég næ aldrei að gefa mér nægan tíma til að sökkva mér ofan í bók. Hingað til hef ég lesið tvær, og er byrjaður á þriðju og er nokkuð stoltur af mér. Í fyrsta lagi hef ég byrjað á ófáum bókum, en einu sinni og einu sinni, þegar tungið er í fullkomnri 76 gráðum við Plútó, þá klára ég bók. Eða eitthvað svoleiðis. Það fyndna við það að í hvert skipti sem ég sest niður og lesa, þá fer hausinn á stað “ÁÁÁÁTTU EKKI AÐ VERA GERA EITTHVAÐ ANNAÐ? ER NÚ EKKI EITTHVAÐ ÓKLÁRAÐ?” og annar mólikjúlur í líkamanum mínum fer í panic. Að liggja eins og klessa uppí sófa að horfa á Netflix, akke málið, allt getur beðið til morguns. Ó elsku haus. Það er ekkert í öðru lagi.

 

  • Skapa nýjar venjur. Jú eða REYNA ÞAÐ. Það sem kom skemmtilega en einnig frekar fáfræðilega á óvart, er að ég er sama manneskjan hérna úti og ég er heima. Það var einhver partur af mér sem hélt ég mundi vakna við sólarupprás, syngja söngva af svölunum og froskarnir mundu allir fiprast að fyrir neðan, hundarnir góla lauslega á meðan þeir teygðu úr sér við draumkennda uppvakningu frá silkimjúku röddinni minni, svo mundi ég hugleiða á meðan sólin væri að rísa og stilla mig fullkomnlega inní allar orkustöðvarnar mínar, svo mundi ég knúsa trén, hlaupa í slow motion á ströndinni og vingast við fiskana á meðan ég mundi bringusynda hringinn í kringum eyjuna. Það er ekki raunin, ég vakna eins og ég geri vanalega, tékka hvort ég sé moskítóbit, fer í símann og skrolla þangað til að þrifkonan lemur á hurðina (hún byrjaði að banka fyrstu dagana, núna lemur hún) og byrja á þá yfirleitt daginn. Eða svona, sirka. Skal fara í það seinna. Það sem ég meina með þessu, er að ég er ennþá ég hérna, ég er með meira pláss, ég er með meiri tíma, ég stend mig vel, en ég er enn að díla við sama haus á draumkenndri eyju og ég er að díla við í Hlíðunum í Reykjavík. Svo ég þarf að vinna vinnuna. Sem ég er að gera, og er þakklátur fyrir það. En það er eins og að vera á erfiðri Crossfit æfingu fyrir heilann. Fókus, fókus.

Heilaleikfimi er gríðarlega mikilvæg og ef við höfum skapað okkur umhverfi þar sem við fáum fullt af plássi til að æfa og styrkja heilann í átt þar sem við finnum fyrir frið og öryggi, þá erum við á besta stað í heimi. En við eigum líka að normalæsa að taka okkur úr umhverfinu til að endurstilla okkur. Það getur verið drullu erfitt að mæta í ræktina, við þekkjum það flest. Það er jafn drullu erfitt að mæta í heilaleikfimi og styrkja okkur þar. Mind, body, spirit elsku vinir –

Heyrumst x

TOM FORD

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    19. October 2022

    Ég flissaði svo oft við lesturinn, þú ert svo góður penni:*