fbpx

HLAUPASUMAR MEÐ BEOPLAY –

ÉG MÆLI MEÐNEW IN

Þessi færsla er í samstarfi við BeoPlay á Íslandi

Ég er kominn í samstarf við BeoPlay á Íslandi og ég er alveg óhræddur að segja að ég er yfir mig ánægður með það, en ég hef verið aðdáandi BeoPlay eða Bang & Olufsen í MÖÖÖÖRG ár og fékk að gjöf frá BeoPlay í Danmörku heyrnatól fyrir sirka þremur árum, og síðan þá hef ég þróast í mikinn hljómperra ef svo má orða. Þau skipti sem ég hef verið með léleg heyrnatól síðan ég byrjaði að vera með BeoPlay þá þykir mér það eiginlega óþæginlegt. Það er mikil lífsgæði í góðum hljóðgæðum, þvílík lína, write that shit down.

En ég lofaði sjálfum mér að þetta yrði hlaupasumar hjá mér, en veðrið á Íslandi er búið að vera vægast sagt viðbjóður svo ég hef ekki verið eins duglegur og ég ætlaði mér. En nú þegar ég ætla færa mig aðeins aftur yfir til Kaupmannahafnar sem mun taka á móti mér sól og fullt af hita, þá er ég mjög peppaður að byrja full force.

  

Um er að ræða BeoPlay E8 – og þetta er vægast sagt snilld. Það er mjög klikkað að vera með þessa gaura í eyrunum sem haldast pikkfastir í eyrunum og hljómurinn er geggjaður. Þetta eru mjög tæknileg heyrnatól, en þú stjórnar öllu með að snerta og tappa á tólin. Það er ekkert smá gaman að eiga þau.

Þau koma í svona boxi og hlaðast þá alltaf jafn óðum. Hvorki boxið né heyrnatólin hafa orðið batteríslaus síðan ég eignaðist þau, svo endingin er ótrúlega góð.

Fást í verslunum Ormsson (koma bráðlega á heimasíðuna) –

Einn tveir og hlaupa!

SÓLIN ER Á SEYÐISFIRÐI -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Dave

    3. July 2018

    Var ekki Dad -body inn í sumar eða var ég eitthvað að misskilja ?
    Kveðja,
    Davíð skutlari