fbpx

SÓLIN ER Á SEYÐISFIRÐI –

ÍSLANDPERSONALSEYÐISFJÖRÐURYNDISLEGT

Ég votta alla mína samúð til þeirra sem hafa verið í Reykjavík þetta sumarið, þetta hefur verið mjög niðurdrepandi, ég ætla bara henda því á borðið. Urður systir hringdi í mig einn dagi nn og sagði “Ég. get. ekki. meir, keyrum til Seyðisfjarðar á morgun, það verður sól” og ef ég sletti smá, that we did!

Við keyrðum seinni part miðvikudags og vorum komin kl 03:00 um nóttina, og við vöknuðum daginn eftir í 22 gráðum og steikjandi sól. Ég bókstaflega lifnaði við kæru vinir. Það er magnað að sjá hvað allt lifnar við þegar veðrið er gott og þegar við innilega viljum gott veður eða þegar Á að vera gott veður. Eini sumardagurinn sem kom til Reykjavíkur var óneitanlega besti dagur sumarsins, allavega hjá mér. Og þessi dagur sem ég ætla að sýna ykkur smá brot frá.

Arnar sæti bró

Það voru að sjálfssögðu fullt af fleiri myndum – en þær fara í mynda albúmið okkar fjölskyldunnar, þetta voru þó nokkrar og ég held að það skín ágætlega í gegn hvað þetta var frábær dagur í paradísinni á Seyðisfirði.

Ást og friður!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

WEDDING OUTFIT -

Skrifa Innlegg