fbpx

SÍÐUSTU DAGAR ..

PERSONALSITUATION

Já, nei, ég er ekki alveg dauður.

Þekkiði tilfinninguna þegar það er of mikið að gera, að þú gerir bókstaflega, á allan hátt ekki rassgat? Ég er óþolandi sekur um það. Ég er meira segja búinn að missa jóla andann minn – þá er mikið sagt.

Allavega, ég safnaði saman myndum sem sýnir það að ég er kannski ekki alveg búinn að gera ekki neitt. Fór í bíó, vinnuna, borðaði, aðeins í ræktina, til hamingju með afrekin ég!

foto 2

Hérna er hádegismaturinn minn frá Palæo – eitthvað svaka mataræði sem sponsorar Elite. Bara prótein, engin kolvetni blabla ..
Í þessu; Reyktur lax, gulrætur, avocado krem, súkíni, hvítkál, ferskar appelsínur og granat epli. Engin geimvísindi þarna.

foto 3 foto 5 foto 4

Vel geymdur demantur í miðbænum, BarBurrito á Studiestræde, þetta er must af prufa í Kaupmannahafnarferðarlagi. Kæró bauð, svo fórum við í bíó.

foto 1

Ég og Lotus að scouta eftir módelum í Tivoli í mikilli ringingu. Vá hvað ég er flippaður. Hún líka.

foto 1

Tréfullt af glóandi hjörtum, ég elska þetta tré í JólaTívolí.

foto 4

Sjáiði hjartað?

foto 3

Kasper, kominn með æði fyrir Þórsmörk úlpunni minni. Hann sem sagði að hún væri ekki hans stíll, my ass.

foto 2

Að laga þessa mynd er ekki eitthvað sem ég ætla að afreka – sorry.

foto 5

Komandi tónleikar í Kaupmannahöfn, nóg af módel stelpum og módelos strákum að finna!

ÁST OG GLEÐI OG KÆRLEIKUR OG JÁKVÆÐNI!

JULE FROKOST ELITE MODEL MANAGEMENT.

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  13. December 2013

  Lol á avakadókrem í matinn?!
  Og vá hvað allir þessir tónleikar hljóma vel;)

 2. Sandra

  13. December 2013

  Mæli með Tom Odell tónleikunum í VEGA þann 27. februar!!! Hann var i cph í vega líka í nóv og þeir voru vægast sagt geðveikir.

 3. Theodóra Mjöll

  14. December 2013

  Haha vá hvað þessi færsla hjá þér er mikil snilld. Það finnst alla leið í gegn að þú ert uppgefinn.
  Desember mánður er erfiðasti og skemmtilegasti mánuður ársins. Það besta á eftir að koma =)
  Knús á þig og sérstaklega á myndina sem þú nenntir ekki að snúa við haha =)

 4. Hófí

  16. December 2013

  Ekki bugast alveg, hér fyrir austan er allt hvítt og voða jóló. Skildu Grinch eftir á Kastrup takk fyrir pent ;)