fbpx

OOOOOG STAÐAN ER ÞESSI …

PERSONALTHOUGHTS

12278883_10153902352036535_3091415737091232701_n

Ég er búinn að vera ótrúlega slappur á blogginu, vona að þið afsakið það!

Ég hef einnig sest nokkrum sinnum niður og ætlað að blogga og koma mér í gírinn án árangurs. Ég hef líka ætlað mér að deila með ykkur hvað í raun og veru væri í gangi. Ég hef alltaf eytt þeim færslum, hugsaði með mér að fólk nennti ekki að lesa eitthvað tuð blogg og það væri enginn tilgangur í því að vera eitthvað að deila mínum hjartans málum á netinu, hvað þá ef þau eru ekki jákvæð. Ég ætti bara að díla við þetta sjálfur og hætta þessu rugli.

Sannleikurinn er sá að það er ekki hægt. Það er ekki hægt að bara laga sjálfan sig endalaust, frá sorg eða óhamingju. Stundum þarf utanaðkomandi aðstoð. Þökk sé umræðunar uppá síðkastið, þá hef ég ákveðið að skammast mín ekki fyrir það, þó að ég hef verið að gera það.

2015 hefur án efa verið erfiðasta ár lífs míns og eru þessir síðustu metrar erfiðir að komast í gegnum, og ég hef þurft að horfast í augu við það að ég hef verið alveg ótrúlega óhamingjusamur síðustu tólf mánuði sirka. Það tók mig langan tíma að viðurkenna fyrir sjálfum mér, enda hef ég unnið alveg ótrúlega hart að því að vera glaður og koma andlegu hliðinni í skorður þar sem hún var óstabíl frá unglingsárum. Ákveðin þrjóska kannski, eða kannski bara þessi gríma sem ég hef ómeðvitað verið með á mér í ansi langan tíma.

Ég er að vinna að uppgjörum, skrifum og fullt af breytingum í lífinu mínu eins og staðan er núna, sem ég er virkilega spenntur fyrir.

Svona er statusinn á mér. Um leið og ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér stöðuna og raunveruleikann, þá einhvernveginn fyrst fékk ég verkfæri í hendurnar til að gera breytingar og vinna mig útúr þessu.

Burt með grímurnar okkar og við skulum ekki sætta okkur við neitt minna en hamingju, því fjandinn hafi það við eigum það skilið.

xx

BLUE LAGOON VÖRURNAR, GENDER NEUTRAL OG SNILLD!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Pattra S.

  26. November 2015

  Ást til þín vinur minn!

 2. Elísabet Gunnars

  27. November 2015

  Sjáðu útsýnið sem þú fékkst þennan daginn út um gluggann þinn? Svona veitir hamingju í hjartað. Góða helgi til þín elsku vinur – 2016 verður árIÐ <3

  • Helgi Ómars

   27. November 2015

   2016 er árið! Rétt elsku vinkona! <3 knús og kærleikur

 3. RR.

  30. November 2015

  Gangi þér vel :)