fbpx

ROLLS ROYCE HÚÐVARA: LA MER

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
samstarf

Aldrei grunaði mig að ég gæti unnið með merkjum eins og La Mer, en stundum er lífið geggjað. Merkið á sér magnaða sögu, en Dr. Max Huber brenndist illa og gerði hann það að sínu lífsmarkmiði að þróa formúlu til að húðin gæti gróið vel, endurnýjað sig og byggja hana upp. Vörurnar eru kröftugar og innihalda aðeins fyrsta flokks innihaldsefni og eiginlega bara svolítið einstakar. Í hvert skipti sem ég nota þær þá fæ ég smá fiðring í magann. Hljómar dramatískt, en áferðin og virknin er vægast sagt stórkostleg.

Þó að ég geti ekki gert upp á neinni vöru, þá hef ég verið að nota mikið er augnkremið eða The Eye Concerntrate. Ég er orðinn alveg gríðarlega meðvitaður um augnsvæðið mitt og vil ég halda því eins stinnu og fínu eins lengi lengi lengi og ég get. Okkar maður er að skríða í þrítugt, ótrúlegt en þó satt. Ég sé alveg ótrúlega mikinn mun eftir að ég fór að nota þetta reglulega og get með engu móti mælt meira með þessari vöru –

Vörurnar fást í Lyf & Heilsu í Kringlunni, BeautyBox.is og Snyrtistofan Jóna –

@helgiomarsson 

FLOTTUSTU MERKIN Á ÚTSÖLU Í GK REYKJAVIK -

Skrifa Innlegg