fbpx

HELGASPJALLIÐ SNÝR AFTUR!

HELGASPJALLIÐ

JÆÆÆÆJA! Helgaspjallið er að fara aftur í loftið eftir þó nokkra pásu, tökurnar eru byrjaðar og allt sem þarf er þannig séð komið. Ég alveg hreinskilnislega fatta ekki ennþá hvað viðtökurnar voru góðar og finnst hálf erfitt að trúa því. Ég er þó með báða fæturna á jörðinni og tilbúinn að leggja enn meira í þetta ágæta podcast. Mér líður eins og ég sé að gera eitthvað sem ég innilega brenn fyrir. Að svala forvitni minni og að fá að hlusta á geggjaða viðmælendur hjálpa mér verða betri en ég var í gær og  fá fullt af innblæstri í lífið mitt. Vonandi er þetta eitthvað sem hlustendur mínir upplifa líka í kringum podcastið líka –

En Helgaspjallið byrjar aftur þann 1. desember – í besta mánuði í heiminum! 

Hlakka til!

Instagram: helgiomarsson

STATUS: FLUTTUR!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    18. November 2018

    speeennnt!!! xxxxx