fbpx

HELGASPJALLIÐ: ARNHILDUR ANNA

HELGASPJALLIÐ

Arnhildur Anna er frábær að svo mörgu leyti. Fyrsta, hún er frábær fyrirmynd, hún er sturlaður sjarmur, án djóks samt, maður verður svona “vó” þegar maður hittir hana. Hún er sjúklega fyndin og hún er alveg ótrúlega sterk. Mér finnst hún bara svo sjúklega frábær og alveg solid girl crush. Hún er kraftlyftingarkona ásamt því að vera háskólanemi. Hún var ein af þremur fyrstu sem ég skrifaði niður í Helgaspjallið og er mjög glaður að hún var game. Let’s go!

2

Nafn: Arnhildur Anna Árnadóttir

Aldur: 23 ára

Stjörnumerki: Krabbi

Þrjú orð um þig: Jákvæð, jafnaðargeð og beikon

arnhildur02

Hefuru alltaf verið í íþróttum? Já ég æfði fimleika hjá Gróttu í mörg ár!

Hvenær byrjaðiru í lyftingum og afhverju? Upphaflega leitaði ég til þjálfara til að létta mig og komast í form, en ég var rúmum 10 kg þyngri en ég er núna. Mitt fyrsta mót var svo nokkrum mánuðum síðar, Íslandsmót 2012 og eftir það lagði ég áherslu á verða sterkari en ekki léttari. Það er gaman að segja frá því að við mamma kepptum saman á því móti. Hún var mín helsta hvatning og er ég mjög heppin að eiga svona flotta fyrirmynd!

Hvað drífur þig áfram í íþróttinni? Fyrsta sem mér dettur í hug er minn eigin árangur. Lyftingar er mjög mælanleg íþrótt og við erum alltaf að miða við tölur. Það er auðvelt að vera ekki 100% fullnægð með tölur á mótum eða æfingum og það er klárlega hvatning til að æfa betur. Svona fyrir utan hvað ég á skemmtilega æfingafélaga!

arnhildur03
(Sorry hversu sætur hundur, þetta er svo sæt tegund, sturlast)

Skemmtilegasta æfingin? Móðir allra æfinga…hnébeygja!

.. een leiðinlegasta? Ég ætla segja upphýfingar og réttstöðulyfta af hækkun. Bðöö.

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi? Nóg af kaffi og jákvæðni!

arnhildur01

Hvernig hljómar dagur í lífi Arnhildar? Ég er í fullu námi svo dagarnir eru misjafnir út frá stundatöflu. En vanalega er ég vöknuð 8 og mætt á æfingu í World Class Seltjarnarnesi um 9. Uppúr hádegi bruna ég svo í skólann. Restin af deginum fer í að slappa af og vera með fjölskyldunni.

Hefuru upplifað einhverja fordóma að vera sterk stelpa? Nei ég get ekki sagt það. Ég held að fólki finnist það frekar aðdáunarvert.

Hvað hefuru að segja við svoleiðis týpur? Ég hef ekkert að segja við svoleiðis fólk. Sem betur fer þekki ég engan sem vill ekki að stelpur séu sterkar.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða? Já ég tek vítamín, kreatín og drekk Hámark.

arnhildur04

Hvað með mataræði? Ég reyni að borða hreina fæðu 80% af tímanum. Ég borða aðallega egg, kjöt, ávexti, sætar kartöflur, hnetur og svo er ég að vinna í að vera duglegri að borða grænmeti. Hin 20% er eitthvað rugl. Aðallega Ben & Jerry’s og Pop corners.

Áttu þér eitthvað guilty pleasure? Oh svo margt, ég elska mat! Ég ætla segja beikonvafðar döðlur og allt með osti.

Áttu einhver ráð sem hjálpaði þér að ná árangri sem þú getur miðlað áfram? Ég segi treysta ferlinu. Ef ég legg áherslu á rétt hugarfar, nægan svefn, góða næringu og æfi eins vel og líkaminn leyfir, þá er ekkert meira sem ég get gert. Góðir hlutir taka sinn tíma!

Hvað finnst þér must að hafa í huga þegar maður er að byrja í lyftingum? Kraftlyftingar er íþrótt sem krefst mikillar tækni svo góður þjálfari er lykilatriði. Og góðir lyftingaskór!

arnhildur05

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stelpur að eiga? (fasjon) Reebok æfingaföt og leðurjakka.

En á heimilinu? Ég segi apple tv, kósý teppi, Sonos, kaffivél og vigt.

Eitthvað á fasjon óskalistanum? Já mig langar í sólgleraugu og fína kápu.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Útskrifuð með BA í félagsfræði, búin að fá mér nýjan bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og fá mér hænur svo ég þurfi ekki að kaupa 6 bakka af eggjum á viku. Annars vil ég ekki veðja of miklu á markmið. Það gæti útlokað svo margt spennandi. Fyrir fimm árum hefði ég t.d. aldrei veðjað á að ég myndi geta lyft 500 kg + á kraftlyftingamóti!

Hver er aðalsnilldin við kraftlyftingar? Hvað gefur þér kikkið? Mesta snilldin að mínu mati er að kraftlyftingar eru fyrir alla. Í liðinu mínu eru konur á öllum aldri og til dæmis er ein þeirra er 64 ára. Pant verða svona töff amma. Svo er bara mjög gefandi að lyfta þungum lóðum. Mæli með því!

Lokaorð? Takk fyrir mig elsku Helgi xx Hlakka til að æfa með þér soon

BERLÍN BERLÍN BERLÍN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1