fbpx

PODCASTIÐ MITT – HELGASPJALLIÐ

HELGASPJALLIÐPERSONAL

Þá varð loksins að þessu – ég startaði mínu eigin podcasti. Eitthvað sem mig hefur langað í ótrúlega langan tíma og þetta varð svo gott sem að veruleika í apríl. Síðan þá hefur verið undirbúningur og upptökur og allskyns vinna í kringum það og síðustu helgi fór það loksins í loftið.

Helgaspjallið er í raun podcast útgáfa af Helgaspjallinu hér á blogginu. Ég elska að tala við fólk og ég elska að læra af fólki og hlusta hvað það hefur að segja. Mitt markmið með þessu podcasti var að veita og fá innblástur frá öðrum. Núna eru ansi margir þættir tilbúnir og mér þykir strax mjög væntum þessa þætti. Ég læri sjálfur mikið á því að hlusta á þá aftur og er alltaf að reyna bæta mig, en ég ákvað bara svolítið að sleppa takinu og vera ég sjálfur og leyfa viðmælendum að vera þeir sjálfir líka.

Þið getið hlustað á Podcastið á ÁttanFM á sunnudögum milli 18:00 og 20:00 og auðvitað á Itunes eða Podcast appinu í símanum ykkar.

Vonandi fýlið þið þetta kæru vinir og vonandi fáiði innblástur frá því frábæra fólki sem ég hef fengið í spjall og á eftir að fá í spjall!

x

AMAGER STRAND - OUTFIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sandra

    28. June 2018

    Hæhæ

    Fyrsti þátturinn er dottinn út, verður ekkert hægt að hlusta á hann aftur? :)