fbpx

HEIM Á SEYÐISFJÖRÐ –

HOMEÍSLAND

Ég veit ég enda alltaf á því að skrifa smá í hvert skipti sem ég fer heim til Seyðisfjarðar. Í þetta skipti fór ég aðallega með þeim tilgangi að fagna afmæli systur dóttir minnar sem á afmæli 31 mars – og þar sem ég er í fullri vinnu hjá Elite og þá nýti ég páska dagana til að komast heim, einnig á besti vinur minn afmæli 1 apríl. Ég hef heldur ekki fagnað afmælinu hans í ár og aldir, að mér finnst. Mér finnst fjölskyldan og svona, kjarninn lang mikilvægastur og í raun hið allra mikilvægasta sem ég á. Þetta var mér auðveld ákvörðun að segja smá fuck it og stökkva heim. Ég er líka heppinn að geta unnið í Reykjavík og ég fór í nokkur verkefni sem var auðvitað æði. 

Seyðisfjörður eins og alltaf, voru alveg rúmlega 20 sálfræðitímar. Ég get ekki hvatt ykkur nóg til að heimsækja þennan stað. 

Þessi yndislega systurdóttir mín átti afmæli. Ég náði loksins að fagna með henni!

Hjartagull!

Helgi getur ekki komið í heimsókn án þess að koma færandi hendi ..

Margrét fékk þessa peysu líka, en hún var á útsölumarkaði 66°Norður, Margrét er vanarlega frekar picky en hún eeeeeeelskaði peysuna!! Fannst það svo gaman ..

Og Sigrún í blikkskónum sem ég gaf henni frá Sketchers, ég bloggaði um þá líka, hún hefur víst ekki farið úr þeim síðan hún fékk þá. Finnst það svoooo gaman.

Ég hélt að Playmo væri ready í fokking kassanum, aldeilis ekki. Ég er tilbúinn í verkfræðinám núna ..

Sami svipurinn .. af sömu ástæðu.

Nocco aldrei langt frá.

Bestu vinkonur mínar í lífinu ..

Einhvernveginn er Apríl mánuður alltaf geggjaður þegar ég er á Seyðisfirði. Þetta var veðrið –

.. oooog sækja stelpurnar í leikskólann!

Langar ykkur að giska hversu fljótt þessi poki hvarf?

.. oooooog bestu vinirnir –

@helgiomarsson

TATTOO LAZER HJÁ HÚÐLÆKNASTOFUNNI -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Hrund

    12. April 2019

    Yndislegar myndir – fjölskyldan í fyrsta sæti <3