fbpx

TATTOO LAZER HJÁ HÚÐLÆKNASTOFUNNI –

ÍSLANDSAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Í mörg mörg mörg ár hef ég íhugað að láta fjarlægja tattoo sem ég fékk mér fyrir mörgum árum, 2009 ef ég man rétt. Tíu spikfeitum árum. Þegar LA Ink var sem vinsælast og Kat Von D var tilbeðin eins og Buddha sjálfur. Ég vissi bara að til að fitta inn þá ætlaði ég að fá mér “half sleeve” – sleeve eða ermi var auðvitað lang flottast. Ég man líka að ég ÁÁÁÁTTI EKKI LITLA BÓT fyrir boruna á mér. Ég fór á kúl stofuna í bænum og var flúraður af hrokafullum flúrara sem fékk sér jónu á svona hálftíma fresti. 

Að fá sér tattoo, fyrir mig persónulega. Er að setja á sig flúr sem hafa tilfinningaleg gildi að eilífu og að séu gerð af réttum forsendum.

Ég allavega heimsótti Húðlæknastofuna og tóku þar á móti mér tvær gjörsamlega æðislegar manneskjur, Guðrún og Jenna. Á Húðlæknastofunni eru semsagt húðlæknar sem vinna þarna og eru að vinna með öll þessi tók og allar þessar græjur og ég fékk svo mikið af góðum upplýsingum frá þeim og þær voru hreint út sagt alveg frábærar.

Tattoo lazerinn sem þau nota er víst alveg glænýr og algjörlega ný tækni sem á að brjóta flúrið hraðar og betur niður og í kjölfarið þarf maður færri skipti þangað til að flúrið er farið.

Ég fór yfir þetta á Instagram á dögunum og fékk svo brjálaðslega mikið af fyrirspurnum, en Húðlæknastöðin er með mjög fræðandi Instagram þar sem fullt af fyrirspurnum er svarað.

Til að örsnögglega svara spurningum sem gætu komið upp: 
– Þetta var vont, það er hægt að fá deyfikrem en ég afþakkaði, en þetta er svipað vont og að fá tattoo en tekur miiiiiklu styttri tíma!
– Dagný Erla er systir mín, ég mundi flúra nafnið hennar á ennið á mér. En ég fýlaði ekki hvernig það var gert, þetta var spontant tattoo í minni eigin skrift og það var bara orðið ljótt og ég ætla að fá mér Dagnýjar tattoo annarsstaðar. 

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli, en flúrið heldur áfram að brotna niður næstu 6 – 8 vikur og svo fer ég aftur í lazer.

Fyrir og eftir fyrsta lazer.

Ef það eru einhverjar vangaveltur eða fyrirspurnir mæli ég með Instagrammi Húðlæknastöðvarinnar :-) 

Instagram: @helgiomarsson

PÁSKAEGG FRÁ OMMNOMM!

Skrifa Innlegg