fbpx

Á NÝJA ÍBÚÐIN AÐ VERA DÖKK?

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Núna er allt komið á hreint varðandi íbúðina og lögfræðingurinn okkar gaf grænt ljós í gær. Íbúðin er formlega okkar. Það sem tekur við núna er allskonar æsingur, ganga frá núverandi, pakka, henda, gefa, selja, sparsla og hið mikilvæga: mála. Ég er á því máli að ég held að mig langi að íbúðin mín verði nökkuð dökk. Ég þarf að sjálfssögðu að fara manninn minn með á þessu máli og hann er einn þrjóskur fjandi. Flestir tala um að það “minnki rými” og ég eiginlega ætla ekki að kaupa það. Svartur klæðnaður á að grenna mann. Urban myth vinir. Mér persónulega líður eins og allir litir og lýsing nýtur sín tíu sinnum betur með dökkum veggjum og ég er svolítið að hallast að þessu. Ég er meira segja að verða meira og meira vissum að hreinlega detta í svartann lit. Ég eyddi morguninum mínum í að skoða þessi mál og ég tók nokkrar myndir saman.

Þið megið endilega deila með mér ef þið hafið einhverjar skoðanir á þessu eða hafið góða eða slæma reynslu.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

SUNNUDAGS HEIMSÓKN Í ÍBÚÐINA MEÐ MÖ&PA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    19. September 2018

    Held að þú getir alveg púllað þetta, myndi líklega ekki taka meira en eitt rými kolsvart og hafa þá aðra dökka liti með.. en mjög dökkgrár virkar líka vel en er minna yfirþyrmandi en alveg svartur.
    Kíktu á þetta heimili hér, allir veggir og loft máluð dökkgrá og útkoman er hriiiikalega kúl! http://trendnet.is/svartahvitu/hellirinn-hennar-lottu/

    Hlakka til að fylgjast með darling:)

  2. Halla

    19. September 2018

    Kæri Helgi ég hallast frekar að fallega gráum tónum. Ég held að ekki sé gott fyrir sálina að hafa mikið svart þó það geti verið fallegt á myndum. Gott er að hafa yfirvegaða liti fyrir sálartetrið. Gangi ykkur vel í málningargallanum.

  3. Marta

    21. September 2018

    Ég verð að styðja kæró í þessu máli… get ekki hugsað mér að búa í dökkri íbúð . En ef einhver “púllar” það þá er það reyndar þú! Gangi ykkur ofur vel í þessu skemmtilega verkefni :)