fbpx

CHITOCARE BEAUTY PAKKAÐ INN BEINT HEIM – AFSLÁTTARKÓÐI

færslan er í samstarfi við Chitocare

Ein af mest gefandi vinnum sem ég hef unnið við er að vinna með húðvöru fyrirtækinu Chitocare. Lukkupotturinn var margþættur, fólkið á bakvið þessi margverðlaunuðu vörur eru hvert annað frábærara, ég hef notað vörurnar í tvö ár sem er að sjálfssögðu mega lúxus útaf fyrir sig. Þau hafa einnig haft trú á Helgaspjallinu frá því samstarf þar hófst og trú á ásetning og skilaboðum hlaðvarpsins, svo ég er gríðarlega heppinn með “vinnustað” ef svo má kalla.

Síðan ég fór að vinna fyrir Chitocare hafa vinir, vandamenn, hlustendur og fylgjendur á samfélagsmiðlum reglulega tjáð mér ánægju sína á vörunum, en þær eru ekkert eðlilega kröftugar. Það sem lætur virkni húðvaranna skara framúr er undurhafsins chitosan sem er eitt af innihaldi varanna. Upplifunin er sögu ríkari, en ég gleymi ekki þegar ég prófaði maskann í fyrsta skipti, ef ég man rétt þá held ég að ég hafi sagt upphátt “woooddda fokk” – en það er ótrúlega magnað, og eins og ég segi, það er svo mikið must að prófa þessar vörur.

Þau kynntu nýlega til leiks yfir jólin gjafaöskjur í hinum ýmsu vöruflokkum og útfærslum og ef þið pantið á netinu getiði fengið allar öskjurnar pakkaðar inn og sendar á áfangastað. Mér fannst það svo brilliant. Svo bara blikka móttakanda eða aðstandanda móttakanda skrifa einn sætan merkimiða og voila, komið.

Ég mæli svo innilega með þessum vörum, og sérstaklega að prófa, þá vitiði nákvæmlega hvað ég er að tala um.

Með afsláttarkóðanum: Helgaspjallið – fáiði afslátt og gerið jólainnkaupin örlítið þæginlegri.

CHITOCARE.IS

Kram á alla x

JÓLAGJAFIR FRÁ 66°NORÐUR OG AFHVERJU ÞÆR ERU SNILLD

Skrifa Innlegg