fbpx

LANGT SÍÐAN SÍÐAST

2023LÍFIÐ

Góðan daginn, langt síðan síðast …

Eftir mesta flakk lífs míns (fyrir utan heimsreisuna) þá er ég loksins komin aftur heim til svíþjóðar í rútínu. Ég er búin að taka mér góðan tíma til að komast aftur í hversdagsleikann hér úti og ó það er svo gott. En mig langar samt að fara aðeins yfir síðustu vikur því þær eru búnar að vera ótrúlega viðburðaríkar & margir hafa verið forvitnir um Barcelona ferðina.

Ég fór til Barcelona með skólanum sem er partur af okkar praktík (starfsnám). Þar var markmiðið að prófa og að læra að vinna með kúnna frá A-Ö. Þarna á maður ekki að mynda eftir sínum stíl heldur hvað er það sem kúnninn vill og fara eftir þeirri ósk, en auðvitað koma með fleiri hugmyndir & uppástungur sem getur bætt lokaútkomuna á herferðinni. Okkur var skipt niður í hópa, tveir ljósmyndarar og einn eða tveir photo designers. Allir hópar fengu ólík verkefni og áskoranir.

Okkar hópur var svo heppinn að fá víngarðinn Can Roda sem er rétt fyrir utan Barcelona. Það tekur aðeins hálftíma að komast í þessa paradís sem ég mæli með að heimsækja. Hér koma nokkrar myndir frá tökudögunum …

Á meðan ferðinni stóð var ég á self mastery námskeiði með Reykjavík Ritual sem ég verð bara að fá að nefna af því að mér finnst námskeiðið hafa hjálpað mér ótrúlega mikið. Ég gæti ekki mælt meira með, ég fékk að kynnast sjálfri mér á allt öðru plani. Þetta krefst vinnu & tíma sem mér finnst að allir eiga að gefa sjálfum sér. Gjöf til sín. Þú getur lesið betur um námskeiðið hér. Næsta byrjar 5. maí.

Eftir Barcelona fór ég heim til svíþjóðar alveg að missa mig úr spennu að hitta fjölskylduna mína. Við eyddum páskunum í gullfallegri sænskri stuga eins og það kallast hér úti. Við nutum í botn í einni fjölskylduklessu.

Síðan var ferðinni haldið til íslands í vinnuferð.

 Ég tók að mér verkefni með Verma til að mynda fyrir Stuckies sem er sænskt fyrirtæki stofnað af mömmu sem vildi gera sokka sem haldast á barninu sínu. Hver hefur ekki lent í því að eyða of miklum tíma af deginum í að leita af hinum sokknum. Ég sýni ykkur meira frá því síðar.

Allavega, þá voru þetta örfáir mjög svo brjálaðir dagar. Það var mikið að gera, en svo gaman. Við Emilía flugum síðan heim þar sem Tómas varð eftir vegna vinnu.

Ég ætla ekki að fara að ljúga að ykkur. Ég var gjörsamlega búin á því þegar við komum heim. Og mitt sociala batterí var lööööngu orðið batteríslaust. Kveðja introvert sem var búin að vera innan um fólk í of langan tíma. Eins yndislegt og það er þá finn ég bara að ég get gefið lítið af mér þegar ég hef ekki fengið tíma til að anda með sjálfri mér. Þannig hleð ég mín batterí.

Þangað til næst,
takk fyrir að lesa <33

ArnaPetra (undirskrift)

LÍFIÐ & LJÓSMYNDUN

Skrifa Innlegg