fbpx

MUST HAVE SNYRTIVÖRUR FYRIR MÖMMUR

BURSTARFÖRÐUNSNYRTIVÖRUR
Halló!
Eftir að ég varð mamma þá hef ég mun minni tíma til að gera mig til. Ég gríp miklu oftar í vörur sem eru fljótlegar og þægilegar. Ég farða mig líka mun sjaldnar núna en það er líklegast fæðingarorlof+covid ástandið í bland en í þau skipti sem ég farða mig þá líður mér svo miklu meira vakandi og ferskari. Þannig ég mæli með að gera sig til þótt að maður sé ekki endilega að fara neitt. Mig langaði að deila með ykkur vörum sem eru must núna í minni snyrtibuddu eftir að ég varð mamma.
Litað dagkrem/léttur farði
Litað dagkrem/farði sem er auðvelt er að henda á sig og lítur vel út á húðinni.
Augabrúnablýantur og augabrúnagel
Algjört must hjá mér! Augabrúnirnar móta andlitið og oft hef ég hef engan tíma þá geri ég bara augabrúnir og sleppi öllu öðru.
Þurr sjampó
Ég var forfallinn þurrsjampósfíkill en núna er þetta orðið algjört must fyrir mig.
Hyljari
Góður hyljari gerir kraftaverk mömmubaugana.
Litaleiðréttari (corrector/brightener)
Þetta helst í hendur við góðan hyljara. Vara sem birtir undir augun og tekur í burtu bláma. Áður en ég eignaðist barn þá lét ég hyljara oftast duga en ef ég er virkilega þreytt þá finnst mér algjör snilld að nota litaleiðréttara.
Krem bronzer
Vá krem bronzer gerir allt betra. Húðin verður fersk, sólkysst og aðeins mótaðri.
Varasalvi
Góður varasalvi eða varaolía, sérstaklega í þessum kulda.
Augnháralengingar
Þetta er alls ekkert must en ég mæli svo innilega með augnháralengingum. Ég er bara nýlega búin að fá mér og vildi að ég hefði gert það miklu fyrr og sérstaklega fystu mánuðina. Ég fer til Tinnu á Stofunni, hún er algjör snillingur. Það er mjög þægilegt að vakna með fín augnhár og þurfa ekki að pæla í þeim.

30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ

Skrifa Innlegg