fbpx

BAK VIÐ TJÖLDIN MEÐ MAX FACTOR

BEAUTYLÍFIÐWORK

Síðasta verkefnið mitt í mikilli vinnutörn á Íslandi var með Max Factor á Íslandi. Ég tók þátt sem módel fyrir nýja herferð sem þau eru að keyra í gang. Herferðin heitir MYFACTOR og er einmitt í gangi hér í Svíþjóð þessa dagana. Það var algjört topp teymi sem tók þátt og dagurinn því vel heppnaður að öllu leiti. Ég segi og sýni ykkur meira þegar myndirnar koma út en hér hafið þið tök á að vera fluga á vegg þegar þið flettið í gegnum baksviðs myndirnar sem teknar voru á mína vél. Einnig svara ég spurninum um nokkrar flíkur sem fylgjendur mínir á Instagram höfðu áhuga á að vita meira um (fyrir neðan hverja mynd fyrir sig) …

//

I spent my last day in Iceland with Max Factor. I was a model for a day for their new campaign – MYFACTOR. I will show you the results later but here you have the backstage pics. The day was a wrap thanx to the great team behind the shoot.

Ljósmyndarinn Íris Björk var með allt á hreinu –

Harpa Káradóttir klárasta sminka Íslands … finnst mér

Bleikur blazer frá Gestuz – fæst á 50% afslætti í Companys í Kringlunni

Ásta Haralds sá um hárið. Ótrúlega klár stelpa sem ég var að kynnast í fyrsta sinn.

Hár og makeup

Rósa mín heimsótti settið .. heppin ég.

Ég tel niður dagana í að þessi Elísabetarlegi samfestingur fari í sölu. Íslensk hönnun frá elsku Andreu Boutiqe.

 

Ég er alveg miður mín yfir því að engin mynd sé af hinu módelinu, Steinunni Eddu, en það er ekki persónulegt. Sorry Steinunn!! Þú varst fab og það var gaman að eyða deginum með þér og hinum skvísunum.

Hlakka til að sjá útkomuna.
Takk fyrir mig Max Factor. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

@elgunnars á Instagram – HÉR

 

TREND: MITTISTASKA

DRESSTREND

… Mittisveski þarf ekki bara að bera um mittið.
Veskið er eitt af stærri trendum 2018 sem gaman er að taka þátt í. Fylgihlutur sem þægilegt er að bera á sama tíma og hann gerir lúkkið. Margir hátískuhönnuðir sýndu hana á pöllunum og hér höfum við nokkur dæmi um slíkt.

Festu hana um mittið eða leyfðu henni að hanga yfir öxlina. Sjáið betur hér –

//

Belt bag is one of the trends 2018. We have seen a lot of it on the catwalks.
Take a look –

 

Mitt mittisveski er frá Lindex og í dag nota ég hana yfir öxlina.
Blússa: Lindex
Sólgleraugu: Vintage
Jakki: Selected
Skór: Vagabond/Kaupfélagið
Þið hafið margar verið að spyrja um lakkbuxurnar mínar – ég bloggaði um þær í haust: HÉR

 

Marc Jacobs SS 2018

 

Balenciaga SS 2018

PROENZA SCHOULER
FÆST: HÉR

 

Louis Vuitton

 

Building Block – FÆST: HÉR

 

 

GUCCI – FÆST: HÉR

PRADA

WANDLER – FÆST: HÉR

GUCCI með printi – FÆST: HÉR

VALENTINO – FÆST: HÉR


MIU MIU – Fæst: HÉR

 

Og svo þær sem ég veit um í sölu hér heima: 

 

Lánuð mynd frá Andreu Magnúsdóttur.
EVA Laugavegi

66°Norður 

ZARA

LINDEX

 

Happy shopping !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VANESSA MOONEY SKART

SHOP

Vanessa Mooney er nýtt skartgripamerki í verslun YEOMAN á Skólavörðustíg. Bandarísk hönnun sem er að slá í gegn víðs vegar um heiminn. Stórstjörnurnar Kendall Jenner og Kaia Gerber eru til dæmis mjög tryggir aðdáendur merkisins og hafa pottþétt hjálpað til við  að draga upp vinsældir þess.

Ég var með valkvíða í beinni á Instagram story í gær og þið hjálpuðuð mér að velja. Þetta varð mitt og ég hef borið það á hálsinum síðan og mun gera áfram … ég alveg elska það! Hefði þó mátt taka betri mynd!

Það er margt fleira fallegt sem er komið á óskalistann eftir heimsókn mína. Mig langar t.d. að eignast þessa eyrnalokka sem einnig eru fáanlegir hjá YEOMAN.

 

//

Vanessa Mooney is rather new jewellery brand that been growing very fast, with stars like Kendall Jenner og Kaia Gerber wearing their products.
I had a really hard time deciding which one should be mine but in the end it was the one on the photo above, after some help from my instagram followers – thanks! The statement earrings are also on my wish-list now.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

@elgunnars á Instagram – HÉR

GETAWAY – ION ADVENTURE HOTEL

LÍFIÐ

Nýja árið hefur byrjað með mikilli keyrslu hér á klakanum. Ég er að frá morgni til kvölds og á í fullu fangi með að komast yfir dagskrá daganna með einn lítinn snúð á kantinum. Það var því góð ákvörðun þegar við Gunni ákváðum að fara í barnafrí/vinnuferð úr amstrinu og álaginu í Reykjavík. Við leituðum ekki langt heldur heimsóttum einn af okkar uppáhalds stöðum, ION hótelið á Nesjavöllum, en hingað til höfum við aðeins stoppað stutt og því kominn tími til að prufa að njóta yfir nótt. Mæli með fyrir alla!! Ísland er best í heimi.

Góður matur, æðisleg vinnuumhverfi og dásamlegt spa gaf okkur fullt af orku inní vikuna sem senn er á enda. Mikið fljúga dagarnir áfram þegar mikið er að gera.

//

Me and my husband had a lovely getaway last weekend. The destination was ION Adventure Hotel, just a short drive from Reykjavik but yet so far away from the city life. The hotel design is beautiful, the view is fantastic and you can clean you mind and body with good food and some time in their small Spa.

Drauma vinnuumhverfi –

Eins og fallegasta málverk –

ROOM 220

Ég á nokkrar svona myndir teknar af mér .. á mismunandi árstímum.

Að vakna við þessa sýn … þakklát –

Heitur pottur með útsýni yfir kalda íslenska hraunið –

Ég birti þessa mynd á Instagram og fékk rosaleg viðbrögð frá erlendum fylgjendum sem fannst þetta draumi líkast .. –

Og gufa .. –

Foreldrafrí –

Ef ég ætti fullt af peningum þá mætti þetta vera borðstofan mín .. ?

 

Skyrta: Acne, Buxur: Malene Birger, Skór: KALDA

Og svo var haldið heim .. –

Við lentum í smá óhappi á leiðinni því veðrið var ekki að leika við okkur og engin leið var að komast upp brekku ca 8 km frá hótelinu. Mér var ekki farið að lítast á blikuna og verð að viðurkenna að ég varð mjög hrædd þegar við réðum ekki við bílinn í hálkunni. Allt endaði vel (einhver hefur verið með okkur) og með hjálp yndislegra þjóna komumst við á leiðarenda. Ég vona að ég fái tækifæri á að koma aftur að sumri til.

Stutt en góð heimsókn.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MUNUM 2018

LÍFIÐ

English Version Below

Á fyrsta degi 2018 gerði ég líklega bestu kaup ársins sem munu hjálpa mér mikið næstu mánuði. Hingað til hef ég haldið utan um lífið í tölvunni og ég mun nota dagbókina þar áfram þegar kemur að vissum málum. En með þessari nýju dagbók næ ég að setja mér skýrari markmið og krossa strax í eitt þeirra. Betra skipulag 2018!

Markmiðin þurfa ekki að vera stór og ef þau eru stór þá má vinna þau í litlum skrefum. Lífið hjá mér hefur í lengri tíma snúist um það að finna jafnvægið á milli fjölskyldu, vina og vinnu. Maður nær því jafnvægi með skipulagi.

Ég hef lengi lifað eftir þeirri sannfæringu að góðum hugmyndum eigi að hrinda í framkvæmd og með jákvæðni og trú geti allir náð sínum markmiðum. Bókina ætla ég að nýta mér fyrir skammtímamarkmið, mánuð fyrir mánuð. Þar er líf og lífstíll í aðalhlutverki þar sem markmiðin snúa t.d. að hreyfingu, vinnu og fjölskyldu.

MUNUM skoraði á mig að taka þátt og ég tek því fagnandi. Á einni viku sem ég hef notað þessa bók er ég strax betri og því skora líka á þig að vera með!

Útsýni alla daga –

Markmiðssetning er eitthvað sem ég hef ekki nægilega góða þekkingu á og ef þið eruð í sömu sporum hvað það varðar þá standa stúlkurnar á bakvið þessa bók fyrir viðburði í vikunni. Ég er mjög spennt að mæta!

Hvar: Gló Fákafeni
Hvenær: Miðvikudaginn 10. janúar
Klukkan hvað: 20-21:00
Meira: HÉR

//
My new planner, Munum, is also available in English: HERE

Vertu besta útgáfan af þér 2018.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TRENDNET 2018

LÍFIÐTRENDNET

TAKK TAKK allir sem komu og fögnuðu með okkur nýju ári og nýju lúkki á Trendnet. Síðan er hönnuð af Heiðberg bræðrum og nýja vörumerkið er hönnun HAF hjóna – allt íslenskt hæfileikafólk.

Ég var sérstaklega meir/sjokkeruð yfir því hversu margir mættu tímanlega en það var löng röð út korter í 6. Goodie pokinn var þó mjög veglegur og það er auðvitað mjög góð ástæða til að vera á réttum tíma
//
We celebrated our new look on Trendnet some days ago. Thanks to everyone that showed up and thanks for the nice words about the new look. I tried to capture some moments –  Enjoy!

Stemningin var svo almennt góð og gærdagurinn fór í að reyna að svara öllum þeim hlýju skilaboðum sem mér og Trendnet hafa borist. Ég á reyndar enn eftir að komast yfir stóran hluta og mun nota helgina í það. Þið virðist vera ánægð með nýja lúkkið og þá er markmiðinu náð. Ég er allavega að elska það.

Buxur: Monki, Bolur: Totéme, Skór: Zara

Ég reyndi að fanga stemninguna á filmu þó að oftast hafi ég verið með hugann við annað.

Góða helgi kæru lesendur <3 takk fyrir að kíkja stundum við!! 2018 verður frábært á Trendnet.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLOGG ANNÁLL 2017

LÍFIÐTRENDNET

Ég held í hefðina og fer yfir liðið ár á blogginu áður en ég held inní nýtt og spennandi ár hér á Trendnet. Það er alltaf jafn áhugavert fyrir mig að skoða þennan lista, hann sýnir mér hvað lesendur vilja sjá og hjálpar mér að marka stefnu fyrir 2018.

Ég mun setja inn stutta útgáfu á færslunum hér að neðan – ef þið viljið lesa meira þá smellið þið á titilinn til að detta inná upprunalega innleggið.

Það var margt spennandi sem gerðist á árinu, ég og Gunni urðum þrítug (VÁ!), Gunni vann sænska titilinn, ég sat fyrir hjá H&M við komu þeirra til landsins og það sem kætir mig mest er að sjá vinsælustu færsluna – Konur eru konum bestar. Það er verkefni sem gekk eins og í sögu, við seldum upp framleiðslu okkar nokkrum sinnum og ég er svo stolt af verkefninu og þeim konum sem hjálpuðu okkur. Það var bæði yndislegt og átakanlegt að mæta í Kvennaathvarfið með veglegan styrk sem hjálpar þeim að vinna það gríðarlega óeigingjarna og ómissandi starf sem þær gera svo vel.

Mér þætti vænt um að þið mynduð skilja eftir athugasemd á þessa færslu. Hvað finnst ykkur skemmtilegt að lesa? Eitthvað sem má breyta eða bæta? Eða bara stutt kveðja inní nýja árið.

Um leið og ég þakka fyrir frábært 2017 á Trendnet þá hlakka ég mikið til að vera með ykkur á nýju og spennandi 2018. Við á Trendnet ætlum að byrja árið með stæl, nýtt útlit og ný vefsíða væntanlega og að því tilefni ætlum við að bjóða ÞÉR í nýársfögnuð.

//

My top 20 blogs of 2017 – ENJOY!

TOPP 20 2017

 

20. YSTAD SALTSJÖBAD

Ég er svo þakklát fyrir sólahringinn sem ég fékk í sænsku sælunni hér í suður Svíþjóð á dögunum. Fyrsta sinn án barna yfir nótt frá því að G.Manuel fæddist og mikið sem ég valdi réttan stað og stund.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

19. HEIMSÓKN: GANNI

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur!

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

18. BIG 30

Við hjúin héldum uppá tvöfalt þrítugsafmæli á dögunum. Við stoppuðum stutt á landinu og því var tilvalið að henda í eitt gott partý og ná saman vinum og vandamönnum á einn og sama staðinn. ODDSSON varð fyrir valinu þar sem við skreyttum með gasblöðrum og glimmeríi og bjuggum þannig til okkar eigin stemningu.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

17. LÍFIÐ

Maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, og liðið hans IFK Kristianstad urðu sænskir meistarar á laugardaginn þegar liðið vann úrslitaleik í brjálaðri stemningu í Malmö Arena.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

16. ÓSKALISTINN Í BEINNI

Það var virkilega skemmtilegt að fá að taka yfir Snapchat aðgang Smáralindar um helgina. Ég fór á milli verslana og valdi mínar uppáhalds vörur til að deila í beinni.

SELECTED

H&M

LINDEX

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

15. BIG 50

Ég átti stutt stopp á Íslandi í byrjun september. Aðal ástæðan var stórafmæli pabba míns. Þessi flotti kall og frábæra fyrirmynd er orðinn 50 ára og eldist eins og hið besta vín – verður bara betri með árunum sem líða.


Skál !

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

14. SUNNUDAGSINNBLÁSTUR: BRÚÐKAUP

Það er eitt sem truflar einbeitinguna hjá mér þessa dagana. Það er brúðkaup mitt sem er á planinu fyrir næsta sumar.  Ég held að ég sé að segja frá því í fyrsta sinn hér á blogginu? Þið fáið að fylgjast með undirbúningi ef áhugi er fyrir slíku og mér þykir það líklegt miðað við öll kommentin sem ég fékk frá fylgjendum á Instagram þegar ég kom brúðkaupinu óvart að á story fyrir stuttu.

13. HÖFUÐSTÖÐVAR H&M

Eins og þið hafið fengið á sjá á samfélagsmiðlum þá er ég stödd í Stokkhólmi þessa dagana í pressuferð á vegum H&M, en það styttist í opnunina á Íslandi.

Hattur: Vintage
Skyrta: H&M
Buxur: Samsoe Samsoe
Skór: H&M

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

12. FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Mig langar að kaupa mér eitthvað nýtt fyrir helgina, ég á nefnilega afmæli og þá má maður leyfa sér.

 

Peysa: Lindex
Buxur: Ganni/Geysir
Toppur: Lindex (held ég hafi áður haft sama topp í svona pósti)
Sólgleraugu: Oliver Peoples/Augað
Leðurjakki: Noisy May/Vero Moda
Eyrnalokkar: Maria Black Jewellery/ Húrra Reykjavik
Varalitur: Maybelline nude nr 725
Skór: Gardania/GS Skór

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

11. STÍLLINN Á INSTAGRAM: HELGA JÓHANNS

Norðlenska fasjónistan Helga Jóhannsdóttir á Stílinn á Instagram að þessu sinni. Helga virkar á mig sem dugnaðarforkur í sínum verkefnum en hún heldur úti virkum Instagram reikningi þar sem hún skvísar yfir sig ;) Helga er ein af þeim sem notar Instagram reikning sinn sem eins konar blogg og ég kann að meta það – persónulegt í bland við innblástur og mood.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

10. H&M: SHOW US YOUR STYLE

HÆ og verið hjartanlega velkomin í H&M á Íslandi … skrítið að hugsa til þess að það verði bráðum raunin.


Ég tók þátt í auglýsingu sem fór í loftið hjá sænska tískurisanum fyrr í dag. Það er ég, söngvarinn og frumkvöðullinn Logi Pedro og dansk/íslenska Costume skvísan Þóra Valdimars sem sitjum fyrir.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

9. LAUGARDAGSLÚKK

Þið sem fylgið mér á Instagram fenguð að vera í beinni á afmælisdaginn minn um helgina. Veðurguðirnir gáfu mér frábæra gjöf og því hélt ég mig í garðinum í góðum félagsskap yfir daginn og naut þess að vera til.


Sundbolur/Bodysuit: H&M

Buxur/Jeans: H&M (elska þessar!)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

8. COPY/PASTE

g átti leið fram hjá Ginu Tricot í gær þegar ég rakst á þessa tösku í glugganum. Hún lét mig taka U beygju inn í búðina – svo ótrúlega lík Gucci! Sjáið sjálf hér að neðan.

 

GUCCI / Dionysus Medium suede and leather shoulder bag

Verð: 250.000 isk

GINA TRICOT
Verð: 4.400 isk

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

7. SVALA – LÚKK KVÖLDSINS

Í atriði sínu um helgina klæddist hún hvítri dragt og klipptum topp með hárið sleikt í tagl. Skórnir kölluðu á umræðu og margir héldu að þetta væru gömlu “góðu” Buffalo mættir í allri sinni dýrð – það var ekki svo gott.

Svala segist elska jakkaföt og smókinga á konum og þar er ég henni sammála.

 “Ég hef alltaf dýrkað Grace Jones og Annie Lennox og var soldið að channela þær báðar svo er ég pínu tom boy í mér og elska að performa í buxum.”

paper

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

6. HEIMA: IKEA NÝJUNGAR

Þið sem fylgið mér á Instgram fenguð óvenjulega hlið af mér í vikunni þegar ég sýndi mikið frá heimili mínu. Um er að ræða IKEA ferð fyrri daginn þar sem ég ákvað á staðnum að taka út mínar uppáhalds vörur í versluninni. Daginn eftir hélt ég áfram þar sem ég sýndi tvær af þeim vörum sem fóru með mér heim. Í kjölfarið fékk ég svakaleg viðbrögð, þau mestu síðan að ég byrjaði á Instagram story sem er kannski vísbending um að ég eigi að breyta mínu bloggi yfir í heimilisblogg – watch out Svana ;)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

5. ÚRVAL AF SUNDBOLUM

Hvað þarf ég fyrir næsta tímabil? Sundbolur og sólgleraugu eru tvennt af því sem ég kaupi mér alltaf á þessum tíma. Ég fékk reyndar nýjan (íslenskan) sundbol um jólin sem ég hef notað innanhús í vetur en mig langar alltaf að eiga til skiptanna og hef því tekið út úrvalið og deili að sjálfsögðu með ykkur í bloggi dagsins.

Processed with VSCO with f2 preset

BAHNS – Helicopter

filippak

Filippa K – GK Reykjavik

swimslow_41_grande

Nýtt íslenskt frá Swimslow 

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

4. STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

3. VILTU VINNA 100.000 KR.

Um er að ræða 100.000 (!!) króna inneign í iglo+indi, Tulipop og Fló skóverslun. Jólin eru tími barnanna og því er við hæfi að við gefum svona stóra gjöf til smáfólksins og að sjálfsögðu eru þetta allt verslanir sem ég sjálf er svo hrifin af fyrir mitt litla fólk. Öll þekkjum við smáfólk í kringum okkur sem við viljum gleðja á þessum tíma árs.

MÍNAR HETJUR

Alba og Manuel klæðast –

Föt: iglo+indi
Skór: Froddo/Fló
Bangsar: Tulipop

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

2. ÚT AÐ HLAUPA

Ég elska þennan tíma árs þegar kemur að hreyfingu. Útihlaup í blíðviðri er mín uppáhalds hreyfing og ég nýti hvert tækifæri til slíks. Ég hef áður rætt það á blogginu hvað hlaup gerir mikið fyrir andlega þáttinn. Þar hreinsa ég höfuðuð og nýt þess að vera til. Á hlaupum fæ ég líka mínar bestu hugmyndir.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

1.KONUR ERU KONUM BESTAR
(
færslan í fullri lengd)

Rakel Tómasdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari

Gleðilegan Kvenréttindadag kæru lesendur. Ég átti góða stund með góðum konum fyrri part dags þar sem við tókum myndir af nýjum bolum sem fara í sölu seinna í vikunni. Um er að ræða hvíta stuttermaboli sem bera merkinguna: KONUR ERU KONUM BESTAR …hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

Merktir stuttermabolir með skilaboðum hafa aldrei verið vinsælli og þær vinsældir halda áfram út árið miðað við það sem hátískan sýnir okkur. Við AndreA deilum sömu ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari og gera þannig samfélagið okkar að betri stað. Við ákváðum því að fara þessa leið sem fyrsta skref í því átaki. AndreA selur íslenskum konum klæði hvern einasta dag og mínir lesendur eru 90% konur, þið eruð því einhverjar sem gætuð rekist á þessi skrif og myndir af stuttermabolnum sem minnir okkur á málefnið. Hér ættum við að ná til hóps sem vonandi er á sama máli og vill hjálpa okkur að dreifa boðskapnum enn frekar.

Framtíðin er björt: Magnea dóttir Aldísar, Alba dóttir mín og Ísabella dóttir Andreu.

 

Sem mæður þá leist okkur ekki nógu vel á þann veruleika sem börn okkar alast uppí. Okkur ber skylda að reyna að bæta hann og vera fyrirmyndir og sjá til þess að okkar börn verði einnig góðar fyrirmyndir.
Samstarfið hlaut yfirskriftina ,,Konur eru konum bestar” og þau orð passa svo sannarlega við okkar hugmynd. Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari. Þetta eru hlutir sem við getum stjórnað og það þarf oft ekki mikið til að gera marga mun hamingjusamari. Letrið á bolunum er hannað af Rakel Tómasdóttur ofursnilling og allur ágóði af sölu mun renna til Kvennaathvarfsins.

Hvítum stuttermabolum er hægt að klæðast við öll tækifæri – hægt að dressa upp og niður eftir tilefnum og fyrir fínni tilefni þarf lítið annað en rauðan varalit til að ná heildarlúkkinu. Loréal slóst því með í málefnið og mun varalitur fylgja með öllum bolunum.

Bolurinn fer í sölu á fimmtudagskvöld og ég vona að ég sjái ykkur sem flest þar í góðu geimi. Meira um viðburðinn: HÉR

Ég yrði auðvitað þakklát ef þið gætuð flest deilt þessum bloggpósti með því að smella á “deila” hér að neðan.

Áfram Ísland!

TAKK FYRIR AÐ KÍKJA STUNDUM VIÐ <3 Sjáumst HÉR á fimmtudaginn.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KLÆÐUMST ÍSLENSKU Á ÁRAMÓTUNUM?

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Er áramótadressið klárt? Ég tók saman alíslenskar kauphugmyndir sem ég myndi sjálf vilja klæðast um helgina. Úr ólíkum áttum en allt eftir okkar hæfileikafólk í hönnun.
Vonandi finnið þið eitthvað við hæfi hér að neðan <3

Þessi mynd af Ingu Eiríks eftir Kára Sverriss! Engu lík. Kjóllinn er eftir Hildi Yeoman.

Andrea okkar í Hildi Yeoman
Fæst: Yeoman Skólavörðustíg

Húfa og pels: Eggert Feldskeri

Dress: AndreA Boutiqe
Fæst: Strandgata HFJ

Að mínu mati er þetta samfestingur-inn!!
Fæst: AndreA Boutiqe HFJ

Skart er punkturinn yfir i-ið. Þessar perlur eru eftir Hlín Reykdal.
Fæst: Fiskislóð 75

Afslappað en dásamlegt frá MOSS REYKJAVIK
Fæst: Gallerí 17

Velúr frá toppi til táar. MOSS REYKJAVIK.
Fæst: Gallerí 17

Æ þessir bestu skór frá KALDA.
Fást: YEOAMAN Skólavörðustíg

Kjóll: GEYSIR
Fæst í nokkrum litum.

 

Kjóll: Milla Snorrason
Fæst: KIOSK


Þessi litur er æði! Líka frá Milla Snorrason
Fæst: KIOSK

Toppur: Helicopter
Fæst: KIOSK


Prjónaður kjóll frá MAGNEU.
Fæst: A . M . Concept Space / Garðastræti


Anita Hirlekar
Fæst: A . M . Concept Space / Garðastræti

Besti fylgihlutur, algjört spari, er þessi chocker frá Hildi Yeoman.

Að kaupa íslenskar flíkur eða skart er eins og að kaupa aðra íslenska list að mínu mati. Svoleiðis kaup lifa lengur og þú (allavega ég) fyllist stolti yfir því að klæðast þeim aftur og aftur. Áfram Ísland! Það verður ekki of oft sagt ;)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DEAR SANTA, I CAN EXPLAIN

DRESS

Það var hinn mesti mánudagur í mér á þessum ágæta miðvikudegi í gær … eins skrítið og það nú hljómar. Jólafríið var stutt en gott.

Eitt af þeim trendum sem halda áfram inn í næsta ár eru svokallaðar logo flíkur, merktar flíkur og flíkur með skilaboðum. Ég klæddist merktum bol frá Ginu Tricot sem ég keypti að gamni rétt fyrir jólin. Ég nota hann kannski ekkert mikið en keypti hann samt þar sem hann var mjög ódýr og skemmtilegur. Dear Santa, I can explain ..

Kápuna keypti ég í lok árs 2016 í Húrra Reykjavík og þetta er mín allra mest notaða flík ársins 2017. Ég kann rosalega vel að meta Norse Projects eftir að hafa kynnst því hversu góðar og langlífar vörurnar þeirra eru. Merkið er aðeins í dýrari deildinni en þegar það skilar sér í gæðum þá finnst mér það þess virði. Ég hef reyndar bloggað áður um þessa kápu: HÉR

//

What a Monday we got yesterday – on a Wednesday ..
I was wearing my funny T that I bought in Gina Tricot some days ago. Maybe I will not use it so much but the price was super good – 99sek.
Thw coat is from Norse Projects and is my most used item 2017 – love this label. Also blogged about it: HERE

Hattur / Hat: Zara
Kápa / Coat: Nors Projects
Bolur / Tshirt: Gina Tricot
Buxur: Moss by Elísabet Gunnars / Gamlar
Skór / Shoes: Adidas

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SPENNANDI NÝJUNG FRÁ H&M – /NYDEN

H&M hefur gengið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið þó það sé kannski ekki svo sýnilegt útávið. Sænski risinn hefur ekki náð að fylgja hröðum breytingum í kauphegðun viðskiptavina og netverslun þeirra ekki vaxið í samræmi við stóraukna verslun fólks á netinu. Hlutabréfin hafa hrunið sem er ekki í samræmi við markaðinn sem hefur hækkað.

Þeir vita þó af þessu og eru að vinna markvisst að nýjum leiðum. Þeir opnuðu nýlega nýtt concept – Arket, sem ég hef áður skrifað um (hér) og er að finna á flottustu og dýrustu stöðunum í stórborgum.

Oscar Olsson – maðurinn sem stýrir nýja conceptinu

Nýjasta útspilið þeirra er /NYDEN sem kynnt var í ítarlegu viðtali við mannin bakvið verkefnið á vefsíðunni The Cut. Nafnið er samansett úr sænsku orðunum NY og DEN (nýtt og þetta/þessi) og maðurinn sem stýrir conceptinu nefnist Oscar Olsson. Hann er 35 ára skeggjaður, tattúeraður Svíi sem er ekki með Facebook, Twitter eða Instagram. Hann er þó með Snapchat fyrir nána vini og hefur unnið hjá H&M frá árinu 2013. Hann á að hafa rannsakað kauphegðun og verslun framtíðarinnar og er /Nyden skref H&M í átt að þessu. Oscar segist ekki vilja mata fólk af óþarfa upplýsingum sem útskýringu við samfélagsmiðla-leysi sínu. Það er smá kalhæðni í því að þannig maður eigi að leiða svona verkefni þar sem verslanir leggja endalausa orku í þessa miðla nú á dögum og gæti þetta einnig verið eitthvað markaðstrikk hjá H&M að hafa hann í forsvari og það virðist virka.

Viðtalið er mjög áhugavert og ég hvet ykkur til að lesa það. Oscar virðist sérvitur maður og trúir því m.a. að tveggja tíma svefn nægji honum. Hann telur það óþarfi að skilja að einkalíf og vinnu og heldur að heimur tískunnar muni breytast mikið á næstu árum. Hann heldur að tískuhúsin muni deyja út og fólk muni heldur skiptas í ákveðna tískuflokka með einhvers konar áhrifavalda og fyrirmyndir sem leiða þessa flokka.

Oscar hefur unnið mikla rannsóknarvinnu og aðal spurningin er: Hvernig mun fólk versla eftir 10 ár? /Nyden er svarið við þessu og er logoið feitletrað skástrik sem táknar einhverskonar samstarfverkefni verslunarinnar. Þeir skilgreindu framtíðar tísku neytendur sem “netókrata” sem eru mun meðvitaðri um sinn stíl og kaup og tilheyra vissum flokk eins og talað er um að ofan. /Nyden mun síðan reyna að virkja þessa leiðtoga flokkanna til að hanna hjá sér. Þeir hafa staðfest einhverja leiðtoga – Doctor Woo sem er með 1,3M fylgjendur á Instagram og Naomi Rapace sem er mikil fyrirmynd og sterk persóna.

https://www.instagram.com/p/Bcug6GLl7Tj/?taken-by=wearenyden

Framleiðsluferlið verður stutt og verða vörurnar fáanlegar á netinu og í svokölluðum pop-up verslunum og á viðburðum. Þá mun Nyden ekki fylgja tísku og straumum eða fyrirfram ákveðnum tísku tímabilum eins og þekkist. Þetta verða lúxus vörur á viðráðanlegu verði og allt í takmörkuðu upplagi.

Þetta blogg varð mun lengra en ég ætlaði mér – ég reyndi að stikla á stóru úr greininni sem var mjög áhugaverð.

Er þetta framtíð verslunar og tísku? Við sjáum þessa hegðun kannski einna best hjá t.d. Kayne West, hann er einhvers konar leiðtogi flokks sem sækist ólmur í vörur tengdar honum þó hann hafi engan bakrunn í hönnun eða slíku.

Það væri gaman að heyra ykkar álit í athugasemdum hér að neðan.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR