fbpx

ÓSKALISTINN Í BEINNI

Það var virkilega skemmtilegt að fá að taka yfir Snapchat aðgang Smáralindar um helgina. Ég fór á milli verslana og valdi mínar uppáhalds vörur til að deila í beinni. Ég var mætt klukkan 11 og var nánast allan daginn í mátunarklefum. Þó þetta virðist hið einfaldasta mál hinum megin við skjáinn þá er það ótrúlega tímafrekt að máta, fara í og úr á mörgum stöðum. Ég mátaði eins mikið og ég réði við þennan daginn og sýndist á viðbrögðum að lang flestir hafi verið sáttir við dagsverkið. Ég segi flestir því það var allavega ein undantekning. Eftir nokkrar mátanir fékk ég spurninguna “Ertu að reyna að máta það sem er ljótt eða flott”, mitt svar var að ég væri að sjálfsögðu að reyna að máta það sem mér þætti flott en fékk þá svarið að þessum litla aðdáenda mínum þætti allt ljótt.

Það er því miður ekki hægt að geðjast öllum en ég hafði þó gaman að þessu kommenti og auðvitað besta mál að vera hreinskilinn með þessi mál.

Ég náði fylgja vel eftir mínu plani fyrir daginn og var nokkuð sátt með niðurstöðuna. Ég talaði um hvert dress fyrir sig á Snapchat en hér í færslunni ætla ég að láta það duga að sýna ykkur hvaðan flíkurnar koma.

Meðfylgjandi eru nokkur skjáskot sem ég save-aði í símann. Allt nýjar vörur sem nú hanga á slánum.
Happy shopping kæru lesendur!

VILA

VILA

F&F

GALLERÍ 17

SELECTED

    
LEVI’S

H&M


LINDEX

WOMENS SECRET


VERO MODA

VERO MODA


Eina barnafataverslunin sem ég heimsótti var iglo+indi … ég hefði viljað skoða meira í barnadeildum en tíminn flaug frá mér.


Ég endaði daginn hjá stúlkunum í MAC sem græjuðu andlitið á mér fyrir kvöldið. Mæli með förðun hjá þeim fyrir þá sem eru amature-ar eins og undirituð ;)

MAC
Fyrir ….

Eftir ….

 

Takk fyrir mig Smáralind!!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STYRKUR TIL KVENNAATHVARFSINS

Skrifa Innlegg