fbpx

STYRKUR TIL KVENNAATHVARFSINS

LÍFIÐ

English Version Below

Eitt af verkefnum helgarinnar var að afhenda Kvennaathvarfinu ágóðann af því sem safnaðist í “Konur eru konum bestar” bolasölu okkar Andreu fyrr í sumar. Við sem komum að verkefninu (+Rósa sem er minn sálufélagi og hægri hönd) héldum upp á hversu vel gekk með því að fara saman út að borða á “Út í Bláinn” í Perlunni fyrr um kvöldið. Hrós til þeirra sem endurhönnuðu húsnæðið sem núna er orðið einn af mínum uppáhalds íslensku stöðum og þá sérstaklega í því veðri sem við fengum – blár himinn og útsýnið dásamleg íslensk orka í allar áttir.

Úr Perlunni lá leiðin í Kvennaathvarfið, sem við völdum að styrkja í tengslum við þetta verkefni. Það verður að viðurkennast að það tók á að heimsækja húsið þeirra og upplifa það fallega starf sem þar er unnið – ég var meir það sem eftir var kvölds og er enn með hugann hjá þeim. Takk til ykkar allra sem hjálpuðuð okkur að hjálpa þeim.

Jakki: Won Hundred, Buxur: Selected, Skór: Lán frá mömmu, Klútur: Lán frá tengdó

Ég náði að koma mörgu inn í dagskránna í tveggja daga stoppi á Íslandi – eiginlega bara ótrúlega miklu. Í dag er ég líka smá þreyttari en aðra daga en allt þess virði.

//

After our project “Konur eru konum bestar” it was time to donate what we collected selling the t-shirts. We had at dinner at Perlan to celebrate the success of our work and I can really recommend the restaurant on the top floor, which they opened recently after re-designing the space.

I was really touched visiting the Womens shelter in Reykjavik (where we donated). Their work is amazing and sooo important.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SJÁUMST Í SMÁRALIND

Skrifa Innlegg