fbpx

GETAWAY – ION ADVENTURE HOTEL

LÍFIÐ

Nýja árið hefur byrjað með mikilli keyrslu hér á klakanum. Ég er að frá morgni til kvölds og á í fullu fangi með að komast yfir dagskrá daganna með einn lítinn snúð á kantinum. Það var því góð ákvörðun þegar við Gunni ákváðum að fara í barnafrí/vinnuferð úr amstrinu og álaginu í Reykjavík. Við leituðum ekki langt heldur heimsóttum einn af okkar uppáhalds stöðum, ION hótelið á Nesjavöllum, en hingað til höfum við aðeins stoppað stutt og því kominn tími til að prufa að njóta yfir nótt. Mæli með fyrir alla!! Ísland er best í heimi.

Góður matur, æðisleg vinnuumhverfi og dásamlegt spa gaf okkur fullt af orku inní vikuna sem senn er á enda. Mikið fljúga dagarnir áfram þegar mikið er að gera.

//

Me and my husband had a lovely getaway last weekend. The destination was ION Adventure Hotel, just a short drive from Reykjavik but yet so far away from the city life. The hotel design is beautiful, the view is fantastic and you can clean you mind and body with good food and some time in their small Spa.

Drauma vinnuumhverfi –

Eins og fallegasta málverk –

ROOM 220

Ég á nokkrar svona myndir teknar af mér .. á mismunandi árstímum.

Að vakna við þessa sýn … þakklát –

Heitur pottur með útsýni yfir kalda íslenska hraunið –

Ég birti þessa mynd á Instagram og fékk rosaleg viðbrögð frá erlendum fylgjendum sem fannst þetta draumi líkast .. –

Og gufa .. –

Foreldrafrí –

Ef ég ætti fullt af peningum þá mætti þetta vera borðstofan mín .. ?

 

Skyrta: Acne, Buxur: Malene Birger, Skór: KALDA

Og svo var haldið heim .. –

Við lentum í smá óhappi á leiðinni því veðrið var ekki að leika við okkur og engin leið var að komast upp brekku ca 8 km frá hótelinu. Mér var ekki farið að lítast á blikuna og verð að viðurkenna að ég varð mjög hrædd þegar við réðum ekki við bílinn í hálkunni. Allt endaði vel (einhver hefur verið með okkur) og með hjálp yndislegra þjóna komumst við á leiðarenda. Ég vona að ég fái tækifæri á að koma aftur að sumri til.

Stutt en góð heimsókn.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MUNUM 2018

Skrifa Innlegg