SPENNANDI NÝJUNG FRÁ H&M – /NYDEN

H&M hefur gengið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið þó það sé kannski ekki svo sýnilegt útávið. Sænski risinn hefur ekki náð að fylgja hröðum breytingum í kauphegðun viðskiptavina og netverslun þeirra ekki vaxið í samræmi við stóraukna verslun fólks á netinu. Hlutabréfin hafa hrunið sem er ekki í samræmi við markaðinn sem hefur hækkað.

Þeir vita þó af þessu og eru að vinna markvisst að nýjum leiðum. Þeir opnuðu nýlega nýtt concept – Arket, sem ég hef áður skrifað um (hér) og er að finna á flottustu og dýrustu stöðunum í stórborgum.

Oscar Olsson – maðurinn sem stýrir nýja conceptinu

Nýjasta útspilið þeirra er /NYDEN sem kynnt var í ítarlegu viðtali við mannin bakvið verkefnið á vefsíðunni The Cut. Nafnið er samansett úr sænsku orðunum NY og DEN (nýtt og þetta/þessi) og maðurinn sem stýrir conceptinu nefnist Oscar Olsson. Hann er 35 ára skeggjaður, tattúeraður Svíi sem er ekki með Facebook, Twitter eða Instagram. Hann er þó með Snapchat fyrir nána vini og hefur unnið hjá H&M frá árinu 2013. Hann á að hafa rannsakað kauphegðun og verslun framtíðarinnar og er /Nyden skref H&M í átt að þessu. Oscar segist ekki vilja mata fólk af óþarfa upplýsingum sem útskýringu við samfélagsmiðla-leysi sínu. Það er smá kalhæðni í því að þannig maður eigi að leiða svona verkefni þar sem verslanir leggja endalausa orku í þessa miðla nú á dögum og gæti þetta einnig verið eitthvað markaðstrikk hjá H&M að hafa hann í forsvari og það virðist virka.

Viðtalið er mjög áhugavert og ég hvet ykkur til að lesa það. Oscar virðist sérvitur maður og trúir því m.a. að tveggja tíma svefn nægji honum. Hann telur það óþarfi að skilja að einkalíf og vinnu og heldur að heimur tískunnar muni breytast mikið á næstu árum. Hann heldur að tískuhúsin muni deyja út og fólk muni heldur skiptas í ákveðna tískuflokka með einhvers konar áhrifavalda og fyrirmyndir sem leiða þessa flokka.

Oscar hefur unnið mikla rannsóknarvinnu og aðal spurningin er: Hvernig mun fólk versla eftir 10 ár? /Nyden er svarið við þessu og er logoið feitletrað skástrik sem táknar einhverskonar samstarfverkefni verslunarinnar. Þeir skilgreindu framtíðar tísku neytendur sem “netókrata” sem eru mun meðvitaðri um sinn stíl og kaup og tilheyra vissum flokk eins og talað er um að ofan. /Nyden mun síðan reyna að virkja þessa leiðtoga flokkanna til að hanna hjá sér. Þeir hafa staðfest einhverja leiðtoga – Doctor Woo sem er með 1,3M fylgjendur á Instagram og Naomi Rapace sem er mikil fyrirmynd og sterk persóna.

Framleiðsluferlið verður stutt og verða vörurnar fáanlegar á netinu og í svokölluðum pop-up verslunum og á viðburðum. Þá mun Nyden ekki fylgja tísku og straumum eða fyrirfram ákveðnum tísku tímabilum eins og þekkist. Þetta verða lúxus vörur á viðráðanlegu verði og allt í takmörkuðu upplagi.

Þetta blogg varð mun lengra en ég ætlaði mér – ég reyndi að stikla á stóru úr greininni sem var mjög áhugaverð.

Er þetta framtíð verslunar og tísku? Við sjáum þessa hegðun kannski einna best hjá t.d. Kayne West, hann er einhvers konar leiðtogi flokks sem sækist ólmur í vörur tengdar honum þó hann hafi engan bakrunn í hönnun eða slíku.

Það væri gaman að heyra ykkar álit í athugasemdum hér að neðan.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

GLEÐILEG JÓL

Skrifa Innlegg